Lykilatriði sé að breyta viðhorfum foreldranna Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. maí 2018 07:15 "Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi,“ sagði Þorbjörn Guðmundsson í aðsendri grein. Fréttablaðið/Vilhelm Breyta þarf námi grunnskólanna og viðhorfi foreldra til þess að hægt sé að efla iðnnám hér á landi, að mati Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem hann gerir grein fyrir mikilli fækkun á útskrifuðum iðnnemum síðustu tíu ár. „Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka,“ skrifar Þorbjörn.Guðrún Hafsteinsdóttir segir Samtök iðnaðarins vinna stöðugt að eflingu iðnnáms. Samtökin séu með tvo starfsmenn á launum sem séu í samskiptum við grunnskólana, samtökin séu meðeigendur í Tækniskólanum og Háskólanum í Reykjavík, haldi úti vefsíðunni Nema hvað? og sendi öllum börnum á Íslandi í 9. og 10. bekk fræðsluefni um fjölbreyttar iðngreinar. Þá hafi verið gerð upplýsinga- og fræðslumyndbönd fyrir unglinga. „Við höfum rætt það svolítið innan samtakanna að við hefðum kannski þurft að beina sjónum okkar meira að foreldrum heldur en í beinni markaðssetningu að börnunum,“ segir Guðrún og bendir á að viðhorf foreldranna hafi áhrif á ákvarðanir barnanna. „Síðan held ég að við verðum að gera gríðarlegar breytingar í grunnskólunum, auka þar vægi iðngreina, bæði með hæfum kennurum en síðan en ekki síst að börnin okkar fái að kynnast mismunandi handverki. Með fullri virðingu fyrir þeirri handverkskennslu sem á sér stað í grunnskólunum þá held ég að ansi mörg börn séu að koma heim með brauðbretti og smjörhnífa ár eftir ár eftir ár. Það sé nánast öll kennslan. En það eru ekki margir grunnskólar að sýna þeim inn í heim rafmagnsins, múrverksins, flísalagna og ég gæti haldið endalaust svoleiðis áfram,“ segir Guðrún. Guðrún segir að Íslendingar hafi sem þjóð leyft sér að tala niður til iðnaðarins og til iðnnemanna. „Að það sé fólk sem var skussar í námi eða að þeir hafi farið í iðngreinar vegna þess að þeir gátu ekki annað. Þetta er algjör misskilningur og við þurfum á mjög hæfu handverksfólki að halda þannig að þeir sem eru að byggja hús og leysa úrlausnarefni tengd því þurfa að vera mjög klárir einstaklingar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Breyta þarf námi grunnskólanna og viðhorfi foreldra til þess að hægt sé að efla iðnnám hér á landi, að mati Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem hann gerir grein fyrir mikilli fækkun á útskrifuðum iðnnemum síðustu tíu ár. „Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka,“ skrifar Þorbjörn.Guðrún Hafsteinsdóttir segir Samtök iðnaðarins vinna stöðugt að eflingu iðnnáms. Samtökin séu með tvo starfsmenn á launum sem séu í samskiptum við grunnskólana, samtökin séu meðeigendur í Tækniskólanum og Háskólanum í Reykjavík, haldi úti vefsíðunni Nema hvað? og sendi öllum börnum á Íslandi í 9. og 10. bekk fræðsluefni um fjölbreyttar iðngreinar. Þá hafi verið gerð upplýsinga- og fræðslumyndbönd fyrir unglinga. „Við höfum rætt það svolítið innan samtakanna að við hefðum kannski þurft að beina sjónum okkar meira að foreldrum heldur en í beinni markaðssetningu að börnunum,“ segir Guðrún og bendir á að viðhorf foreldranna hafi áhrif á ákvarðanir barnanna. „Síðan held ég að við verðum að gera gríðarlegar breytingar í grunnskólunum, auka þar vægi iðngreina, bæði með hæfum kennurum en síðan en ekki síst að börnin okkar fái að kynnast mismunandi handverki. Með fullri virðingu fyrir þeirri handverkskennslu sem á sér stað í grunnskólunum þá held ég að ansi mörg börn séu að koma heim með brauðbretti og smjörhnífa ár eftir ár eftir ár. Það sé nánast öll kennslan. En það eru ekki margir grunnskólar að sýna þeim inn í heim rafmagnsins, múrverksins, flísalagna og ég gæti haldið endalaust svoleiðis áfram,“ segir Guðrún. Guðrún segir að Íslendingar hafi sem þjóð leyft sér að tala niður til iðnaðarins og til iðnnemanna. „Að það sé fólk sem var skussar í námi eða að þeir hafi farið í iðngreinar vegna þess að þeir gátu ekki annað. Þetta er algjör misskilningur og við þurfum á mjög hæfu handverksfólki að halda þannig að þeir sem eru að byggja hús og leysa úrlausnarefni tengd því þurfa að vera mjög klárir einstaklingar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent