Dúx Tækniskólans með 9,92 í meðaleinkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2018 09:59 F.v. Jón B. Stefánsson (skólameistari), Björk Marie Villacorta (semidúx), Erla Þórðardóttir (dúx) og Guðrún Randalín Lárusdóttir (aðstoðarskólameistari). Erla Þórðardóttir er dúx Tækniskólans á vorönn með meðaleinkunnina 9,92. Fjölmennt var við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á föstudaginn 25. maí á tíunda starfsári skólans. Alls brautskráði skólinn 437 nemendur bæði af framhaldsskólastigi og fagháskólastigi sem er nám á fjórða stigi. Í annað sinn voru brautskráðir nemendur úr vefþróunarnámi frá Vefskólanum og stór hópur frá Margmiðlunarskólanum var einnig mættur til útskriftar. Stærsti hópurinn sem brautskráðist var úr Meistaraskólanum en þeir nemendur koma til náms í skólann að loknu iðnnámi. Frá Flugskóla Íslands voru brautskráðir 37 atvinnuflugmenn og Stúdíó Sýrland er í samstarfi við Tækniskólann um nám í kvikmyndatækni og voru 11 nemendur brautskráðir úr kvikmyndatækninámi. Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans: Byggingatækniskólinn(49), Handverksskólinn, hár, gull og föt(24), Raftækniskólinn(49), Skipstjórnarskólinn(29), Tæknimenntaskólinn(37), Upplýsingatækniskólinn(40), Véltækniskólinn(42). Flugskóli Íslands (37), Kvikmyndatækni (11), Margmiðlunarskólinn (21), Meistaraskólinn (84), Vefskólinn (14). Erla Þórðardóttir er dúx skólans með 9,92 í meðaleinkunn. Hún útskrifast úr tækniteiknun frá Byggingatækniskólanum. Erla á góð tengsl við skólann en móðir hennar Guðný Lára Petersen er vélstjóri og kennari sem hefur kennt rafiðngreinar í Tækniskólanum til margra ára. Semidúx skólans er Björk Marie Villacorta sem útskrifaðist úr grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum með meðaleinkunnina 9,84. Síðasta útskrift undir stjórn Jóns Jón B. Stefánsson mun láta af störfum sem skólameistari og snúa sér að öðrum störfum fyrir skólann í lok yfirstandandi annar. Hann hefur verið skólameistari í 15 ár, fyrst hjá Fjöltækniskólanum og svo Tækniskólanum þegar hann varð til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008. Í hátíðarræðu sinni fjallaði Jón um mikilvægi þess að Tækniskólinn komist undir eitt þak og er stefnan sett á nýtt húsnæði í náinni framtíð. Húsnæði þar sem allar greinar skólans fá að njóta sín og vaxa við bestu aðstæður. Framvegis verða tvær konur í brúnni Framundan eru breytingar í stjórnendateymi skólans og í fyrsta sinn er kona í stöðu skólameistara skólans en stofnunin byggir á langri sögur eldri skóla þar sem karlar hafa ráðið ríkjum. Skólameistari verður Hildur Ingvarsdóttir verkfræðingur og tekur hún formlega til starfa 1. júní n.k. Undanfarin ár hefur hún starfað sem forstöðumaður hjá Veitum. Þar hefur hún tekið ríkan þátt í að efla vinnustaðanám fyrirtækisins auk þess að vinna ötullega að því að efla áhuga unglinga á iðn- og tæknigreinum. Hildur sat í stjórn Tækniskólans frá 2014-2016 sem fulltrúi Samorku og þekkir því til skólans. Áður starfaði Hildur hjá Almennu verkfræðistofunni og sem kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Nýráðinn aðstoðaskólameistari er Guðrún Randalín Lárusdóttir en hún tók til starfa í maímánuði. Guðrún, sem er tölvunarfræðingur, hefur gegnt stöðu skólastjóra Upplýsingatækniskóla Tækniskólans frá árinu 2015 og kenndi þar áður um árabil. Í fyrsta skipti í sögu skólans eru því tvær konur sem sitja í brúnni að því er segir í tilkynningu frá skólanum. Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Erla Þórðardóttir er dúx Tækniskólans á vorönn með meðaleinkunnina 9,92. Fjölmennt var við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á föstudaginn 25. maí á tíunda starfsári skólans. Alls brautskráði skólinn 437 nemendur bæði af framhaldsskólastigi og fagháskólastigi sem er nám á fjórða stigi. Í annað sinn voru brautskráðir nemendur úr vefþróunarnámi frá Vefskólanum og stór hópur frá Margmiðlunarskólanum var einnig mættur til útskriftar. Stærsti hópurinn sem brautskráðist var úr Meistaraskólanum en þeir nemendur koma til náms í skólann að loknu iðnnámi. Frá Flugskóla Íslands voru brautskráðir 37 atvinnuflugmenn og Stúdíó Sýrland er í samstarfi við Tækniskólann um nám í kvikmyndatækni og voru 11 nemendur brautskráðir úr kvikmyndatækninámi. Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans: Byggingatækniskólinn(49), Handverksskólinn, hár, gull og föt(24), Raftækniskólinn(49), Skipstjórnarskólinn(29), Tæknimenntaskólinn(37), Upplýsingatækniskólinn(40), Véltækniskólinn(42). Flugskóli Íslands (37), Kvikmyndatækni (11), Margmiðlunarskólinn (21), Meistaraskólinn (84), Vefskólinn (14). Erla Þórðardóttir er dúx skólans með 9,92 í meðaleinkunn. Hún útskrifast úr tækniteiknun frá Byggingatækniskólanum. Erla á góð tengsl við skólann en móðir hennar Guðný Lára Petersen er vélstjóri og kennari sem hefur kennt rafiðngreinar í Tækniskólanum til margra ára. Semidúx skólans er Björk Marie Villacorta sem útskrifaðist úr grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum með meðaleinkunnina 9,84. Síðasta útskrift undir stjórn Jóns Jón B. Stefánsson mun láta af störfum sem skólameistari og snúa sér að öðrum störfum fyrir skólann í lok yfirstandandi annar. Hann hefur verið skólameistari í 15 ár, fyrst hjá Fjöltækniskólanum og svo Tækniskólanum þegar hann varð til við sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008. Í hátíðarræðu sinni fjallaði Jón um mikilvægi þess að Tækniskólinn komist undir eitt þak og er stefnan sett á nýtt húsnæði í náinni framtíð. Húsnæði þar sem allar greinar skólans fá að njóta sín og vaxa við bestu aðstæður. Framvegis verða tvær konur í brúnni Framundan eru breytingar í stjórnendateymi skólans og í fyrsta sinn er kona í stöðu skólameistara skólans en stofnunin byggir á langri sögur eldri skóla þar sem karlar hafa ráðið ríkjum. Skólameistari verður Hildur Ingvarsdóttir verkfræðingur og tekur hún formlega til starfa 1. júní n.k. Undanfarin ár hefur hún starfað sem forstöðumaður hjá Veitum. Þar hefur hún tekið ríkan þátt í að efla vinnustaðanám fyrirtækisins auk þess að vinna ötullega að því að efla áhuga unglinga á iðn- og tæknigreinum. Hildur sat í stjórn Tækniskólans frá 2014-2016 sem fulltrúi Samorku og þekkir því til skólans. Áður starfaði Hildur hjá Almennu verkfræðistofunni og sem kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Nýráðinn aðstoðaskólameistari er Guðrún Randalín Lárusdóttir en hún tók til starfa í maímánuði. Guðrún, sem er tölvunarfræðingur, hefur gegnt stöðu skólastjóra Upplýsingatækniskóla Tækniskólans frá árinu 2015 og kenndi þar áður um árabil. Í fyrsta skipti í sögu skólans eru því tvær konur sem sitja í brúnni að því er segir í tilkynningu frá skólanum.
Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira