Friðrik byrjaði skjálfandi á beinunum en náði svarta beltinu í karate 69 ára Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Friðrik Jósepsson, ánægður handhafi svarta beltisins. Vísir/ernir „Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Friðrik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall. „Ég er gamall íþróttarefur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neyddist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkamsræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus.Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. Vísir/Ernir„Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskapur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kallað er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
„Þetta er stórkostlega skemmtilegt,“ segir Friðrik Jósepsson, sem náði þeim áfanga á föstudag að fá svarta beltið í karate, 69 ára gamall. „Ég er gamall íþróttarefur og keypti áður fyrr í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum í tólf ár, frá 1968 til 1980, en meiddist illa og neyddist til að hætta,“ útskýrir Friðrik. Eftir þetta hafi hann farið að stunda líkamsræktarstöðvar sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Friðrik fór í mjaðmaskiptaaðgerð fyrir um átta árum. Þar áður hafði hann farið í aðgerð vegna brjóskloss. „Ég var að reyna að finna mig aftur en gymmið þjónkaði ekki alveg minni lund,“ segir Friðrik sem kveðst því áfram hafa verið leitandi í þessum efnum. Fyrir sex árum gekk hann inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykjavíkur í kjallaranum á Laugardalslaug. „Mig minnir að ég hafa séð auglýsingu frá þeim og ég fór þangað skjálfandi á beinunum. Maður vissi ekkert hvernig móttökurnar yrðu, sérstaklega af því að maður er orðinn þetta gamall,“ lýsir Friðrik upphafinu á karateiðkun sinni. Óttinn reyndist ástæðulaus.Friðrik Jósepsson unir hag sínum vel hjá Karatefélagi Reykjavíkur og stóðst þar próf til svarta beltisins á föstudag. Vísir/Ernir„Mér var tekið alveg forkunnarvel og það er hluti af því að maður er þarna ennþá. Þetta er mjög góður félagsskapur og þjálfararnir frábærir,“ segir Friðrik sem stefndi hátt strax í byrjun og náði því reyndar ári fyrir áætlun. „Ég setti það markmið að ná svarta beltinu sjötugur. Ég hef gaman af að storka sjálfum mér. Sennilega er það í eðlinu.“ Friðrik segir karateiðkunina gefandi. „Maður fann sig að nokkru leyti aftur. Ég gat tekið á því að fullu en maður hafði eiginlega aldrei beitt sér í þessum gymmum. Þar gat maður verið einn innan um fullt af fólki en hér er miklu meiri félagsskapur,“ segir hann. Þótt Friðrik sé örugglega með elstu mönnum til að ná svarta beltinu í karate á Íslandi og viti ekki um neinn eldri sjálfur að minnsta kosti á hann enn mikið eftir. „Þetta var það sem kallað er fyrsti dan en það er níu gráðanir eftir í svarta beltinu. Svo ég er rétt að byrja. Það er gulrót að fara í gráðunina eftir önnina. Er á meðan er.“ Karate er íþrótt fyrir alla að sögn Friðriks. „Ég mæli eindregið með þessu. Þetta hentar öllum og fólk ætti endilega að koma og prófa.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira