Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2018 20:28 Hótelið Reykjanesi þangað sem ýmsir koma við á leið sinni vestur á firði til að skola af sér, fá sér að borða eða gista. Ja.is Hótelstjóri í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi sér fram á að þurfa að loka eftir að Orkubú Vestfjarða tilkynnti honum að hann yrði að borga fyrir heitt vatn. Hótelstjórinn segir að reksturinn standi ekki undir kostnaði við að kynda 50 metra sundlaug og fimm þúsund fermetra byggingu. Orkubússtjórinn segir eigendur hótelsins verða að greiða fyrir heitt vatn eins og aðrir notendur. Jón Heiðar Guðjónsson rekur hótelið í Reykjanesi, en fyrirtækið gengur undir nafninu Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf.. Um er að ræða gamla skólahúsið sem hefur verið með heitt vatn frá árinu 1934. Sundlaugin hefur hingað til verið kynt með náttúrulegu rennsli. „Núna vilja þeir fá borgað, þeir setja gjaldtöku á vatnið,“ segir Jón Heiðar í samtali við Vísi um aðgerðir Orkubús Vestfjarða. Um er að ræða hitaveituholu sem var boruð árið 1974 í tengslum við fiskeldi. Jón Heiðar segir aðstandendur hótelsins hafa haldið henni við ásamt Orkubúinu, til að mynda þegar ráðist var í framkvæmdir á henni vegna öryggis fyrir nokkrum árum. Þá hafi hótelið tekið þátt í kostnaðinum.Með kalda laug og hús Jón Heiðar segir að í lok mars, daginn fyrir skírdag, hafi honum borist viðvörun frá Orkubúinu þess efnis að ef hótelið vildi vatn þá yrði að borga fyrir það. „Fyrir svona litla ferðaþjónustu er það ekkert inni í myndinni að kynda fimmtíu fermetra sundlaug auk 5.000 fermetra húsnæði fyrir rekstur sem gæti verið í fimm hundruð fermetrum. Við erum bara með kalda laug og kalt hús,“ segir Jón Heiðar. Hann segir fátt annað blasa við en að loka hótelinu. „Þessi litla ferðaþjónusta þolir enga gjaldtöku til að kynda sundlaug, það er alveg sama hversu lítið það er.“ Jón Heiðar hefur sjálfur verið með ferðaþjónustu í Reykjanesi í átján ár og alltaf verið með heitt vatn þar án endurgjalds. Keypti hann meðal annars húsið á þeirri forsendum að það kostaði ekkert að kynda það.Sundlaugin í Reykjanesi hefur verið vinsæl á meðal ferðalanga í Ísafjarðardjúpi.ja.isSegir Orkubúið hafa sent bréf fyrir ári Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, segir í samtali við Vísi að Orkubúið hafi sent Ferðaþjónustunni Reykjanesi bréf fyrir einu ári síðan. Þar var tilkynnt að Orkubúið þyrfti að fara í aðgerðir til að bæta öryggi við borholu fyrirtækisins í Reykjanesi. Í leiðinni yrði settur upp mælir fyrir notkun hótelsins og sundlaugarinnar í Reykjanesi. Elías segir Orkubúið hafa viljað komast að því hversu mikið vatn væri verið að nota til að geta haft til hliðsjónar þegar kæmi að því að semja um hóflegt verð. Mælir hafi einnig verið settur upp fyrir annan stóran notanda á svæðinu. „Þannig að við höfum ekki verið að flana að neinu og í raun lagt okkur í líma við að trufla ekki starfsemina hjá Ferðaþjónustunni á ferðamannatímanum. Við hættum við að fara í þessar aðgerðir í fyrra því það var komið svo nálægt ferðamannatímanum. Allt þetta heila ár sem síðan er liðið hafa engin viðbrögð verið frá Ferðaþjónustunni, hvorki bréflega, í tölvupósti né síma,“ segir Elías.Segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku Hann segir að undanfarin ár hafi ekki verið mikill kostnaður við hitaveituna við hótelið í Reykjanesi, en á sínum tíma lagði Orkubúið í talsverðan kostnað við að laga borholuna og nýverið var svo farið í að færa loka fyrir notendur úr borholuskýlinu. „Orkufyrirtæki getur auðvitað ekki gefið orku, kostnaðurinn lendir þá bara á hinum sem borga. Hitt er annað mál að við viljum leggja talsvert á okkur til að ná samkomulagi sem báðir aðilar geta verið sáttir við. Ég er viss um að við munum ná slíku samkomulagi“ Elías segir að nú þegar kostnaður sé kominn upp vegna veitunnar þá sé eðlilegt að Ferðaþjónustan greiði líkt og aðrir sem kaupa orku af Orkubúinu. Verðið verði sanngjarnt og taki mið af þeirri þjónustu sem verið er að veita. „Orkubúið mun tengja hótelið og sundlaugina um leið og ósk kemur þar um frá fyrirtækinu“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelrekstur í uppnám ef bóndi lokar á vatnið Eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi segir reksturinn í uppnámi vegna ákvörðunar eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar um að neita honum um neysluvatn. Hóteleigandinn biður Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ að skerast í leikinn. 1. febrúar 2017 07:00 Bjargað úr sundlaug í Reykjanesi Maður slasaðist í sundlauginni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í nótt og lá meðvitundarlaus á laugarbotninum og farinn að blána þegar félagar hans fundu hann. 9. júní 2006 08:45 Laugin í Reykjanesi endurnýjuð Búið er að steypa nýja sundlaug inn í gömlu laugina í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og er stefnt að því að hún verði opnuð sem ný fyrir næstu helgi. 13. júní 2009 19:27 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Hótelstjóri í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi sér fram á að þurfa að loka eftir að Orkubú Vestfjarða tilkynnti honum að hann yrði að borga fyrir heitt vatn. Hótelstjórinn segir að reksturinn standi ekki undir kostnaði við að kynda 50 metra sundlaug og fimm þúsund fermetra byggingu. Orkubússtjórinn segir eigendur hótelsins verða að greiða fyrir heitt vatn eins og aðrir notendur. Jón Heiðar Guðjónsson rekur hótelið í Reykjanesi, en fyrirtækið gengur undir nafninu Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf.. Um er að ræða gamla skólahúsið sem hefur verið með heitt vatn frá árinu 1934. Sundlaugin hefur hingað til verið kynt með náttúrulegu rennsli. „Núna vilja þeir fá borgað, þeir setja gjaldtöku á vatnið,“ segir Jón Heiðar í samtali við Vísi um aðgerðir Orkubús Vestfjarða. Um er að ræða hitaveituholu sem var boruð árið 1974 í tengslum við fiskeldi. Jón Heiðar segir aðstandendur hótelsins hafa haldið henni við ásamt Orkubúinu, til að mynda þegar ráðist var í framkvæmdir á henni vegna öryggis fyrir nokkrum árum. Þá hafi hótelið tekið þátt í kostnaðinum.Með kalda laug og hús Jón Heiðar segir að í lok mars, daginn fyrir skírdag, hafi honum borist viðvörun frá Orkubúinu þess efnis að ef hótelið vildi vatn þá yrði að borga fyrir það. „Fyrir svona litla ferðaþjónustu er það ekkert inni í myndinni að kynda fimmtíu fermetra sundlaug auk 5.000 fermetra húsnæði fyrir rekstur sem gæti verið í fimm hundruð fermetrum. Við erum bara með kalda laug og kalt hús,“ segir Jón Heiðar. Hann segir fátt annað blasa við en að loka hótelinu. „Þessi litla ferðaþjónusta þolir enga gjaldtöku til að kynda sundlaug, það er alveg sama hversu lítið það er.“ Jón Heiðar hefur sjálfur verið með ferðaþjónustu í Reykjanesi í átján ár og alltaf verið með heitt vatn þar án endurgjalds. Keypti hann meðal annars húsið á þeirri forsendum að það kostaði ekkert að kynda það.Sundlaugin í Reykjanesi hefur verið vinsæl á meðal ferðalanga í Ísafjarðardjúpi.ja.isSegir Orkubúið hafa sent bréf fyrir ári Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, segir í samtali við Vísi að Orkubúið hafi sent Ferðaþjónustunni Reykjanesi bréf fyrir einu ári síðan. Þar var tilkynnt að Orkubúið þyrfti að fara í aðgerðir til að bæta öryggi við borholu fyrirtækisins í Reykjanesi. Í leiðinni yrði settur upp mælir fyrir notkun hótelsins og sundlaugarinnar í Reykjanesi. Elías segir Orkubúið hafa viljað komast að því hversu mikið vatn væri verið að nota til að geta haft til hliðsjónar þegar kæmi að því að semja um hóflegt verð. Mælir hafi einnig verið settur upp fyrir annan stóran notanda á svæðinu. „Þannig að við höfum ekki verið að flana að neinu og í raun lagt okkur í líma við að trufla ekki starfsemina hjá Ferðaþjónustunni á ferðamannatímanum. Við hættum við að fara í þessar aðgerðir í fyrra því það var komið svo nálægt ferðamannatímanum. Allt þetta heila ár sem síðan er liðið hafa engin viðbrögð verið frá Ferðaþjónustunni, hvorki bréflega, í tölvupósti né síma,“ segir Elías.Segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku Hann segir að undanfarin ár hafi ekki verið mikill kostnaður við hitaveituna við hótelið í Reykjanesi, en á sínum tíma lagði Orkubúið í talsverðan kostnað við að laga borholuna og nýverið var svo farið í að færa loka fyrir notendur úr borholuskýlinu. „Orkufyrirtæki getur auðvitað ekki gefið orku, kostnaðurinn lendir þá bara á hinum sem borga. Hitt er annað mál að við viljum leggja talsvert á okkur til að ná samkomulagi sem báðir aðilar geta verið sáttir við. Ég er viss um að við munum ná slíku samkomulagi“ Elías segir að nú þegar kostnaður sé kominn upp vegna veitunnar þá sé eðlilegt að Ferðaþjónustan greiði líkt og aðrir sem kaupa orku af Orkubúinu. Verðið verði sanngjarnt og taki mið af þeirri þjónustu sem verið er að veita. „Orkubúið mun tengja hótelið og sundlaugina um leið og ósk kemur þar um frá fyrirtækinu“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelrekstur í uppnám ef bóndi lokar á vatnið Eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi segir reksturinn í uppnámi vegna ákvörðunar eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar um að neita honum um neysluvatn. Hóteleigandinn biður Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ að skerast í leikinn. 1. febrúar 2017 07:00 Bjargað úr sundlaug í Reykjanesi Maður slasaðist í sundlauginni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í nótt og lá meðvitundarlaus á laugarbotninum og farinn að blána þegar félagar hans fundu hann. 9. júní 2006 08:45 Laugin í Reykjanesi endurnýjuð Búið er að steypa nýja sundlaug inn í gömlu laugina í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og er stefnt að því að hún verði opnuð sem ný fyrir næstu helgi. 13. júní 2009 19:27 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Hótelrekstur í uppnám ef bóndi lokar á vatnið Eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi segir reksturinn í uppnámi vegna ákvörðunar eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar um að neita honum um neysluvatn. Hóteleigandinn biður Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ að skerast í leikinn. 1. febrúar 2017 07:00
Bjargað úr sundlaug í Reykjanesi Maður slasaðist í sundlauginni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í nótt og lá meðvitundarlaus á laugarbotninum og farinn að blána þegar félagar hans fundu hann. 9. júní 2006 08:45
Laugin í Reykjanesi endurnýjuð Búið er að steypa nýja sundlaug inn í gömlu laugina í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og er stefnt að því að hún verði opnuð sem ný fyrir næstu helgi. 13. júní 2009 19:27