„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2018 15:23 Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að það sé margt líkt með Pírötum og Viðreisn og enn fremur að það séu ekki margir meirihlutar mögulegir í ljósi þess að fjórir flokkar hafi útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær hittust oddvitar þeirra flokka sem voru í meirihluta á kjörtímabilinu auk Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar og ræddu samstarfsgrundvöll. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi. Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin og að úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði flokksins fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þessa oddastöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri. „Það er út af því að við erum bara heiðarleg og við höfum ákveðin gildi sem við víkjum ekki frá sem snúast um traust, heiðarleika og valddreifingu; allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki fyrir. Hann hefur allt aðrar hugmyndir um vald og vill fá það fyrir sig og sína á meðan við viljum fá vald til að dreifa því til borgarbúa. Við lítum á þetta sem sérhagsmunaafl á meðan við erum afl almannahagsmuna. Viðreisn er komin í þessa oddastöðu vegna þess að við Píratar erum heiðarleg og ekki tækifærissinnuð. Við stöndum með okkar gildum og hoppum ekki á einhvern vagn út af borgarstjórastólum,“ segir Dóra Björt.Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga.Vísir/VilhelmAðspurð segir Dóra Björt að til greina komi að bjóða Sósíalistaflokknum með í viðræður um myndun meirihluta þó að sú hugmynd hafi ekki verið viðruð í óformlegu spjalli flokkanna sem hittust í gær. „Ég veit ekki til þess að Viðreisn hafi spáð í því en við Píratar höldum því algjörlega opnu og það eru þessar valdeflingarhugmyndir og húsnæðismálin sem sameina okkur og Sósíalistaflokkinn. Það er ýmislegt sem myndi líka ganga upp þar á milli. Ég, persónulega, er mjög opin fyrir því að fá þau inn.“ Að sögn Dóru Bjartar er ákveðinn samhljómur með stefnu Viðreisnar og Pírata. „Það er mikill samstarfsgrundvöllur; frjálslynd gildi og báðir þessir flokkar hafa lagt áherslu á að stytta boðleiðir og betrumbæta þjónustu við borgarbúa. Við erum, á líðandi kjörtímabili, búin að móta þjónustu-og upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar og við höfum sett á fót rafræna þjónustumiðstöð, þetta er allt fyrstu skref í þessa átt. Það er ýmislegt sem sameinar Viðreisn og Pírata, það er engin spurning, það myndi eflaust ganga vel.“ Þegar Dóra Björt er spurð hvort hún ætli sér að verða borgarstjóri skellur hún upp úr. „Málið er að við Píratar erum ekkert svo upptekin af stólum, borgarstjóri vinnur fyrir borgarráð. Við leggjum bara áherslu á okkar mál sem eru lýðræðismálin og gagnsæismálin og þá hluti sem eru nauðsynlegir til að auka traust.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að það sé margt líkt með Pírötum og Viðreisn og enn fremur að það séu ekki margir meirihlutar mögulegir í ljósi þess að fjórir flokkar hafi útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær hittust oddvitar þeirra flokka sem voru í meirihluta á kjörtímabilinu auk Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar og ræddu samstarfsgrundvöll. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi. Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin og að úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði flokksins fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þessa oddastöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri. „Það er út af því að við erum bara heiðarleg og við höfum ákveðin gildi sem við víkjum ekki frá sem snúast um traust, heiðarleika og valddreifingu; allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki fyrir. Hann hefur allt aðrar hugmyndir um vald og vill fá það fyrir sig og sína á meðan við viljum fá vald til að dreifa því til borgarbúa. Við lítum á þetta sem sérhagsmunaafl á meðan við erum afl almannahagsmuna. Viðreisn er komin í þessa oddastöðu vegna þess að við Píratar erum heiðarleg og ekki tækifærissinnuð. Við stöndum með okkar gildum og hoppum ekki á einhvern vagn út af borgarstjórastólum,“ segir Dóra Björt.Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga.Vísir/VilhelmAðspurð segir Dóra Björt að til greina komi að bjóða Sósíalistaflokknum með í viðræður um myndun meirihluta þó að sú hugmynd hafi ekki verið viðruð í óformlegu spjalli flokkanna sem hittust í gær. „Ég veit ekki til þess að Viðreisn hafi spáð í því en við Píratar höldum því algjörlega opnu og það eru þessar valdeflingarhugmyndir og húsnæðismálin sem sameina okkur og Sósíalistaflokkinn. Það er ýmislegt sem myndi líka ganga upp þar á milli. Ég, persónulega, er mjög opin fyrir því að fá þau inn.“ Að sögn Dóru Bjartar er ákveðinn samhljómur með stefnu Viðreisnar og Pírata. „Það er mikill samstarfsgrundvöllur; frjálslynd gildi og báðir þessir flokkar hafa lagt áherslu á að stytta boðleiðir og betrumbæta þjónustu við borgarbúa. Við erum, á líðandi kjörtímabili, búin að móta þjónustu-og upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar og við höfum sett á fót rafræna þjónustumiðstöð, þetta er allt fyrstu skref í þessa átt. Það er ýmislegt sem sameinar Viðreisn og Pírata, það er engin spurning, það myndi eflaust ganga vel.“ Þegar Dóra Björt er spurð hvort hún ætli sér að verða borgarstjóri skellur hún upp úr. „Málið er að við Píratar erum ekkert svo upptekin af stólum, borgarstjóri vinnur fyrir borgarráð. Við leggjum bara áherslu á okkar mál sem eru lýðræðismálin og gagnsæismálin og þá hluti sem eru nauðsynlegir til að auka traust.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00
Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46