Forstjóri bresku leyniþjónustunnar kallar eftir nánu samstarfi til að koma í veg fyrir árásir Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2018 23:30 Forstjóri MI5 segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. Forstjóri bresku leyniþjónustunnar segir Bretland og Evrópusambandið verða að eiga gott samstarf eftir Brexit til að hindra árásir hryðjuverkamanna og veita viðnám við tilraunum Rússa við að grafa undan lýðræði í Vesturlöndum.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Bretar leitist eftir samkomulagi til að tryggja að þeir muni áfram hafa aðgang að upplýsingum sem stærstu þjóðir Evrópusambandsins búa yfir. Er vonast eftir samkomulagi í ljósi væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem hefur verið nefnd Brexit. Reuters segir Andrew Parker, forstjóra MI5, ætla að flytja ávarp á ráðstefnu sem leyniþjónusta Þýskalands heldur í Berlín á morgun. Þar muni hann greina frá því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki séu að undirbúa árásir sem Parker heldur fram að séu mun flóknari en gengur og gerist. Hann segir samstarf evrópskra leyniþjónusta ekki í líkingu við hvernig það var fyrir fimm árum. Hann segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. 36 fórust í fjórum hryðjuverkaárásum í Bretlandi í fyrra. Í mars í fyrra fórust fimm þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Westminister-brúnni í London. Árásarmaðurinn stakk síðan lögreglumann til bana fyrir utan breska þingið. Þeirri árás fylgdi sjálfsvígssprengjuárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí í fyrra þar sem 22 létu lífið. Í sama mánuði dóu átta þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Lundúnarbrúnni áður en árásarmennirnir stungu gesti á nálægum veitingastöðum og börum. Tveimur vikum síðar var sendiferðabíl ekið inn í hóp nærri mosku í London en einn fórst í þeirri árás. Reuters hefur eftir Andrew Parker að komið var í veg fyrir 12 árásir frá hryðjuverkinu við Westminister í fyrra. Sagði hann að frá árinu 2013 hefði verið komið í veg fyrir 25 árásir. Parker benti á að Rússar væru orðnir ógn við Evrópu en Bretar hafa sakað Rússa um að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Yuliu. Sakaði hann rússnesk yfirvöld um að hafa þverbrotið alþjóðalög með þessari árás en rússneskir embættismenn hafa velt upp þeim möguleika að bresk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni á Skripal-feðginin til að vekja andúð á Rússum. Brexit Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Forstjóri bresku leyniþjónustunnar segir Bretland og Evrópusambandið verða að eiga gott samstarf eftir Brexit til að hindra árásir hryðjuverkamanna og veita viðnám við tilraunum Rússa við að grafa undan lýðræði í Vesturlöndum.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Bretar leitist eftir samkomulagi til að tryggja að þeir muni áfram hafa aðgang að upplýsingum sem stærstu þjóðir Evrópusambandsins búa yfir. Er vonast eftir samkomulagi í ljósi væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem hefur verið nefnd Brexit. Reuters segir Andrew Parker, forstjóra MI5, ætla að flytja ávarp á ráðstefnu sem leyniþjónusta Þýskalands heldur í Berlín á morgun. Þar muni hann greina frá því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki séu að undirbúa árásir sem Parker heldur fram að séu mun flóknari en gengur og gerist. Hann segir samstarf evrópskra leyniþjónusta ekki í líkingu við hvernig það var fyrir fimm árum. Hann segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. 36 fórust í fjórum hryðjuverkaárásum í Bretlandi í fyrra. Í mars í fyrra fórust fimm þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Westminister-brúnni í London. Árásarmaðurinn stakk síðan lögreglumann til bana fyrir utan breska þingið. Þeirri árás fylgdi sjálfsvígssprengjuárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí í fyrra þar sem 22 létu lífið. Í sama mánuði dóu átta þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Lundúnarbrúnni áður en árásarmennirnir stungu gesti á nálægum veitingastöðum og börum. Tveimur vikum síðar var sendiferðabíl ekið inn í hóp nærri mosku í London en einn fórst í þeirri árás. Reuters hefur eftir Andrew Parker að komið var í veg fyrir 12 árásir frá hryðjuverkinu við Westminister í fyrra. Sagði hann að frá árinu 2013 hefði verið komið í veg fyrir 25 árásir. Parker benti á að Rússar væru orðnir ógn við Evrópu en Bretar hafa sakað Rússa um að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Yuliu. Sakaði hann rússnesk yfirvöld um að hafa þverbrotið alþjóðalög með þessari árás en rússneskir embættismenn hafa velt upp þeim möguleika að bresk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni á Skripal-feðginin til að vekja andúð á Rússum.
Brexit Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira