Trump og Kim funda 12. júní Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 15:20 Donald Trump og Kim Jong-un. Vísir/AFP Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun fara fram í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn sagði frá þessu í tísti nú fyrir skömmu og tók hann fram að fundarins væri beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna munu hittast. Trump kom heiminum í opna skjöldu í byrjun apríl þegar hann samþykkti fundarboð frá Norður-Kóreu, án þess að ræða við ráðgjafa sína, eftir að honum barst boðið í gegnum erindreka frá Suður-Kóreu.The highly anticipated meeting between Kim Jong Un and myself will take place in Singapore on June 12th. We will both try to make it a very special moment for World Peace!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2018 Kim kom þó heiminum meira á óvart með boði sínu og viðleitni til viðræðna eftir margra ára hótanir um stríðsrekstur og hefur hann jafnvel hótað því að beita kjarnorkuvopnum sínum gegn Bandaríkjunum. Nú virðist hann tilbúinn til að láta vopn sín af hendi gegn samkomulagi um að Bandaríkin muni ekki reyna að velta honum úr sessi og niðurfellingu viðskiptaþvingana. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Singapúr er valið sem vettvangur viðkvæmra viðræðna en árið 2016 hittust leiðtogar Kína og Taívan þar í fyrsta sinn í rúm 60 ár. Singapúr á í nánum samskiptum við Bandaríkin og hefur lengi átt í samskiptum og viðskiptum við Norður-Kóreu. Singapúr batt þó enda á viðskiptasamband ríkjanna í nóvember í fyrra þegar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins, voru hertar. Vert er að hafa í huga að ekki er langt síðan Trump og Kim voru að hóta hvorum öðrum árásum og að móðga hvorn annan.Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun fara fram í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn sagði frá þessu í tísti nú fyrir skömmu og tók hann fram að fundarins væri beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna munu hittast. Trump kom heiminum í opna skjöldu í byrjun apríl þegar hann samþykkti fundarboð frá Norður-Kóreu, án þess að ræða við ráðgjafa sína, eftir að honum barst boðið í gegnum erindreka frá Suður-Kóreu.The highly anticipated meeting between Kim Jong Un and myself will take place in Singapore on June 12th. We will both try to make it a very special moment for World Peace!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2018 Kim kom þó heiminum meira á óvart með boði sínu og viðleitni til viðræðna eftir margra ára hótanir um stríðsrekstur og hefur hann jafnvel hótað því að beita kjarnorkuvopnum sínum gegn Bandaríkjunum. Nú virðist hann tilbúinn til að láta vopn sín af hendi gegn samkomulagi um að Bandaríkin muni ekki reyna að velta honum úr sessi og niðurfellingu viðskiptaþvingana. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Singapúr er valið sem vettvangur viðkvæmra viðræðna en árið 2016 hittust leiðtogar Kína og Taívan þar í fyrsta sinn í rúm 60 ár. Singapúr á í nánum samskiptum við Bandaríkin og hefur lengi átt í samskiptum og viðskiptum við Norður-Kóreu. Singapúr batt þó enda á viðskiptasamband ríkjanna í nóvember í fyrra þegar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins, voru hertar. Vert er að hafa í huga að ekki er langt síðan Trump og Kim voru að hóta hvorum öðrum árásum og að móðga hvorn annan.Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira