Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri íbúa Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2018 20:33 Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð búast við hraðri íbúafjölgun næstu árin og vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri í sveitarfélagið. Fjölskylduvænni bær og fjölbreyttara atvinnulíf eru meðal stefnumála fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ríflega 3700 manns býr í Borgarbyggð og þar af helmingur í Borgarnesi. Síðustu ár hefur verið tveggja prósenta fjölgun íbúa í Borgarnesi, sem er talsvert hægari fjölgun en til dæmis á Akranesi. „Auðvitað viljum við fá fleira fólk, það liggur í hlutarins eðli. Við erum aðeins seinni á bylgjunni en á Skaga því við erum aðeins lengra frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Borgarbyggð eru allir sammála um að grunnþjónustan í Borgarnesi geti tekið við fleiri íbúum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa verið í meirihluta síðustu ár og reikna með mikilli fjölgun íbúa næstu ár.En hvernig? „Það er nú fyrst og fremst með því að lyfta upp því flotta umhverfi sem er hér í Borgarbyggð. Koma skilaboðum til skila til þeirra sem við viljum ná til,“ segir Magnús Smári Snorrason, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra. Sjálfstæðismenn vilja bæta þjónustuna til að laða að fólk. „Þar með talið endurskoða gjaldskrár og lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk og frítt í íþróttir og sund fyrir eldri borgara sveitarfélagsins,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks. Oddviti Framsóknarflokks vill fjölga leiguíbúðum og efla atvinnulífið. Sama segir oddviti Vinstri grænna sem segir mikla þörf á fjölbreyttum störfum, sérstaklega fyrir háskólamenntaða. „Við viljum auka fjölbreytni í atvinnulífinu hér. Það er hægt að gera það með auknu framboði á lóðum og koma til móts við fyrirtæki svo þau sjái hag sinn í að reka sinn rekstur hér frekar en annars staðar,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00 Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð búast við hraðri íbúafjölgun næstu árin og vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri í sveitarfélagið. Fjölskylduvænni bær og fjölbreyttara atvinnulíf eru meðal stefnumála fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ríflega 3700 manns býr í Borgarbyggð og þar af helmingur í Borgarnesi. Síðustu ár hefur verið tveggja prósenta fjölgun íbúa í Borgarnesi, sem er talsvert hægari fjölgun en til dæmis á Akranesi. „Auðvitað viljum við fá fleira fólk, það liggur í hlutarins eðli. Við erum aðeins seinni á bylgjunni en á Skaga því við erum aðeins lengra frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Borgarbyggð eru allir sammála um að grunnþjónustan í Borgarnesi geti tekið við fleiri íbúum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa verið í meirihluta síðustu ár og reikna með mikilli fjölgun íbúa næstu ár.En hvernig? „Það er nú fyrst og fremst með því að lyfta upp því flotta umhverfi sem er hér í Borgarbyggð. Koma skilaboðum til skila til þeirra sem við viljum ná til,“ segir Magnús Smári Snorrason, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra. Sjálfstæðismenn vilja bæta þjónustuna til að laða að fólk. „Þar með talið endurskoða gjaldskrár og lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk og frítt í íþróttir og sund fyrir eldri borgara sveitarfélagsins,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks. Oddviti Framsóknarflokks vill fjölga leiguíbúðum og efla atvinnulífið. Sama segir oddviti Vinstri grænna sem segir mikla þörf á fjölbreyttum störfum, sérstaklega fyrir háskólamenntaða. „Við viljum auka fjölbreytni í atvinnulífinu hér. Það er hægt að gera það með auknu framboði á lóðum og koma til móts við fyrirtæki svo þau sjái hag sinn í að reka sinn rekstur hér frekar en annars staðar,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00 Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45
Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00
Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17