Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn gleymdust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 14:16 Sveinbjörg býður fram fyrir Borgina okkar - Reykjavík. Hún er óháður borgarfulltrúi í dag en var áður í Framsóknarflokknum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir um mannleg mistök að ræða, biðst afsökunar og segir að gripið hafi verið til aðgerða til að leiðreitta könnunina. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, segist hafa fengið veður af því í dag að í könnun Félagsvísindastofnunar um hvaða flokk borgarbúar hygðust kjósa væru aðeins fjórtán valmöguleikar. Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn væru hvergi sjáanleg.Hvert er háskólasamfélagið komið? „Mér finnst þetta vera ábyrgðarhlutverk,“ segir Sveinbjörg Birna. Félagsvísindastofnun hefur unnið kannanir fyrir Morgunblaðið í lengri tíma og ein þeirra stóru kannana sem horft er til í aðdraganda kosninga. Sveinbjörgu finnst ótrúlegt að framboð hafi gleymst. „Grunnskólakrakkar vita meira að segja að það eru fullt af framboðum í gangi,“ segir Sveinbjörg en þetta er í annað skipti sem flokkurinn gleymist að hennar sögn. Í fyrra skiptið hafi könnun Gallup fyrir 5. maí ekki boðið upp á valmöguleikann Borgin okkar Reykjavík en hún hafi haft skilning á því. Framboðsfrestur var ekki runninn út og nýbúið að tilkynna framboðið. „En núna! Það eru átta dagar til kosninga og verið mikil umræða um fjölda framboða,“ segir Sveinbjörg. Þetta skipti miklu máli fyrir flokkana sem rói lífróður í aðdraganda kosninga. „Við vitum hversu skoðanamyndandi kannanir eru,“ segir Sveinbjörg. Hún sé í fyrsta skipti orðin pínu reið. Hún bendir á að föstudagskvöldið 25. maí verði kappræður oddvita í Reykjavík hjá Stöð 2. Þeim sem eiga raunhæfan möguleika á að ná mönnum í borgarstjórn, miðað við nýjustu skoðanakannanir, verður boðið í þáttinn. Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, segir mjög leiðinlegt að flokkarnir tveir hafi gleymst. Um mannleg mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi afritað spurningu frá því í síðustu könnun sem framkvæmd var áður en Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn tilkynntu framboð sín. Hafsteinn útskýrir að um sé að ræða netkönnun þar sem tölvupóstur sé sendur út. Í póstinum, sem sendur var út í gær, hafi verið fjórtán framboð en auk þess geti notendur skrifað flokkinn sjálfir. Þegar mistökin hafi uppgötvast eftir símtal frá lögmanni Borgarinnar okkar Reykjavík í morgun hafi var brugðist strax við með því að senda nýjan póst út á alla notendur. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hafseinn. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00 Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46 Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Lögmaður Borgarinnar okkar Reykjavík vakti athygli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á því í dag að í skoðanakönnun fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fyrir Morgunblaðið vantaði tvo flokka af þeim sextán sem bjóða fram. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir um mannleg mistök að ræða, biðst afsökunar og segir að gripið hafi verið til aðgerða til að leiðreitta könnunina. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, segist hafa fengið veður af því í dag að í könnun Félagsvísindastofnunar um hvaða flokk borgarbúar hygðust kjósa væru aðeins fjórtán valmöguleikar. Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn væru hvergi sjáanleg.Hvert er háskólasamfélagið komið? „Mér finnst þetta vera ábyrgðarhlutverk,“ segir Sveinbjörg Birna. Félagsvísindastofnun hefur unnið kannanir fyrir Morgunblaðið í lengri tíma og ein þeirra stóru kannana sem horft er til í aðdraganda kosninga. Sveinbjörgu finnst ótrúlegt að framboð hafi gleymst. „Grunnskólakrakkar vita meira að segja að það eru fullt af framboðum í gangi,“ segir Sveinbjörg en þetta er í annað skipti sem flokkurinn gleymist að hennar sögn. Í fyrra skiptið hafi könnun Gallup fyrir 5. maí ekki boðið upp á valmöguleikann Borgin okkar Reykjavík en hún hafi haft skilning á því. Framboðsfrestur var ekki runninn út og nýbúið að tilkynna framboðið. „En núna! Það eru átta dagar til kosninga og verið mikil umræða um fjölda framboða,“ segir Sveinbjörg. Þetta skipti miklu máli fyrir flokkana sem rói lífróður í aðdraganda kosninga. „Við vitum hversu skoðanamyndandi kannanir eru,“ segir Sveinbjörg. Hún sé í fyrsta skipti orðin pínu reið. Hún bendir á að föstudagskvöldið 25. maí verði kappræður oddvita í Reykjavík hjá Stöð 2. Þeim sem eiga raunhæfan möguleika á að ná mönnum í borgarstjórn, miðað við nýjustu skoðanakannanir, verður boðið í þáttinn. Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, segir mjög leiðinlegt að flokkarnir tveir hafi gleymst. Um mannleg mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi afritað spurningu frá því í síðustu könnun sem framkvæmd var áður en Borgin okkar Reykjavík og Karlalistinn tilkynntu framboð sín. Hafsteinn útskýrir að um sé að ræða netkönnun þar sem tölvupóstur sé sendur út. Í póstinum, sem sendur var út í gær, hafi verið fjórtán framboð en auk þess geti notendur skrifað flokkinn sjálfir. Þegar mistökin hafi uppgötvast eftir símtal frá lögmanni Borgarinnar okkar Reykjavík í morgun hafi var brugðist strax við með því að senda nýjan póst út á alla notendur. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Hafseinn.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00 Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46 Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 16. maí 2018 15:00
Sveinbjörg Birna vill afturkalla lóðina undir mosku múslima Segir meirihlutann hafa stundað hentistefnurök við úthlutunina á sínum tíma. Það hafi komið í ljós á dögunum. 14. maí 2018 14:46
Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. 17. maí 2018 13:00