Skoða takmarkanir á starfsemi hótels eftir ítrekuð afskipti Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Hoffellsjökull er skriðjökull úr Vatnajökli. Hótelið kúrir þar í skjóli jökulsins. Fréttablaðið/Veðurstofa Íslands Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heilbrigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætlun eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tuttugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrirtækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér náttúrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrirtækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar. Fyrirtækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rannsókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heilnæmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábótavant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson staðfestir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í málinu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heilbrigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætlun eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftirlitinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tuttugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrirtækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér náttúrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrirtækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er varðar heilnæmi baðvatns, rann út í lok janúar. Fyrirtækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rannsókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heilnæmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábótavant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson staðfestir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðiseftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í málinu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent