Íslenska kraftlyftingavorið Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. maí 2018 07:30 Kara Gautadóttir lyftir 152,5 kíló á Evrópumótinu í Plzen. Fréttablaðið/EPF Íslenskt kraftlyftingafólk var sigursælt á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Plzen í Tékklandi í síðustu viku en íslenska afreksfólkið kom heim með níu verðlaunapeninga, þar af sex gullverðlaun. Íslenska sveitin var skipuð sjö manns en þrjár stelpur kepptu og fjórir strákar. Hópurinn setti sér háleit markmið í bland við áætlanir um að yngri keppendur fengju reynslu af því að keppa á stóra sviðinu. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í kraftlyftingum á Íslandi undanfarin ár en Grétar Skúli Gunnarsson, þjálfari, ferðaðist með liðinu til Tékklands og var sáttur með heildarniðurstöðuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við fórum með háleit markmið, Sóley var fyrirfram með töluverða yfirburði í sínum flokki en fyrir Guðfinn, Karl og Köru var þetta frábær reynsla að máta sig á stóra sviðinu. Á þessum aldri skiptir miklu máli að fá reynslu og sjá hvað þau bestu í heiminum eru að gera og að vinna verðlaun er góð viðbót. Þetta er annað árið sem Sóley vinnur gull en það er langur vegur fram undan fyrir hana,“ sagði Grétar og hélt áfram: „Hún á í raun ekki að toppa fyrr en eftir tíu ár, um 26 ára aldurinn, rétt eins og Viktor og Júlían eiga eftir að ná toppnum. Það tekur langan tíma að verða sterkur í kraftlyftingum án þess að nota stera. Maður getur verið að bæta sig í 15-20 ár.“ Hann segir að það geti verið erfitt að fá ungt fólk í kraftlyftingar. „Það getur verið erfitt að finna ungt fólk sem hefur áhuga á að tileinka sér íþrótt eins og kraftlyftingar, það liggur ofboðslega mikil vinna að baki, það er ekki hægt að verða bara skyndilega góður. Svo er ekki mikill peningur í þessu á Íslandi. Það er erfitt að hafa atvinnu af því að vera í kraftlyftingum án þess að vera að þjálfa,“ sagði Grétar en hann segist þrátt fyrir það finna fyrir auknum áhuga. „Ég held að þetta sé mesti meðbyr sem kraftlyftingar hafa haft á Íslandi síðan Jón Páll Sigmarsson var í þessu, það er hægt að kalla þetta vor íslenskra kraftlyftinga. Það er mikil hefð á Íslandi fyrir kraftlyftingum og mikil saga. Svo er vilji hjá öllum sem æfa þetta að gera vel, standa saman og bæta okkur,“ sagði Grétar og bætti við: „Hefðin og sagan er það sem Ísland hefur, við getum ekki keppt við önnur sambönd erlendis þar sem samböndin fá meira fjármagn og betri aðstöðu en hefðin vinnur með okkur, það er menning fyrir aflraunum á Íslandi og við höfum það fram yfir samkeppnisþjóðirnar.“ Hann segir að það séu háleit markmið á Íslandi. „Við erum með frábæra krakka að æfa sem eiga eftir að ná langt og eftir nokkur ár verða innviðir og aðstaðan í bland við gæðin komin í takt við það sem þekkist erlendis. Aðstöðuleysið er kannski það helsta sem er að hrjá okkur, það vantar betri keppnisaðstöðu og aðstöðuleysið er það sem heldur mest aftur af íslensku kraftlyftingafólki.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Sjá meira
Íslenskt kraftlyftingafólk var sigursælt á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Plzen í Tékklandi í síðustu viku en íslenska afreksfólkið kom heim með níu verðlaunapeninga, þar af sex gullverðlaun. Íslenska sveitin var skipuð sjö manns en þrjár stelpur kepptu og fjórir strákar. Hópurinn setti sér háleit markmið í bland við áætlanir um að yngri keppendur fengju reynslu af því að keppa á stóra sviðinu. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í kraftlyftingum á Íslandi undanfarin ár en Grétar Skúli Gunnarsson, þjálfari, ferðaðist með liðinu til Tékklands og var sáttur með heildarniðurstöðuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við fórum með háleit markmið, Sóley var fyrirfram með töluverða yfirburði í sínum flokki en fyrir Guðfinn, Karl og Köru var þetta frábær reynsla að máta sig á stóra sviðinu. Á þessum aldri skiptir miklu máli að fá reynslu og sjá hvað þau bestu í heiminum eru að gera og að vinna verðlaun er góð viðbót. Þetta er annað árið sem Sóley vinnur gull en það er langur vegur fram undan fyrir hana,“ sagði Grétar og hélt áfram: „Hún á í raun ekki að toppa fyrr en eftir tíu ár, um 26 ára aldurinn, rétt eins og Viktor og Júlían eiga eftir að ná toppnum. Það tekur langan tíma að verða sterkur í kraftlyftingum án þess að nota stera. Maður getur verið að bæta sig í 15-20 ár.“ Hann segir að það geti verið erfitt að fá ungt fólk í kraftlyftingar. „Það getur verið erfitt að finna ungt fólk sem hefur áhuga á að tileinka sér íþrótt eins og kraftlyftingar, það liggur ofboðslega mikil vinna að baki, það er ekki hægt að verða bara skyndilega góður. Svo er ekki mikill peningur í þessu á Íslandi. Það er erfitt að hafa atvinnu af því að vera í kraftlyftingum án þess að vera að þjálfa,“ sagði Grétar en hann segist þrátt fyrir það finna fyrir auknum áhuga. „Ég held að þetta sé mesti meðbyr sem kraftlyftingar hafa haft á Íslandi síðan Jón Páll Sigmarsson var í þessu, það er hægt að kalla þetta vor íslenskra kraftlyftinga. Það er mikil hefð á Íslandi fyrir kraftlyftingum og mikil saga. Svo er vilji hjá öllum sem æfa þetta að gera vel, standa saman og bæta okkur,“ sagði Grétar og bætti við: „Hefðin og sagan er það sem Ísland hefur, við getum ekki keppt við önnur sambönd erlendis þar sem samböndin fá meira fjármagn og betri aðstöðu en hefðin vinnur með okkur, það er menning fyrir aflraunum á Íslandi og við höfum það fram yfir samkeppnisþjóðirnar.“ Hann segir að það séu háleit markmið á Íslandi. „Við erum með frábæra krakka að æfa sem eiga eftir að ná langt og eftir nokkur ár verða innviðir og aðstaðan í bland við gæðin komin í takt við það sem þekkist erlendis. Aðstöðuleysið er kannski það helsta sem er að hrjá okkur, það vantar betri keppnisaðstöðu og aðstöðuleysið er það sem heldur mest aftur af íslensku kraftlyftingafólki.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti