Bretar vilja framlengt leyfi frá Íslendingum til gullleitar í SS Minden Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2018 06:00 Gríðarleg auðæfi í gulli freista bresku fjársjóðsleitarmannanna. Andvirðið gæti numið yfir tíu milljörðum króna. Wikipedia Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur óskað eftir því að fá framlengingu á leyfi sem fyrirtækið hafði frá Umhverfisstofnun á Íslandi til að rjúfa gat á þýska flutningaskipið SS Minden á hafsbotni djúpt undan landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag rann starfsleyfi AMS út 30. apríl. Fyrirtækið fékk leyfið hjá Umhverfisstofnun í október í fyrra til að skera gat á SS Minden og fjarlægja þaðan skáp sem er í póstherbergi þýska flutningaskipsins. Telur AMS að gull sé í skápnum. Miðað við stærð skápsins gæti hann rúmað gull sem væri að andvirði yfir tíu milljarða króna. Áhöfn SS Minden sökkti skipinu viljandi í september 1939 til að koma í veg fyrir að það félli í hendur breskra herskipa sem sóttu að Þjóðverjunum á upphafsdögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi og því talsverð tæknileg áskorun að ná umræddum skáp upp á yfirborðið. Vegna mengunarhættu þurftu fjársjóðsleitarmenn leyfi Umhverfisstofnunar til að eiga við skipsskrokkinn. Það var veitt eftir langa meðferð hjá stofnuninni og var takmarkað við 72 klukkustundir á tímabilinu fram til 30. apríl á þessu ári. Útsendarar AMS fóru á staðinn yfir flakinu í nóvember í fyrra og hófu aðgerðir. Landhelgisgæslu Íslands barst hins vegar tilkynning, þegar leiðangursmenn höfðu notað liðlega helming þess tíma sem þeim var markaður, um að þeir myndu hverfa af vettvangi vegna veðurs. Engar fregnir bárust eftir það til íslenskra yfirvalda fyrr en nú í upphafi þessarar viku að AMS sótti um að leyfið yrði framlengt til 1. október á þessu ári. „Tekin verður afstaða til erindisins sem allra fyrst,“ segir Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Um viku áður en AMS fékk starfsleyfið hér í fyrrahaust sagði Fréttablaðið frá því að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd hefði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst eignarhaldi á SS Minden og öllu sem í því er. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ sagði Nils Haupt hjá þýska félaginu í svari til Fréttablaðsins. AMS hefur sagst munu koma því sem finnst í hendur yfirvalda í Bretlandi sem muni skera úr um eignarhaldið samkvæmt þarlendum lögum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjársjóðsleyfið rann út í gær 1. maí 2018 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur óskað eftir því að fá framlengingu á leyfi sem fyrirtækið hafði frá Umhverfisstofnun á Íslandi til að rjúfa gat á þýska flutningaskipið SS Minden á hafsbotni djúpt undan landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag rann starfsleyfi AMS út 30. apríl. Fyrirtækið fékk leyfið hjá Umhverfisstofnun í október í fyrra til að skera gat á SS Minden og fjarlægja þaðan skáp sem er í póstherbergi þýska flutningaskipsins. Telur AMS að gull sé í skápnum. Miðað við stærð skápsins gæti hann rúmað gull sem væri að andvirði yfir tíu milljarða króna. Áhöfn SS Minden sökkti skipinu viljandi í september 1939 til að koma í veg fyrir að það félli í hendur breskra herskipa sem sóttu að Þjóðverjunum á upphafsdögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi og því talsverð tæknileg áskorun að ná umræddum skáp upp á yfirborðið. Vegna mengunarhættu þurftu fjársjóðsleitarmenn leyfi Umhverfisstofnunar til að eiga við skipsskrokkinn. Það var veitt eftir langa meðferð hjá stofnuninni og var takmarkað við 72 klukkustundir á tímabilinu fram til 30. apríl á þessu ári. Útsendarar AMS fóru á staðinn yfir flakinu í nóvember í fyrra og hófu aðgerðir. Landhelgisgæslu Íslands barst hins vegar tilkynning, þegar leiðangursmenn höfðu notað liðlega helming þess tíma sem þeim var markaður, um að þeir myndu hverfa af vettvangi vegna veðurs. Engar fregnir bárust eftir það til íslenskra yfirvalda fyrr en nú í upphafi þessarar viku að AMS sótti um að leyfið yrði framlengt til 1. október á þessu ári. „Tekin verður afstaða til erindisins sem allra fyrst,“ segir Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Um viku áður en AMS fékk starfsleyfið hér í fyrrahaust sagði Fréttablaðið frá því að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd hefði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst eignarhaldi á SS Minden og öllu sem í því er. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ sagði Nils Haupt hjá þýska félaginu í svari til Fréttablaðsins. AMS hefur sagst munu koma því sem finnst í hendur yfirvalda í Bretlandi sem muni skera úr um eignarhaldið samkvæmt þarlendum lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjársjóðsleyfið rann út í gær 1. maí 2018 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00