Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir skrifar 13. maí 2018 07:00 Nöturlegur veruleiki kvenna á Íslandi hefur verið afhjúpaður í fjölmörgum byltingum undanfarinna ára. Beauty tips, #konurtala, #höfumhátt og nú síðast #metoo hafa sýnt að kynbundið ofbeldi er rótgróið samfélagsmein sem er samofið öllum stofnunum samfélagsins. Kvennahreyfingin hefur einsett sér að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi fólks af öllum kynjum og óháðuppruna. Til að Reykjavík geti orðið raunverulega örugg borg þarf að takast á við ofbeldi fortíðarinnar og ofbeldi samtímans á sama tíma og við verðum að fyrirbyggja frekara ofbeldi.Fortíðin Ofbeldi fortíðar hefur gríðarleg áhrif á samfélagið í dag. Gömul sár hafa gróið misvel, þau ýfast upp meðreglubundnu millibili og hafa áhrif á starfsorku, samskipti og daglegt líf þolenda. Reykjavíkurborg verður aðstyðja enn betur við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem veita þolendum stuðning og hlúa vel að Bjarkarhlíðsvo hún fái að vaxa og dafna í samræmi við þarfir og vilja þolenda.Samtíminn Ofbeldi grasserar í samtímanum: á vinnustöðum, í skólum, heilbrigðiskerfinu og frístundum, á opinberum vettvangi og inni á heimilum, í nánum samböndum og milli algerlega ókunnugra einstaklinga. Þetta ofbeldi er afleiðing nauðgunarmenningar sem hvílir á stoðum úreltra staðalmynda um prúðar og undirgefnar konur og ákveðna, sígraða karla. Þetta ofbeldi þrífst í þögn og aðgerðarleysi og er stutt af meðvirkni með gerendum og dómhörku gagnvart þolendum. Þessu verður að breyta. Kvennahreyfingin hyggst standa fyrir almennum vitundarvakningum um ofbeldi og ofbeldismenningu í samstarfi við grasrótarsamtök, fyrirtæki og stofnanir. Markviss og regluleg fræðsla verður eðlilegur hluti af daglegum störfum alls starfsfólks borgarinnar. Verkferlar verða yfirfarnir og tryggt að gripið verði til aðgerða um leið og ofbeldi lætur á sér kræla, án þess að þolandinn þurfi að bera á því ábyrgð. Samstarf lögreglu og barnaverndar verður elft enn frekar til að tryggja fumlaus og rétt viðbrögð við heimilisofbeldi og barnavernd verður elfd til muna.Framtíðin Til að brjóta upp ofbeldismenningu samfélagsins mun Kvennahreyfingin leggja til stórelfdan Jafnréttisskóla með nægum mannafla og fjármagni til að fræða allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um kynjaðar staðalmyndir og skaðleg áhrif þeirra. Öll börn munu fá sérstök kynjafræðinámskeið með reglulegu millibili gegnum allt skólakerfið þar sem þau verða styrkt til að brjótast úr viðjum skaðlegra staðalmynda og rækta áhugamál og hæfileika óháð viðmiðum samfélagsins þar um. Unglingar fá fræðslu um virðingu í nánum samböndum og mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Þannig ætlum við að tryggja frelsi komandi kynslóða undan ofbeldismenningunni sem heftir okkur öll.Femínísk borgarstjórn getur breytt Það skiptir máli að hafa femínísta í æðstu embættum. Bjarkarhlíð er gott dæmi um það sem getur gerst þegar konur komast í stöður þar sem þær hafa vald til að breyta. Sóley og Heiða Björg í borgarstjórn, Eygló sem félagsmálaráðherra og Sigríður Björk sem lögreglustjóri tóku höndum saman og létu þennan langþráða draum rætast. Konur sem skilja og virða reynsluheim kvenna og setja velferð kvenna í forgang. Kvennahreyfingin heitir því að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja öryggi allra borgarbúa. Hún ætlar aðskapa borg þar sem fólk af öllum kynjum getur gengið um borgina á öllum tímum sólarhrings án þess að vera með lykla milli fingranna. Hún ætlar að skapa borg þar sem unglingar þekkja og virða mörk í kynferðislegum samskiptum. Hún ætlar að skapa borg þar sem fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er metið að verðleikum, hefur jöfn tækifæri og getur tekið virkan þátt í öllu því sem Reykjavík hefur uppá að bjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nöturlegur veruleiki kvenna á Íslandi hefur verið afhjúpaður í fjölmörgum byltingum undanfarinna ára. Beauty tips, #konurtala, #höfumhátt og nú síðast #metoo hafa sýnt að kynbundið ofbeldi er rótgróið samfélagsmein sem er samofið öllum stofnunum samfélagsins. Kvennahreyfingin hefur einsett sér að uppræta ofbeldi og tryggja öryggi fólks af öllum kynjum og óháðuppruna. Til að Reykjavík geti orðið raunverulega örugg borg þarf að takast á við ofbeldi fortíðarinnar og ofbeldi samtímans á sama tíma og við verðum að fyrirbyggja frekara ofbeldi.Fortíðin Ofbeldi fortíðar hefur gríðarleg áhrif á samfélagið í dag. Gömul sár hafa gróið misvel, þau ýfast upp meðreglubundnu millibili og hafa áhrif á starfsorku, samskipti og daglegt líf þolenda. Reykjavíkurborg verður aðstyðja enn betur við bakið á þeim grasrótarsamtökum sem veita þolendum stuðning og hlúa vel að Bjarkarhlíðsvo hún fái að vaxa og dafna í samræmi við þarfir og vilja þolenda.Samtíminn Ofbeldi grasserar í samtímanum: á vinnustöðum, í skólum, heilbrigðiskerfinu og frístundum, á opinberum vettvangi og inni á heimilum, í nánum samböndum og milli algerlega ókunnugra einstaklinga. Þetta ofbeldi er afleiðing nauðgunarmenningar sem hvílir á stoðum úreltra staðalmynda um prúðar og undirgefnar konur og ákveðna, sígraða karla. Þetta ofbeldi þrífst í þögn og aðgerðarleysi og er stutt af meðvirkni með gerendum og dómhörku gagnvart þolendum. Þessu verður að breyta. Kvennahreyfingin hyggst standa fyrir almennum vitundarvakningum um ofbeldi og ofbeldismenningu í samstarfi við grasrótarsamtök, fyrirtæki og stofnanir. Markviss og regluleg fræðsla verður eðlilegur hluti af daglegum störfum alls starfsfólks borgarinnar. Verkferlar verða yfirfarnir og tryggt að gripið verði til aðgerða um leið og ofbeldi lætur á sér kræla, án þess að þolandinn þurfi að bera á því ábyrgð. Samstarf lögreglu og barnaverndar verður elft enn frekar til að tryggja fumlaus og rétt viðbrögð við heimilisofbeldi og barnavernd verður elfd til muna.Framtíðin Til að brjóta upp ofbeldismenningu samfélagsins mun Kvennahreyfingin leggja til stórelfdan Jafnréttisskóla með nægum mannafla og fjármagni til að fræða allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um kynjaðar staðalmyndir og skaðleg áhrif þeirra. Öll börn munu fá sérstök kynjafræðinámskeið með reglulegu millibili gegnum allt skólakerfið þar sem þau verða styrkt til að brjótast úr viðjum skaðlegra staðalmynda og rækta áhugamál og hæfileika óháð viðmiðum samfélagsins þar um. Unglingar fá fræðslu um virðingu í nánum samböndum og mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Þannig ætlum við að tryggja frelsi komandi kynslóða undan ofbeldismenningunni sem heftir okkur öll.Femínísk borgarstjórn getur breytt Það skiptir máli að hafa femínísta í æðstu embættum. Bjarkarhlíð er gott dæmi um það sem getur gerst þegar konur komast í stöður þar sem þær hafa vald til að breyta. Sóley og Heiða Björg í borgarstjórn, Eygló sem félagsmálaráðherra og Sigríður Björk sem lögreglustjóri tóku höndum saman og létu þennan langþráða draum rætast. Konur sem skilja og virða reynsluheim kvenna og setja velferð kvenna í forgang. Kvennahreyfingin heitir því að leggja allt sitt af mörkum til að tryggja öryggi allra borgarbúa. Hún ætlar aðskapa borg þar sem fólk af öllum kynjum getur gengið um borgina á öllum tímum sólarhrings án þess að vera með lykla milli fingranna. Hún ætlar að skapa borg þar sem unglingar þekkja og virða mörk í kynferðislegum samskiptum. Hún ætlar að skapa borg þar sem fólk af öllum kynjum og ólíkum uppruna er metið að verðleikum, hefur jöfn tækifæri og getur tekið virkan þátt í öllu því sem Reykjavík hefur uppá að bjóða.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar