Göngugötur allt árið Pawel Bartoszek skrifar 1. maí 2018 07:00 Árið 1931 var Laugavegurinn gerður að einstefnu í vesturátt og samtímis varð Hverfisgata að einstefnu í austurátt. Þetta var fullkomlega rökrétt í vinstri umferð og fyrirkomulagið hélst óbreytt þegar skipt var yfir í hægri umferð fyrir um hálfri öld. Þetta veldur því reyndar að umferðin í kringum Hlemm er enn dálítið ankannaleg, enda í raun blanda af hægri- og vinstri umferð. Rekstur verslana sem gripu fólk á leið í bæinn reyndist ganga betur en rekstur verslana sem blöstu við fólki á leið úr honum og því varð Laugavegurinn blómlegri verslunargata en Hverfisgatan, þrátt fyrir að Hverfisgatan ætti í raun að hafa betri burði til þess að bera gott götulíf, hún er jafnan bjartari og liggur í minni halla en Laugavegurinn. Hverfisgatan hefur batnað mikið frá því að hún var tvíbreið einstefnu-hraðbraut á seinustu öld. Ég gríp mig í því að fara nú oft Hverfisgötuna frekar en Laugarveginn þegar ég geng eða hjóla niður í bæ. Ég er ekki einn. En þar sem Hverfisgatan er ekki lengur einstefna er ekki lengur þörf fyrir að hafa umferð niður Laugaveginn. Laugavegurinn ætti einfaldlega að vera eins og Strikið í Kaupmannahöfn: göngugata allt árið. Við höfum ekki margar götur á Íslandi sem geta auðveldlega búið til þetta andrúmsloft, en Laugavegurinn er ein þeirra. Við eigum að opna Laugaveginn fyrir gangandi fólki, allt árið um kring.Höfundur skipar 2. sæti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Pawel Bartoszek Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Árið 1931 var Laugavegurinn gerður að einstefnu í vesturátt og samtímis varð Hverfisgata að einstefnu í austurátt. Þetta var fullkomlega rökrétt í vinstri umferð og fyrirkomulagið hélst óbreytt þegar skipt var yfir í hægri umferð fyrir um hálfri öld. Þetta veldur því reyndar að umferðin í kringum Hlemm er enn dálítið ankannaleg, enda í raun blanda af hægri- og vinstri umferð. Rekstur verslana sem gripu fólk á leið í bæinn reyndist ganga betur en rekstur verslana sem blöstu við fólki á leið úr honum og því varð Laugavegurinn blómlegri verslunargata en Hverfisgatan, þrátt fyrir að Hverfisgatan ætti í raun að hafa betri burði til þess að bera gott götulíf, hún er jafnan bjartari og liggur í minni halla en Laugavegurinn. Hverfisgatan hefur batnað mikið frá því að hún var tvíbreið einstefnu-hraðbraut á seinustu öld. Ég gríp mig í því að fara nú oft Hverfisgötuna frekar en Laugarveginn þegar ég geng eða hjóla niður í bæ. Ég er ekki einn. En þar sem Hverfisgatan er ekki lengur einstefna er ekki lengur þörf fyrir að hafa umferð niður Laugaveginn. Laugavegurinn ætti einfaldlega að vera eins og Strikið í Kaupmannahöfn: göngugata allt árið. Við höfum ekki margar götur á Íslandi sem geta auðveldlega búið til þetta andrúmsloft, en Laugavegurinn er ein þeirra. Við eigum að opna Laugaveginn fyrir gangandi fólki, allt árið um kring.Höfundur skipar 2. sæti Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar