Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Viðreisn er með pálmann í höndunum. Vísir Oddvitar flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn héldu áfram að heyra hverjir í öðrum í gær og kanna möguleika á meirihlutasamstarfi. Ljóst er að fulltrúar Viðreisnar eru í ákveðinni oddastöðu og mun niðurstaðan líklegast velta á þeim. „Þessi dagur er bara búinn að fara í að heyra í fólki og hitta fólk. Bæði til hægri og vinstri,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, um atburði dagsins. „Við höfum alveg verið opin með það að báðar leiðir eru færar, það eru málefnin sem tala,“ segir hún aðspurð um hvort líklegra sé að flokkurinn lendi vinstra eða hægra megin í nýjum meirihluta.Sjá einnig: Tvær fylkingar funda „Maður hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna hvað verður. Manni virðist samt vera að mörgu leyti meiri samhljómur milli Viðreisnar og þess sem síðasti meirihluti hefur verið að setja framarlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna og nefnir hann samgöngumál og þéttingu byggðar sem dæmi um þau mál sem flokkarnir virðast sammála um og gætu ráðið úrslitum við myndun meirihlutans. Grétar Þór telur að ráðning borgarstjóra gæti verið lausn á myndun meirihluta þrátt fyrir að lítil hefð sé fyrir því í borgarstjórn. „Ef menn ætla virkilega að koma stefnumálum sínum áfram gæti verið að það verði fundin lausn á því þannig að það verði ráðinn borgarstjóri,“ segir Grétar sem telur ólíklegt að persónur setji sig ofar málefnunum. „Ég held að bæði Dagur og Eyþór muni auðvitað á endanum verða opnir fyrir slíkum lausnum ef til kemur,“ segir Grétar Þór að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49 Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Oddvitar flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn héldu áfram að heyra hverjir í öðrum í gær og kanna möguleika á meirihlutasamstarfi. Ljóst er að fulltrúar Viðreisnar eru í ákveðinni oddastöðu og mun niðurstaðan líklegast velta á þeim. „Þessi dagur er bara búinn að fara í að heyra í fólki og hitta fólk. Bæði til hægri og vinstri,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, um atburði dagsins. „Við höfum alveg verið opin með það að báðar leiðir eru færar, það eru málefnin sem tala,“ segir hún aðspurð um hvort líklegra sé að flokkurinn lendi vinstra eða hægra megin í nýjum meirihluta.Sjá einnig: Tvær fylkingar funda „Maður hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna hvað verður. Manni virðist samt vera að mörgu leyti meiri samhljómur milli Viðreisnar og þess sem síðasti meirihluti hefur verið að setja framarlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna og nefnir hann samgöngumál og þéttingu byggðar sem dæmi um þau mál sem flokkarnir virðast sammála um og gætu ráðið úrslitum við myndun meirihlutans. Grétar Þór telur að ráðning borgarstjóra gæti verið lausn á myndun meirihluta þrátt fyrir að lítil hefð sé fyrir því í borgarstjórn. „Ef menn ætla virkilega að koma stefnumálum sínum áfram gæti verið að það verði fundin lausn á því þannig að það verði ráðinn borgarstjóri,“ segir Grétar sem telur ólíklegt að persónur setji sig ofar málefnunum. „Ég held að bæði Dagur og Eyþór muni auðvitað á endanum verða opnir fyrir slíkum lausnum ef til kemur,“ segir Grétar Þór að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49 Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30
Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49
Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23