Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 10:54 Sigur Rós sést hér á tónleikum í maí í fyrra í Alabama í Bandaríkjunum. vísir/getty Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur er um þrjú aðskilin mál að ræða en Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna, vildi ekki tjá sig um hvað felst í stefnunni þegar eftir því var leitað. Málin verða þingfest á föstudaginn í næstu viku. Georg Holm, sem er bassaleikari Sigur Rósar, vildi heldur ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum að öðru leyti en því að það tengdist skattamáli hljómsveitarmeðlima sem kom upp fyrr í vetur. Tollstjóri gerði þá kröfu í desember síðastliðnum að eignir meðlima Sigur Rósar yrðu kyrrsettar. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst á þá kröfu en um var að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna. Þegar Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu hafði það eftir heimildum að kyrrsetningin tengdist meinum skattalagabrotum sem skattrannsóknarstjóri hefði til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag vegna málsins sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Segir fátt um mál Sigur Rósar Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi segist hafa veitt aðstoð við reiknings- og framtalsskil hljómsveitarmeðlima á Íslandi. 21. mars 2018 06:00 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur er um þrjú aðskilin mál að ræða en Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna, vildi ekki tjá sig um hvað felst í stefnunni þegar eftir því var leitað. Málin verða þingfest á föstudaginn í næstu viku. Georg Holm, sem er bassaleikari Sigur Rósar, vildi heldur ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum að öðru leyti en því að það tengdist skattamáli hljómsveitarmeðlima sem kom upp fyrr í vetur. Tollstjóri gerði þá kröfu í desember síðastliðnum að eignir meðlima Sigur Rósar yrðu kyrrsettar. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst á þá kröfu en um var að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna. Þegar Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu hafði það eftir heimildum að kyrrsetningin tengdist meinum skattalagabrotum sem skattrannsóknarstjóri hefði til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag vegna málsins sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar.
Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Segir fátt um mál Sigur Rósar Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi segist hafa veitt aðstoð við reiknings- og framtalsskil hljómsveitarmeðlima á Íslandi. 21. mars 2018 06:00 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45
Segir fátt um mál Sigur Rósar Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi segist hafa veitt aðstoð við reiknings- og framtalsskil hljómsveitarmeðlima á Íslandi. 21. mars 2018 06:00
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00