Það þarf af rannsaka einkavæðingu Granda Reinhold Richter skrifar 10. maí 2018 20:28 Við þurfum að gera upp við nýfrjálshyggjuna, ekki bara hvernig skattar hinna ríku voru lækkaðir og þannig grafið undan velferðarkerfinu, heldur líka hvernig örfáar fjölskyldur náðu að sölsa undir sig almannaeigur. Fyrir okkur Reykvíkinga vegur salan á Bæjarútgerðinni þar þyngst. Sú sala markaði upphaf nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar almannaeigna í Reykjavík. Fjölskyldur Kristjáns Loftssonar og viðskiptafélaga seldu sinn hlut sinn í HB-Granda um daginn á 21,7 milljarð króna til Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Hlut sinn í HBGranda eignuðust Kristján og félagar 1988 þegar þeir keyptu ásamt Sjóvá 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda. Davíð Oddsson borgarstjóri seldi þessu fólki hlut borgarbúa í Granda á 500 milljónir króna árið 1988. Á núvirði eru þetta um 2.070 milljónir króna. Og hlutirnir sem voru seldir um daginn eru aðeins partur af því sem Davíð seldi árið 1988. Ætli Kristján og félagar hafi ekki greitt um 1.400 milljónir króna á núvirði fyrir það sem þeir voru að selja fyrir 21.700 milljónir króna. Þeir högnuðust því um meira en 20 milljarða króna í gegnum klíkuskap. Það er kallað klíkuræði, óligarkismi, þar sem einkavinir valdhafa hagnast af að sölsa undir sig almannaeigur. Þetta er ástandið í Rússlandi og víða í Austur-Evrópu, en þetta ástand hefur varað í marga áratugi á Íslandi. Og dæmið sé líklega enn verra. Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri og bjargaði Ísbirninum frá gjaldþroti 1985, með því að sameina það fyrirtæki inn í Bæjarútgerð Reykjavíkur, yfirtók borgarsjóður miklar skuldir af fyrirtækinu, hátt í 1,5 milljarð króna á núvirði. Það mætti því halda því fram að Davíð borgarstjóri hafi selt hlut borgarbúa á nánast ekki neitt. Sama hlut og var seldur um daginn á 21,7 milljarð króna. Það mætti gera eitthvað fyrir þá upphæð. Eitthvað gáfulegra en að gefa Kristjáni Loftssyni og félögum. Ég efast um að borgarbúar myndi kjósa þá niðurstöðu í dag. Það má benda á að nota mætti 20 milljarða sem 20% stofnframlag til byggingar fjögur til fimm þúsund íbúða. Þótt við getum ekki endurheimt þessar eignir, né náð hagnaðinum af þeim sem sölsuðu þær undir sig, þá er alla vega betra að þekkja söguna. Hvernig eignir almennings voru færðar til örfárra á nýfrjálshyggjuárunum. Reykjavíkingar eiga rétt á að vita hvað varð um eigur þeirra. Bæjarútgerð Reykjavíkur var stofnuð eftir stríð til að tryggja sjómönnum og verkafólki í Reykjavík vinnu. Hún var rekin með sóma fram undir lok áttunda áratuginn, þegar hún lenti í vanda eins og flest útgerðarfyrirtæki landsins. Þrátt fyrir útfærslu landhelginnar dróst afli saman og offjárfesting sligaði útgerðina. Kvótakerfið var einmitt sett á til að draga úr fjárfestingum og minnka kostnað við veiðarnar. En áður en hagkvæmni kvótakerfisins náði að bæta rekstur bæjarútgerðanna voru þær seldar, ekki bara í Reykjavík heldur líka í Hafnarfirði, á Akureyri og víðar. Það voru því einkaaðilar, í flestum tilfellum innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn, sem tóku inn hagnaðinn af kvótakerfinu. Almenningur, eigendur bæjarútgerðanna, fékk ekkert. Einkavæðing bæjarútgerðanna var ekkert síður blóðug en einkavæðing bankanna á sínum tíma. Það voru bæjarútgerðir og útgerðir samvinnuhreyfingarinnar sem komu fótunum undir Íslendinga eftir stríð. Þær voru stofnaðar til að tryggja fólki atvinnu. Í dag eru þessar almannaeigur og fyrrum félagslegar eignir komnar í hendur örfárra fjölskyldna sem veigra sér ekki við að loka fiskvinnslustöðvum og segja upp tugum og hundruðum starfsmanna ef þær halda að þær geti grætt á því. Einkavæðingin snýst því ekki aðeins um krónur og aura heldur líka um að fólk geti búið við öryggi og trausta afkomu.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður hjá Ísal og frambjóðandi sósíalista í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sjávarútvegur Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að gera upp við nýfrjálshyggjuna, ekki bara hvernig skattar hinna ríku voru lækkaðir og þannig grafið undan velferðarkerfinu, heldur líka hvernig örfáar fjölskyldur náðu að sölsa undir sig almannaeigur. Fyrir okkur Reykvíkinga vegur salan á Bæjarútgerðinni þar þyngst. Sú sala markaði upphaf nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar almannaeigna í Reykjavík. Fjölskyldur Kristjáns Loftssonar og viðskiptafélaga seldu sinn hlut sinn í HB-Granda um daginn á 21,7 milljarð króna til Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Hlut sinn í HBGranda eignuðust Kristján og félagar 1988 þegar þeir keyptu ásamt Sjóvá 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda. Davíð Oddsson borgarstjóri seldi þessu fólki hlut borgarbúa í Granda á 500 milljónir króna árið 1988. Á núvirði eru þetta um 2.070 milljónir króna. Og hlutirnir sem voru seldir um daginn eru aðeins partur af því sem Davíð seldi árið 1988. Ætli Kristján og félagar hafi ekki greitt um 1.400 milljónir króna á núvirði fyrir það sem þeir voru að selja fyrir 21.700 milljónir króna. Þeir högnuðust því um meira en 20 milljarða króna í gegnum klíkuskap. Það er kallað klíkuræði, óligarkismi, þar sem einkavinir valdhafa hagnast af að sölsa undir sig almannaeigur. Þetta er ástandið í Rússlandi og víða í Austur-Evrópu, en þetta ástand hefur varað í marga áratugi á Íslandi. Og dæmið sé líklega enn verra. Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri og bjargaði Ísbirninum frá gjaldþroti 1985, með því að sameina það fyrirtæki inn í Bæjarútgerð Reykjavíkur, yfirtók borgarsjóður miklar skuldir af fyrirtækinu, hátt í 1,5 milljarð króna á núvirði. Það mætti því halda því fram að Davíð borgarstjóri hafi selt hlut borgarbúa á nánast ekki neitt. Sama hlut og var seldur um daginn á 21,7 milljarð króna. Það mætti gera eitthvað fyrir þá upphæð. Eitthvað gáfulegra en að gefa Kristjáni Loftssyni og félögum. Ég efast um að borgarbúar myndi kjósa þá niðurstöðu í dag. Það má benda á að nota mætti 20 milljarða sem 20% stofnframlag til byggingar fjögur til fimm þúsund íbúða. Þótt við getum ekki endurheimt þessar eignir, né náð hagnaðinum af þeim sem sölsuðu þær undir sig, þá er alla vega betra að þekkja söguna. Hvernig eignir almennings voru færðar til örfárra á nýfrjálshyggjuárunum. Reykjavíkingar eiga rétt á að vita hvað varð um eigur þeirra. Bæjarútgerð Reykjavíkur var stofnuð eftir stríð til að tryggja sjómönnum og verkafólki í Reykjavík vinnu. Hún var rekin með sóma fram undir lok áttunda áratuginn, þegar hún lenti í vanda eins og flest útgerðarfyrirtæki landsins. Þrátt fyrir útfærslu landhelginnar dróst afli saman og offjárfesting sligaði útgerðina. Kvótakerfið var einmitt sett á til að draga úr fjárfestingum og minnka kostnað við veiðarnar. En áður en hagkvæmni kvótakerfisins náði að bæta rekstur bæjarútgerðanna voru þær seldar, ekki bara í Reykjavík heldur líka í Hafnarfirði, á Akureyri og víðar. Það voru því einkaaðilar, í flestum tilfellum innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn, sem tóku inn hagnaðinn af kvótakerfinu. Almenningur, eigendur bæjarútgerðanna, fékk ekkert. Einkavæðing bæjarútgerðanna var ekkert síður blóðug en einkavæðing bankanna á sínum tíma. Það voru bæjarútgerðir og útgerðir samvinnuhreyfingarinnar sem komu fótunum undir Íslendinga eftir stríð. Þær voru stofnaðar til að tryggja fólki atvinnu. Í dag eru þessar almannaeigur og fyrrum félagslegar eignir komnar í hendur örfárra fjölskyldna sem veigra sér ekki við að loka fiskvinnslustöðvum og segja upp tugum og hundruðum starfsmanna ef þær halda að þær geti grætt á því. Einkavæðingin snýst því ekki aðeins um krónur og aura heldur líka um að fólk geti búið við öryggi og trausta afkomu.Höfundur er aðaltrúnaðarmaður hjá Ísal og frambjóðandi sósíalista í Reykjavík.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun