Haukar meistarar eftir níu ára langa bið Hjörvar Ólafsson skrifar 1. maí 2018 08:00 Haukar fögnuðu vel og innilega í gær. Körfubolti Haukar eru Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna eftir 74-70 sigur liðsins gegn Val í oddaleik í úrslitum Domino’s-deildarinnar í Schenker-höllinni í gærkvöldi. Þetta er í fjórða skipti sem Haukar verða Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna, en liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2009. Allir leikmenn Hauka fyrir utan Helenu, sem varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007, voru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki. Haukar eru þar af leiðandi handhafar tveggja af þremur stóru titlunum sem í boði eru í körfubolta kvenna, en liðið varð einnig deildarmeistari á yfirstandandi leiktíð. Mikil breyting varð á gengi Hauka á milli ára, en liðið var í fallbaráttu á síðustu leiktíð. Haukar léku án Helenu á síðasta keppnistímabili, en hún eignaðist barn í fyrravor. Leikmenn Hauka fengu dýrmæta reynslu þegar þeir fengu aukna ábyrgð á sínar herðar í fjarveru Helenu. Mikil liðsheild einkennir lið Hauka þar sem Helena fer fyrir sínu liði. Jafnt var á öllum tölum í leik liðanna í gær allt fram í upphaf þriðja leikhluta, en þá skoruðu Haukar 14 stig í röð og komust 12 stigum yfir. Valskonur voru hins vegar ekki af baki dottnar og komu sér aftur inn í leikinn með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta. Haukar fengu fínt framlag frá mörgum leikmönnum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði til að mynda þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili í upphafi þriðja leikhluta. Þá sneri Dýrfinna Arnardóttir til baka eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla í rúma tvo mánuði. Dýrfinna kom inn með miklum krafti bæði í vörn og sókn. Haukar höfðu þriggja stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Haukar með Helenu í broddi fylkingar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og fóru að lokum með fjögurra stiga sigur af hólmi. Helena var að leik loknum valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari eftir ansi langa bið. Það er svo langt síðan ég varð Íslandsmeistari síðast að ég var búin að gleyma því hvernig tilfinningin er. Það er hins vegar öðruvísi núna að ég er elst í liðinu og er búin að þjálfa flesta leikmenn liðsins. Ég er ofboðslega stolt af liðinu og mér finnst félagið eiga þetta skilið eftir mikla vinnu sem lögð hefur verið í liðið,“ sagði Helena sem var stigahæsti leikmaður Hauka með 21 stig í leiknum í gær. Til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn var Helena í þeim sérstöku sporum að þurfa að leggja systur sína, Guðbjörgu, að velli. Helena viðurkenndi að það væri súrsæt tilfinning að þurfa að ryðja systur sinni úr vegi til þess að ná markmiði sínu. „Það er vissulega blendnar tilfinningar sem bærast með mér þegar ég sé að Guðbjörg þarf að sætta sig við að tapa. Við erum bestu vinkonur og viljum hvor annarri allt hið besta. Þrátt fyrir að hafa tapað finnst mér Guðbjörg hafa spilað einkar vel síðustu vikur sem og Valsliðið allt. Mig langar að hrósa Guðbjörgu og liðsfélögum hennar fyrir glæsilega spilamennsku í einvíginu,“ sagði Helena um systraslaginn. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Körfubolti Haukar eru Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna eftir 74-70 sigur liðsins gegn Val í oddaleik í úrslitum Domino’s-deildarinnar í Schenker-höllinni í gærkvöldi. Þetta er í fjórða skipti sem Haukar verða Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna, en liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2009. Allir leikmenn Hauka fyrir utan Helenu, sem varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007, voru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki. Haukar eru þar af leiðandi handhafar tveggja af þremur stóru titlunum sem í boði eru í körfubolta kvenna, en liðið varð einnig deildarmeistari á yfirstandandi leiktíð. Mikil breyting varð á gengi Hauka á milli ára, en liðið var í fallbaráttu á síðustu leiktíð. Haukar léku án Helenu á síðasta keppnistímabili, en hún eignaðist barn í fyrravor. Leikmenn Hauka fengu dýrmæta reynslu þegar þeir fengu aukna ábyrgð á sínar herðar í fjarveru Helenu. Mikil liðsheild einkennir lið Hauka þar sem Helena fer fyrir sínu liði. Jafnt var á öllum tölum í leik liðanna í gær allt fram í upphaf þriðja leikhluta, en þá skoruðu Haukar 14 stig í röð og komust 12 stigum yfir. Valskonur voru hins vegar ekki af baki dottnar og komu sér aftur inn í leikinn með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta. Haukar fengu fínt framlag frá mörgum leikmönnum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði til að mynda þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili í upphafi þriðja leikhluta. Þá sneri Dýrfinna Arnardóttir til baka eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla í rúma tvo mánuði. Dýrfinna kom inn með miklum krafti bæði í vörn og sókn. Haukar höfðu þriggja stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Haukar með Helenu í broddi fylkingar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og fóru að lokum með fjögurra stiga sigur af hólmi. Helena var að leik loknum valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari eftir ansi langa bið. Það er svo langt síðan ég varð Íslandsmeistari síðast að ég var búin að gleyma því hvernig tilfinningin er. Það er hins vegar öðruvísi núna að ég er elst í liðinu og er búin að þjálfa flesta leikmenn liðsins. Ég er ofboðslega stolt af liðinu og mér finnst félagið eiga þetta skilið eftir mikla vinnu sem lögð hefur verið í liðið,“ sagði Helena sem var stigahæsti leikmaður Hauka með 21 stig í leiknum í gær. Til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn var Helena í þeim sérstöku sporum að þurfa að leggja systur sína, Guðbjörgu, að velli. Helena viðurkenndi að það væri súrsæt tilfinning að þurfa að ryðja systur sinni úr vegi til þess að ná markmiði sínu. „Það er vissulega blendnar tilfinningar sem bærast með mér þegar ég sé að Guðbjörg þarf að sætta sig við að tapa. Við erum bestu vinkonur og viljum hvor annarri allt hið besta. Þrátt fyrir að hafa tapað finnst mér Guðbjörg hafa spilað einkar vel síðustu vikur sem og Valsliðið allt. Mig langar að hrósa Guðbjörgu og liðsfélögum hennar fyrir glæsilega spilamennsku í einvíginu,“ sagði Helena um systraslaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti