Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2018 17:01 Sindri Þór var handtekinn í götunni Damrak í Amsterdam fyrir rúmri viku. Vísir/Getty Sindri Þór Stefánsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Amsterdam undanfarna tíu daga, er kominn til landsins. Íslenskir lögreglumenn tóku á móti Sindra Þór í flugvél Icelandair, þangað sem hann var leiddur af hollenskum yfirvöldum. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, verjandi hans, í samtali við Vísi. Í framhaldi af komunni til landsins var Sindri leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir klukkan fimm. Reikna má með því að íslensk lögregluyfirvöld munu fara fram á gæsluvarðhald yfir Sindra Þór eða þá farbann. Sindri Þór var upphaflega handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði en í apríl var hann fluttur í opið fangelsi að Sogni að eigin ósk. Tíu dögum síðar flúði hann fangelsið að næturlagi á meðan dómari tók sér frest til að meta hvort úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald. Álitamál er hvort lögregla hafi haft heimild til að halda honum í fangelsi á meðan enginn úrskurður væri þess efnis. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt ljóst að engum eigi að halda í fangelsi án úrskurðar. Sindri er grunaður um aðild að þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Amsterdam undanfarna tíu daga, er kominn til landsins. Íslenskir lögreglumenn tóku á móti Sindra Þór í flugvél Icelandair, þangað sem hann var leiddur af hollenskum yfirvöldum. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, verjandi hans, í samtali við Vísi. Í framhaldi af komunni til landsins var Sindri leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir klukkan fimm. Reikna má með því að íslensk lögregluyfirvöld munu fara fram á gæsluvarðhald yfir Sindra Þór eða þá farbann. Sindri Þór var upphaflega handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði en í apríl var hann fluttur í opið fangelsi að Sogni að eigin ósk. Tíu dögum síðar flúði hann fangelsið að næturlagi á meðan dómari tók sér frest til að meta hvort úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald. Álitamál er hvort lögregla hafi haft heimild til að halda honum í fangelsi á meðan enginn úrskurður væri þess efnis. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt ljóst að engum eigi að halda í fangelsi án úrskurðar. Sindri er grunaður um aðild að þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira