Toppbaráttan verður jafnari Hjörvar Ólafsson skrifar 3. maí 2018 10:30 Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúllar af stað í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins spáði í spilin fyrir komandi sumar og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, til þess að velta fyrir sér hvernig deildin spilast á komandi leiktíð. „Þór/KA mun verja titilinn held ég og þar skiptir mestu máli að þær halda Stephany Mayor sem gerði gæfumuninn í fjölmörgum leikjum síðasta sumar. Mayor verður í lykilhlutverki í titilvörn Þórs/KA og það er sterkt fyrir norðankonur að hafa endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á Donna [Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um toppbaráttu deildarinnar. „Ég held hins vegar að toppbaráttan verði jafnari og meira spennandi en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur til að mynda endurheimt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Harpa Þorsteinsdóttir er í betra formi en í fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með Hallberu Gísladóttur og fleiri leikmönnum. Breiðablik er svo óskrifað blað, en liðið bætti við sig fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum í vetur og spurning hvort þær verði nógu sterkar til þess að gera atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um þau lið sem munu berjast við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst FH líka hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur og FH-ingar gætu blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta kroppað stig af toppliðunum. Selfoss hefur svo verið að styrkja sig undanfarið með erlendum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun svo að öllum líkindum styrkja leikmannahóp sinn á næstu dögum, sagði Vanda sem telur að þessi þrjú lið muni sigla lygnan sjó um miðja deild. „KR, Grindavík og HK/Víkingur munu svo berjast um það að forðast fall úr deildinni. Ég held hins vegar að munurinn á bestu liðum deildarinnar og þeim sem verða í fallbaráttu sé að minnka þannig að þessi lið munu reyta stig af þeim liðum sem ég hef nefnt hér að framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu deildarinnar. „Ég held að deildin verði jöfn, spennandi og umfram allt mjög skemmtileg í sumar. Liðin eru flest töluvert sterkari en á síðasta keppnistímabili og margar ungar og vel þjálfaðar stelpur að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað mikið undanfarin ár í kvennaknattspyrnunni bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur sem eru tæknilega góðar og taktískt klókar. Það er mikið tilhlökkunarefni að deildin sé loksins að fara af stað,“ sagði Vanda sem var augljóslega spennt fyrir knattspyrnusumrinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúllar af stað í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins spáði í spilin fyrir komandi sumar og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, til þess að velta fyrir sér hvernig deildin spilast á komandi leiktíð. „Þór/KA mun verja titilinn held ég og þar skiptir mestu máli að þær halda Stephany Mayor sem gerði gæfumuninn í fjölmörgum leikjum síðasta sumar. Mayor verður í lykilhlutverki í titilvörn Þórs/KA og það er sterkt fyrir norðankonur að hafa endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á Donna [Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um toppbaráttu deildarinnar. „Ég held hins vegar að toppbaráttan verði jafnari og meira spennandi en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur til að mynda endurheimt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Harpa Þorsteinsdóttir er í betra formi en í fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með Hallberu Gísladóttur og fleiri leikmönnum. Breiðablik er svo óskrifað blað, en liðið bætti við sig fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum í vetur og spurning hvort þær verði nógu sterkar til þess að gera atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um þau lið sem munu berjast við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst FH líka hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur og FH-ingar gætu blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta kroppað stig af toppliðunum. Selfoss hefur svo verið að styrkja sig undanfarið með erlendum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun svo að öllum líkindum styrkja leikmannahóp sinn á næstu dögum, sagði Vanda sem telur að þessi þrjú lið muni sigla lygnan sjó um miðja deild. „KR, Grindavík og HK/Víkingur munu svo berjast um það að forðast fall úr deildinni. Ég held hins vegar að munurinn á bestu liðum deildarinnar og þeim sem verða í fallbaráttu sé að minnka þannig að þessi lið munu reyta stig af þeim liðum sem ég hef nefnt hér að framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu deildarinnar. „Ég held að deildin verði jöfn, spennandi og umfram allt mjög skemmtileg í sumar. Liðin eru flest töluvert sterkari en á síðasta keppnistímabili og margar ungar og vel þjálfaðar stelpur að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað mikið undanfarin ár í kvennaknattspyrnunni bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur sem eru tæknilega góðar og taktískt klókar. Það er mikið tilhlökkunarefni að deildin sé loksins að fara af stað,“ sagði Vanda sem var augljóslega spennt fyrir knattspyrnusumrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira