Sindri Þór botnar ekkert í því af hverju lögreglan sótti hann til Amsterdam Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2018 19:33 Sindri Þór Stefánsson, sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í dag skilur ekkert í því af hverju lögregla sótti hann til til Hollands í dag Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sindri Þór birti á Facebook í dag. Segist hann hafa verið frjáls ferða sinna þegar hann fór frá Sogni til Svíþjóðar. Eftir það hafi hann fengið stimpilinn „strokufangi“ og þjóðin þá orðið meðvituð um fortíð hans. Sindri Þór var handtekinn í Amsterdam og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar í landi. Í dag kom hann til Íslands og furðar hann sig á því íslenskir lögregluþjónar hafi verið látnir sækja hann. „Í dag komu þrír lögreglumenn að sækja mig í Amsterdam til að flytja mig til Íslands. Tveir af þeim voru sérsveitarmenn. Ég var fluttur í handjárnum og belti í almenningsflugi Icelandair með fyrrnefnda lögreglumenn mér við hlið. Kom svo fyrir dómara í Reykjanesbæ þar sem mér ver sleppt út en með farbanni. Til hvers var eiginlega verið að auglýsa eftir mér? Ég er einfaldlega hættur að botna í þessu kerfi en mikið er gott að koma heim,“ skrifar Sindri.Sindri var sem fyrr segir úrskurðaður í farbann í dag til 1. júní. Þorgils Þorgilsson, verjandi hans segir að lögregla ekki hafa getað farið fram á gæsluvarðhald enda hafi ekki verið gefin út ákæra í málinu.Yfirlýsing Sinda Þórs í heild sinni:„Lögreglan á Suðurnesjum gaf út alþjóða handtökuskipun á mér, eftir að ég fór frjáls ferða minna frá Sogni til Svíþjóðar. Fékk stimpilinn „strokufangi“ og öll þjóðin varð í kjölfarið meðvituð um alla mína fortíð. Ég var síðan handtekinn í Amsterdam og dæmdur í gæsluvarðhald, sem endaði í 11 daga einangrun. Í dag komu þrír lögreglumenn að sækja mig í Amsterdam til að flytja mig til Íslands. Tveir af þeim voru sérsveitarmenn. Ég var fluttur í handjárnum og belti í almenningsflugi Icelandair með fyrrnefnda lögreglumenn mér við hlið. Kom svo fyrir dómara í Reykjanesbæ þar sem mér ver sleppt út en með farbanni. Til hvers var eiginlega verið að auglýsa eftir mér? Ég er einfaldlega hættur að botna í þessu kerfi en mikið er gott að koma heim.“ Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindri Þór laus úr haldi lögreglu en kominn í farbann „Ég held að allir séu bara glaðir í dag,“ segir Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra. 4. maí 2018 17:57 Sindri segist hafa húkkað sér far til Keflavíkur á flóttanum Sá strax eftir að hafa flúið um leið og hann var lentur í Stokkhólmi. 4. maí 2018 12:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í dag skilur ekkert í því af hverju lögregla sótti hann til til Hollands í dag Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sindri Þór birti á Facebook í dag. Segist hann hafa verið frjáls ferða sinna þegar hann fór frá Sogni til Svíþjóðar. Eftir það hafi hann fengið stimpilinn „strokufangi“ og þjóðin þá orðið meðvituð um fortíð hans. Sindri Þór var handtekinn í Amsterdam og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar í landi. Í dag kom hann til Íslands og furðar hann sig á því íslenskir lögregluþjónar hafi verið látnir sækja hann. „Í dag komu þrír lögreglumenn að sækja mig í Amsterdam til að flytja mig til Íslands. Tveir af þeim voru sérsveitarmenn. Ég var fluttur í handjárnum og belti í almenningsflugi Icelandair með fyrrnefnda lögreglumenn mér við hlið. Kom svo fyrir dómara í Reykjanesbæ þar sem mér ver sleppt út en með farbanni. Til hvers var eiginlega verið að auglýsa eftir mér? Ég er einfaldlega hættur að botna í þessu kerfi en mikið er gott að koma heim,“ skrifar Sindri.Sindri var sem fyrr segir úrskurðaður í farbann í dag til 1. júní. Þorgils Þorgilsson, verjandi hans segir að lögregla ekki hafa getað farið fram á gæsluvarðhald enda hafi ekki verið gefin út ákæra í málinu.Yfirlýsing Sinda Þórs í heild sinni:„Lögreglan á Suðurnesjum gaf út alþjóða handtökuskipun á mér, eftir að ég fór frjáls ferða minna frá Sogni til Svíþjóðar. Fékk stimpilinn „strokufangi“ og öll þjóðin varð í kjölfarið meðvituð um alla mína fortíð. Ég var síðan handtekinn í Amsterdam og dæmdur í gæsluvarðhald, sem endaði í 11 daga einangrun. Í dag komu þrír lögreglumenn að sækja mig í Amsterdam til að flytja mig til Íslands. Tveir af þeim voru sérsveitarmenn. Ég var fluttur í handjárnum og belti í almenningsflugi Icelandair með fyrrnefnda lögreglumenn mér við hlið. Kom svo fyrir dómara í Reykjanesbæ þar sem mér ver sleppt út en með farbanni. Til hvers var eiginlega verið að auglýsa eftir mér? Ég er einfaldlega hættur að botna í þessu kerfi en mikið er gott að koma heim.“
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindri Þór laus úr haldi lögreglu en kominn í farbann „Ég held að allir séu bara glaðir í dag,“ segir Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra. 4. maí 2018 17:57 Sindri segist hafa húkkað sér far til Keflavíkur á flóttanum Sá strax eftir að hafa flúið um leið og hann var lentur í Stokkhólmi. 4. maí 2018 12:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45
Sindri Þór laus úr haldi lögreglu en kominn í farbann „Ég held að allir séu bara glaðir í dag,“ segir Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra. 4. maí 2018 17:57
Sindri segist hafa húkkað sér far til Keflavíkur á flóttanum Sá strax eftir að hafa flúið um leið og hann var lentur í Stokkhólmi. 4. maí 2018 12:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum