„Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 18:24 Frá Grundarfirði. vísir/vilhelm Jósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa í Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. Jósef furðar sig enn fremur á því af hverju hægt var að bjóða upp á utankjörfundarkosningar fyrir alþingiskosningar í fyrra en ekki nú.Greint var frá því í dag að íbúar á Grundarfirði væru afar ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði mótmæltu þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans í mótmælaskyni.Jósef Ó. Kjartansson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði.Mynd/XD GrundarfjörðurJósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, segir í samtali við Vísi að óánægjan byggist að miklu leyti á áhyggjum af dvínandi kjörsókn. „Það er náttúrulega verið að gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með þessu,“ segir Jósef. Jósef segir sýslumanninn á Vesturlandi ábyrgan fyrir því að bjóða upp á kosningu utan kjörfundar. Þau svör fáist jafnframt frá sýslumanni að hann sé ekki skyldugur til að veita þessa þjónustu í Grundarfirði og segir Jósef ástandið þannig samkvæmt lögum og reglum. Það breyti því ekki að íbúar séu langþreyttir á stöðunni, þ.e. að þurfa að keyra dágóðan spöl til að kjósa utan kjörfundar, og margir séu í enn verri stöðu en Grundfirðingar. „Ég veit samt að það eru margir sem þurfa að fara mikið lengra, svo það eru aðrir sem mega gráta hærra en við.“ Hann segist einnig meðvitaður um að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði vissulega átt að beita sér fyrr í málinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar í Grundarfirði standa í þessari baráttu, til að mynda fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Svo finnst okkur þetta líka svolítið bjánalegt vegna þess að fyrir seinustu alþingiskosningar þá var þetta fyrst ekki hægt. Þá var skrifað bréf í ráðuneytið og þá var allt í einu hægt að kippa öllu í liðinn, sýslumaðurinn var skikkaður til að opna útibú og ekkert mál, en svo þegar þetta eru „local“ kosningar sem skipta þá sem ráða kannski minna máli, þá ræður sýslumaðurinn þessu sjálfur og málið dautt.“ Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson sýslumann við vinnslu þessarar fréttar. Grundarfjörður Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Jósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa í Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. Jósef furðar sig enn fremur á því af hverju hægt var að bjóða upp á utankjörfundarkosningar fyrir alþingiskosningar í fyrra en ekki nú.Greint var frá því í dag að íbúar á Grundarfirði væru afar ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði mótmæltu þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans í mótmælaskyni.Jósef Ó. Kjartansson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði.Mynd/XD GrundarfjörðurJósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, segir í samtali við Vísi að óánægjan byggist að miklu leyti á áhyggjum af dvínandi kjörsókn. „Það er náttúrulega verið að gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með þessu,“ segir Jósef. Jósef segir sýslumanninn á Vesturlandi ábyrgan fyrir því að bjóða upp á kosningu utan kjörfundar. Þau svör fáist jafnframt frá sýslumanni að hann sé ekki skyldugur til að veita þessa þjónustu í Grundarfirði og segir Jósef ástandið þannig samkvæmt lögum og reglum. Það breyti því ekki að íbúar séu langþreyttir á stöðunni, þ.e. að þurfa að keyra dágóðan spöl til að kjósa utan kjörfundar, og margir séu í enn verri stöðu en Grundfirðingar. „Ég veit samt að það eru margir sem þurfa að fara mikið lengra, svo það eru aðrir sem mega gráta hærra en við.“ Hann segist einnig meðvitaður um að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði vissulega átt að beita sér fyrr í málinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar í Grundarfirði standa í þessari baráttu, til að mynda fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Svo finnst okkur þetta líka svolítið bjánalegt vegna þess að fyrir seinustu alþingiskosningar þá var þetta fyrst ekki hægt. Þá var skrifað bréf í ráðuneytið og þá var allt í einu hægt að kippa öllu í liðinn, sýslumaðurinn var skikkaður til að opna útibú og ekkert mál, en svo þegar þetta eru „local“ kosningar sem skipta þá sem ráða kannski minna máli, þá ræður sýslumaðurinn þessu sjálfur og málið dautt.“ Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson sýslumann við vinnslu þessarar fréttar.
Grundarfjörður Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00