Mygla og mölflugur Marta Guðjónsdóttir skrifar 16. maí 2018 20:03 Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar og hámarksskattheimtu halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Skuldirnar hafa hækkað milli ára um 15 milljarða og eru nú komnar upp í 99 milljarða. Í stað þess að takast á við vandann á einum mesta góðæristíma Íslandssögunnar neitar meirihlutinn að horfast í augu við fjárhagsvandann og skuldsetur borgina enn meira. Á sama tíma og tekjur borgarinnar hafa aukist er þjónustan í molum, t.d. hvað leikskóla og grunnskóla varðar. Í staðinn fyrir að bretta upp ermar og endurskipuleggja reksturinn, hefur verið forgangsraðað í hvert gæluverkefnið á fætur öðru á kostnað grunnþjónustunnar. Borgarbúar hafa mátt þola mikla þjónustuskerðingu á ýmsum sviðum. Þetta kemur auðvitað niður á daglegu lífi íbúa eins og sjá má á manneklunni í leikskólunum. Þessi vandi birtist í því að fleiri hundruð börn voru send heim í vetur á miðjum degi. Þá þurftu sum börn jafnframt að vera heima nokkra daga í mánuði. Þessi mál verða ekki leyst nema laun þeirra lægstlaunuðu á leikskólunum verði hækkuð og starfsaðstæður leikskólanna bættar. Þessi vandi er svo sem ekki nýr af nálinni, því haustið 2016 stefndi í mikla manneklu án þess að brugðist væri við ástandinu og álaginu var velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir voru. Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður og enn er ekki hægt að nýta öll þau lausu pláss sem eru á leikskólunum. Boð um leikskólarými með fyrirvara Nú eru 179 laus leikskólarými sem ekki er hægt að nýta og nú fá foreldrar boð um pláss í haust með fyrirvara um að hægt sé að manna leikskólana. Þá hafa bæði leikskólar og skólar mátt þola langvarandi viðhaldsleysi. Sums staðar er húsnæðið heilsuspillandi eins og kom í ljós sl. sumar í Kvistaborg þegar upp kom mygla og mölflugur flugu um allt hús með þeim afleiðingum að starfsmaður veiktist og neyddist til að hætta þar störfum. Það er ekki boðlegt að við bjóðum leikskólabörnum og starfsmönnum upp á heilsuspillandi húsnæði. Sömuleiðis er það lágmarkskrafa að leiksvæðum barna á skólalóðum sé haldið við og þær ekki látnar drabbast niður eða að slæmt viðhald leiktækja bitni á öryggi barnanna. Biðlistarnir hafa ekki bara verið að lengjast í leikskólunum heldur einnig eftir skóla- og sérfræðiþjónustu en um áramótin var 441 eitt barn á biðlista eftir sérfræðiþjónustu. Þannig má sjá að víða er pottur brotinn í rekstrinum og löngu er kominn tími á að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu. Það geta ekki talist ábyrg stjórnvöld sem taka lúxusverkefni fram yfir nauðsynlega þjónustu og sópa vandanum undir teppi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar og hámarksskattheimtu halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Skuldirnar hafa hækkað milli ára um 15 milljarða og eru nú komnar upp í 99 milljarða. Í stað þess að takast á við vandann á einum mesta góðæristíma Íslandssögunnar neitar meirihlutinn að horfast í augu við fjárhagsvandann og skuldsetur borgina enn meira. Á sama tíma og tekjur borgarinnar hafa aukist er þjónustan í molum, t.d. hvað leikskóla og grunnskóla varðar. Í staðinn fyrir að bretta upp ermar og endurskipuleggja reksturinn, hefur verið forgangsraðað í hvert gæluverkefnið á fætur öðru á kostnað grunnþjónustunnar. Borgarbúar hafa mátt þola mikla þjónustuskerðingu á ýmsum sviðum. Þetta kemur auðvitað niður á daglegu lífi íbúa eins og sjá má á manneklunni í leikskólunum. Þessi vandi birtist í því að fleiri hundruð börn voru send heim í vetur á miðjum degi. Þá þurftu sum börn jafnframt að vera heima nokkra daga í mánuði. Þessi mál verða ekki leyst nema laun þeirra lægstlaunuðu á leikskólunum verði hækkuð og starfsaðstæður leikskólanna bættar. Þessi vandi er svo sem ekki nýr af nálinni, því haustið 2016 stefndi í mikla manneklu án þess að brugðist væri við ástandinu og álaginu var velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir voru. Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður og enn er ekki hægt að nýta öll þau lausu pláss sem eru á leikskólunum. Boð um leikskólarými með fyrirvara Nú eru 179 laus leikskólarými sem ekki er hægt að nýta og nú fá foreldrar boð um pláss í haust með fyrirvara um að hægt sé að manna leikskólana. Þá hafa bæði leikskólar og skólar mátt þola langvarandi viðhaldsleysi. Sums staðar er húsnæðið heilsuspillandi eins og kom í ljós sl. sumar í Kvistaborg þegar upp kom mygla og mölflugur flugu um allt hús með þeim afleiðingum að starfsmaður veiktist og neyddist til að hætta þar störfum. Það er ekki boðlegt að við bjóðum leikskólabörnum og starfsmönnum upp á heilsuspillandi húsnæði. Sömuleiðis er það lágmarkskrafa að leiksvæðum barna á skólalóðum sé haldið við og þær ekki látnar drabbast niður eða að slæmt viðhald leiktækja bitni á öryggi barnanna. Biðlistarnir hafa ekki bara verið að lengjast í leikskólunum heldur einnig eftir skóla- og sérfræðiþjónustu en um áramótin var 441 eitt barn á biðlista eftir sérfræðiþjónustu. Þannig má sjá að víða er pottur brotinn í rekstrinum og löngu er kominn tími á að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu. Það geta ekki talist ábyrg stjórnvöld sem taka lúxusverkefni fram yfir nauðsynlega þjónustu og sópa vandanum undir teppi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar