Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2018 15:03 Skrípal er sagður hafa veitt erlendum ríkjum innsýn í störf rússnesku leyniþjónustunnar síðustu árin. Vísir/AFP Rússneski fyrrverandi njósnarinn Sergei Skrípal hafði veitt fulltrúum erlendra ríkisstjórna upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna síðustu árin áður en eitrað var fyrir honum á Bretlandi í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að baki morðtilræðinu.New York Times greinir frá því að Skrípal hafi ferðast víða eftir að hann kom til Bretlands árið 2010. Hann hafði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var dæmdur fyrir gagnnjósnir í þágu Breta og fangelsaður. Skrípal fékk óvænt að fara til Bretlands í fangaskiptum fyrir átta árum. Á fundum með leyniþjónustumönnum landa eins og Tékklands og Eistlands á Skrípal að hafa veitt upplýsingar um störf rússnesku leyniþjónustunnar. Bandaríska blaðið hefur þetta eftir evrópskum leyniþjónustumönnum. Leiðir blaðið að því líkum að þessir fundir hafi getað gert Skrípal að skotmarki rússneskra stjórnvalda. Skrípal og dóttur hans Júlíu var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Bretlandi 4. mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa Rússar neitað harðlega. Andrew Parker, forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5, sakaði stjórnvöld í Kreml um „grímulausar lygar“ og „glæpsamlegan óþokkaskap“ á fundi með starfsbræðrum sínum í Þýskalandi í dag. Ekki er ljóst hvort að rússneska leyniþjónustan hafi vitað af leynilegum fundum Skrípal með evrópskum leyniþjónustumönnum síðustu árin. Vitað er að Rússar fylgdust með Skrípal-feðginunum. Þeir brutust meðal annars inn í tölvupóst Júlíu árið 2013. Bretland Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Rússneski fyrrverandi njósnarinn Sergei Skrípal hafði veitt fulltrúum erlendra ríkisstjórna upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna síðustu árin áður en eitrað var fyrir honum á Bretlandi í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að baki morðtilræðinu.New York Times greinir frá því að Skrípal hafi ferðast víða eftir að hann kom til Bretlands árið 2010. Hann hafði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var dæmdur fyrir gagnnjósnir í þágu Breta og fangelsaður. Skrípal fékk óvænt að fara til Bretlands í fangaskiptum fyrir átta árum. Á fundum með leyniþjónustumönnum landa eins og Tékklands og Eistlands á Skrípal að hafa veitt upplýsingar um störf rússnesku leyniþjónustunnar. Bandaríska blaðið hefur þetta eftir evrópskum leyniþjónustumönnum. Leiðir blaðið að því líkum að þessir fundir hafi getað gert Skrípal að skotmarki rússneskra stjórnvalda. Skrípal og dóttur hans Júlíu var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Bretlandi 4. mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa Rússar neitað harðlega. Andrew Parker, forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5, sakaði stjórnvöld í Kreml um „grímulausar lygar“ og „glæpsamlegan óþokkaskap“ á fundi með starfsbræðrum sínum í Þýskalandi í dag. Ekki er ljóst hvort að rússneska leyniþjónustan hafi vitað af leynilegum fundum Skrípal með evrópskum leyniþjónustumönnum síðustu árin. Vitað er að Rússar fylgdust með Skrípal-feðginunum. Þeir brutust meðal annars inn í tölvupóst Júlíu árið 2013.
Bretland Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46
Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00