Fagnar gullnu tækifæri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 11:00 Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu. Vísir/EPA Gullið tækifæri er nú til þess að ná fram algerri kjarnorkuafvopnun og varanlegum friði á Kóreuskaga. Þetta sagði Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, á ráðstefnu í höfuðborginni Seúl. „Við vitum ekki hvort eða hvenær slíkt tækifæri býðst aftur,“ sagði Cho. Að mati ráðherrans eru kjöraðstæður nú til að ná þessum markmiðum í ljósi góðs fundar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, sem haldinn var í landamærabænum Panmunjom rétt fyrir mánaðamót. Þar sammæltust leiðtogarnir meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun og formlegum lokum Kóreustríðsins. „Ekki var hægt að fylgja eftir samningum sem náðust í fyrri leiðtogaviðræðum þar sem þær voru haldnar þegar þáverandi forsetar Suður-Kóreu áttu lítið eftir af kjörtímabili sínu. Nú eru horfur betri þar sem fundurinn var haldinn snemma á kjörtímabilinu,“ sagði Cho enn fremur og vísaði til leiðtogafunda sem haldnir voru árin 2000 og 2007. Senn líður að leiðtogafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Kim. Hann verður haldinn í Singapúr þann 12. júní næstkomandi. Þá mun Moon forseti heimsækja Trump til Washington 22. maí. Á ráðstefnunni í gær sagði Cho að Moon og Trump myndu á fundi sínum í Washington útkljá allar deilur um hvernig væri best að nálgast Norður-Kóreu. Þá mun Suður-Kórea eiga í sams konar viðræðum við Kína, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Reuters greindi frá því í gær að Singapúr hafi orðið fyrir valinu þar sem ríkið er tiltölulega hlutlaust og vegna þess að norðurkóreska sendinefndin þarf ekki að fljúga langt til að komast á áfangastað. Frá því að Kim varð einræðisherra árið 2011 hefur hann bara ferðast einu sinni til útlanda með flugi, svo vitað sé. Það var í síðustu viku þegar hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Dalian. Flaug hann þangað á Ilyushin-62M einkaþotu sinni á meðan flogið var með glæsikerru hans á áfangastað í fraktflugvél. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Gullið tækifæri er nú til þess að ná fram algerri kjarnorkuafvopnun og varanlegum friði á Kóreuskaga. Þetta sagði Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, á ráðstefnu í höfuðborginni Seúl. „Við vitum ekki hvort eða hvenær slíkt tækifæri býðst aftur,“ sagði Cho. Að mati ráðherrans eru kjöraðstæður nú til að ná þessum markmiðum í ljósi góðs fundar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, sem haldinn var í landamærabænum Panmunjom rétt fyrir mánaðamót. Þar sammæltust leiðtogarnir meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun og formlegum lokum Kóreustríðsins. „Ekki var hægt að fylgja eftir samningum sem náðust í fyrri leiðtogaviðræðum þar sem þær voru haldnar þegar þáverandi forsetar Suður-Kóreu áttu lítið eftir af kjörtímabili sínu. Nú eru horfur betri þar sem fundurinn var haldinn snemma á kjörtímabilinu,“ sagði Cho enn fremur og vísaði til leiðtogafunda sem haldnir voru árin 2000 og 2007. Senn líður að leiðtogafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Kim. Hann verður haldinn í Singapúr þann 12. júní næstkomandi. Þá mun Moon forseti heimsækja Trump til Washington 22. maí. Á ráðstefnunni í gær sagði Cho að Moon og Trump myndu á fundi sínum í Washington útkljá allar deilur um hvernig væri best að nálgast Norður-Kóreu. Þá mun Suður-Kórea eiga í sams konar viðræðum við Kína, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Reuters greindi frá því í gær að Singapúr hafi orðið fyrir valinu þar sem ríkið er tiltölulega hlutlaust og vegna þess að norðurkóreska sendinefndin þarf ekki að fljúga langt til að komast á áfangastað. Frá því að Kim varð einræðisherra árið 2011 hefur hann bara ferðast einu sinni til útlanda með flugi, svo vitað sé. Það var í síðustu viku þegar hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Dalian. Flaug hann þangað á Ilyushin-62M einkaþotu sinni á meðan flogið var með glæsikerru hans á áfangastað í fraktflugvél.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira