Lykilatriði sé að breyta viðhorfum foreldranna Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. maí 2018 07:15 "Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi,“ sagði Þorbjörn Guðmundsson í aðsendri grein. Fréttablaðið/Vilhelm Breyta þarf námi grunnskólanna og viðhorfi foreldra til þess að hægt sé að efla iðnnám hér á landi, að mati Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem hann gerir grein fyrir mikilli fækkun á útskrifuðum iðnnemum síðustu tíu ár. „Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka,“ skrifar Þorbjörn.Guðrún Hafsteinsdóttir segir Samtök iðnaðarins vinna stöðugt að eflingu iðnnáms. Samtökin séu með tvo starfsmenn á launum sem séu í samskiptum við grunnskólana, samtökin séu meðeigendur í Tækniskólanum og Háskólanum í Reykjavík, haldi úti vefsíðunni Nema hvað? og sendi öllum börnum á Íslandi í 9. og 10. bekk fræðsluefni um fjölbreyttar iðngreinar. Þá hafi verið gerð upplýsinga- og fræðslumyndbönd fyrir unglinga. „Við höfum rætt það svolítið innan samtakanna að við hefðum kannski þurft að beina sjónum okkar meira að foreldrum heldur en í beinni markaðssetningu að börnunum,“ segir Guðrún og bendir á að viðhorf foreldranna hafi áhrif á ákvarðanir barnanna. „Síðan held ég að við verðum að gera gríðarlegar breytingar í grunnskólunum, auka þar vægi iðngreina, bæði með hæfum kennurum en síðan en ekki síst að börnin okkar fái að kynnast mismunandi handverki. Með fullri virðingu fyrir þeirri handverkskennslu sem á sér stað í grunnskólunum þá held ég að ansi mörg börn séu að koma heim með brauðbretti og smjörhnífa ár eftir ár eftir ár. Það sé nánast öll kennslan. En það eru ekki margir grunnskólar að sýna þeim inn í heim rafmagnsins, múrverksins, flísalagna og ég gæti haldið endalaust svoleiðis áfram,“ segir Guðrún. Guðrún segir að Íslendingar hafi sem þjóð leyft sér að tala niður til iðnaðarins og til iðnnemanna. „Að það sé fólk sem var skussar í námi eða að þeir hafi farið í iðngreinar vegna þess að þeir gátu ekki annað. Þetta er algjör misskilningur og við þurfum á mjög hæfu handverksfólki að halda þannig að þeir sem eru að byggja hús og leysa úrlausnarefni tengd því þurfa að vera mjög klárir einstaklingar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Breyta þarf námi grunnskólanna og viðhorfi foreldra til þess að hægt sé að efla iðnnám hér á landi, að mati Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni þar sem hann gerir grein fyrir mikilli fækkun á útskrifuðum iðnnemum síðustu tíu ár. „Iðan fræðslusetur heldur utan um skráningu á fjölda sveinsprófa í 36 iðngreinum. Tölurnar sýna að árið 2008 lauk 681 einstaklingur sveinsprófi. Árið 2016 var þessi tala komin niður í 448. Það er 35% fækkun. Í mannvirkjagerð er ástandið hroðalegt. Árið 2008 luku 293 einstaklingar sveinsprófi í húsasmíði. Árið 2016 luku 92 slíku prófi. Þetta er fækkun um hartnær 70%. Málurum, múrurum og pípurum fækkar líka,“ skrifar Þorbjörn.Guðrún Hafsteinsdóttir segir Samtök iðnaðarins vinna stöðugt að eflingu iðnnáms. Samtökin séu með tvo starfsmenn á launum sem séu í samskiptum við grunnskólana, samtökin séu meðeigendur í Tækniskólanum og Háskólanum í Reykjavík, haldi úti vefsíðunni Nema hvað? og sendi öllum börnum á Íslandi í 9. og 10. bekk fræðsluefni um fjölbreyttar iðngreinar. Þá hafi verið gerð upplýsinga- og fræðslumyndbönd fyrir unglinga. „Við höfum rætt það svolítið innan samtakanna að við hefðum kannski þurft að beina sjónum okkar meira að foreldrum heldur en í beinni markaðssetningu að börnunum,“ segir Guðrún og bendir á að viðhorf foreldranna hafi áhrif á ákvarðanir barnanna. „Síðan held ég að við verðum að gera gríðarlegar breytingar í grunnskólunum, auka þar vægi iðngreina, bæði með hæfum kennurum en síðan en ekki síst að börnin okkar fái að kynnast mismunandi handverki. Með fullri virðingu fyrir þeirri handverkskennslu sem á sér stað í grunnskólunum þá held ég að ansi mörg börn séu að koma heim með brauðbretti og smjörhnífa ár eftir ár eftir ár. Það sé nánast öll kennslan. En það eru ekki margir grunnskólar að sýna þeim inn í heim rafmagnsins, múrverksins, flísalagna og ég gæti haldið endalaust svoleiðis áfram,“ segir Guðrún. Guðrún segir að Íslendingar hafi sem þjóð leyft sér að tala niður til iðnaðarins og til iðnnemanna. „Að það sé fólk sem var skussar í námi eða að þeir hafi farið í iðngreinar vegna þess að þeir gátu ekki annað. Þetta er algjör misskilningur og við þurfum á mjög hæfu handverksfólki að halda þannig að þeir sem eru að byggja hús og leysa úrlausnarefni tengd því þurfa að vera mjög klárir einstaklingar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira