Regnmet fyrir maí mánuð í Reykjavík fallið Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 10:21 Fyrra metið var frá árinu 1989 þegar úrkoma mældist 126 millimetrar í maí en í ár mældist hún 127,8 millimetrar Vísir/Sigtryggur Ari „Já, takk sömuleiðis,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar honum er óskað til hamingju með regnmetið fyrir maí mánuð í Reykjavík sem féll klukkan níu í morgun. Fyrra metið var frá árinu 1989 þegar úrkoma mældist 126 millimetrar í maí en í ár mældist hún 127,8 millimetrar og tveir dagar eftir af mánuðinum. Óli bendir á að maí mánuður sé alla jafna tiltölulega þurr á suðvesturhorninu og hefur rignt mun meira í öðrum mánuðum. Það sem geri þetta met sérstakt er hversu þurr maí mánuður er venjulega. Stafar það af því að í maí mánuði er svöl og þurr norðanátt venjulega ríkjandi. Óli Þór segir kalt loft yfir norðaustur Kanada og Baffinsflóa, sem er hafið á milli Grænlands og Kanada, hafa valdið því að blaut suðvestanátt hefur blásið yfir landið. Það þýðir að kalt loft af hafi hefur farið yfir suðvestur horn landsins. Suðvestan áttin gerir það hins vegar að verkum að á Norður og Norðausturlandi hefur veðrið verið með eindæmum gott þar sem þeir landshlutar fá vindinn af landi og því mun hlýrra loft. Er til dæmis spáð bjartviðri á Norður- og Austurlandi í dag og hita allt að 20 stigum yfir daginn.Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði.vísir/sigtryggur ariÓli Þór segir að það sé í sjálfu sér fremur tilviljanakennt hvar hæðirnar og lægðirnar staðsetja sig á hverjum tíma og þannig séð ekkert sérstakt sem veldur því að þetta raðaðist svona í maí mánuði. Á næstu dögum er þó að sjá að það verði hæðakerfi yfir landinu sem bægir lægðunum frá landinu. „Það verður þá strax mun betra veður. Það verður minni vindur og úrkoma þó það verði ekki alveg þurrt og ekki sól allstaðar, þá er það mun skárra veður en verið hefur. Svo er loftmassinn sjálfur sem slíkur mun heitari en verið hefur“ segir Óli Þór. Spurður hvort Íslendingar séu þá lausir við slydduna í bili segist hann vona það. „Ég er ekki að sjá slyddu í kortunum næstu tíu daga. Við erum ekki að fara niður í 2 – 4 gráður á nóttunni eins og var, meira að fara niður í 5 -7 gráður, og svo upp í 12 til 14 á deginum en ekki 7 – 9. Þar liggur munurinn.“ Hann segir maí mánuð þó hafa verið fínan fyrir gróðurinn. Norðanáttin sé kaldari og þegar hún er ríkjandi í maí gerir næturfrost. Í þessum maí mánuði þar sem sunnanáttin hefur verið ríkjandi hefur þó gert lítið sem ekkert næturfrost, og því hefur þessi maí mánuður verið mjög fínn fyrir gróður, þó að slyddað hafi sumstaðar. Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Já, takk sömuleiðis,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar honum er óskað til hamingju með regnmetið fyrir maí mánuð í Reykjavík sem féll klukkan níu í morgun. Fyrra metið var frá árinu 1989 þegar úrkoma mældist 126 millimetrar í maí en í ár mældist hún 127,8 millimetrar og tveir dagar eftir af mánuðinum. Óli bendir á að maí mánuður sé alla jafna tiltölulega þurr á suðvesturhorninu og hefur rignt mun meira í öðrum mánuðum. Það sem geri þetta met sérstakt er hversu þurr maí mánuður er venjulega. Stafar það af því að í maí mánuði er svöl og þurr norðanátt venjulega ríkjandi. Óli Þór segir kalt loft yfir norðaustur Kanada og Baffinsflóa, sem er hafið á milli Grænlands og Kanada, hafa valdið því að blaut suðvestanátt hefur blásið yfir landið. Það þýðir að kalt loft af hafi hefur farið yfir suðvestur horn landsins. Suðvestan áttin gerir það hins vegar að verkum að á Norður og Norðausturlandi hefur veðrið verið með eindæmum gott þar sem þeir landshlutar fá vindinn af landi og því mun hlýrra loft. Er til dæmis spáð bjartviðri á Norður- og Austurlandi í dag og hita allt að 20 stigum yfir daginn.Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði.vísir/sigtryggur ariÓli Þór segir að það sé í sjálfu sér fremur tilviljanakennt hvar hæðirnar og lægðirnar staðsetja sig á hverjum tíma og þannig séð ekkert sérstakt sem veldur því að þetta raðaðist svona í maí mánuði. Á næstu dögum er þó að sjá að það verði hæðakerfi yfir landinu sem bægir lægðunum frá landinu. „Það verður þá strax mun betra veður. Það verður minni vindur og úrkoma þó það verði ekki alveg þurrt og ekki sól allstaðar, þá er það mun skárra veður en verið hefur. Svo er loftmassinn sjálfur sem slíkur mun heitari en verið hefur“ segir Óli Þór. Spurður hvort Íslendingar séu þá lausir við slydduna í bili segist hann vona það. „Ég er ekki að sjá slyddu í kortunum næstu tíu daga. Við erum ekki að fara niður í 2 – 4 gráður á nóttunni eins og var, meira að fara niður í 5 -7 gráður, og svo upp í 12 til 14 á deginum en ekki 7 – 9. Þar liggur munurinn.“ Hann segir maí mánuð þó hafa verið fínan fyrir gróðurinn. Norðanáttin sé kaldari og þegar hún er ríkjandi í maí gerir næturfrost. Í þessum maí mánuði þar sem sunnanáttin hefur verið ríkjandi hefur þó gert lítið sem ekkert næturfrost, og því hefur þessi maí mánuður verið mjög fínn fyrir gróður, þó að slyddað hafi sumstaðar.
Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira