Hlutföllin að þokast í rétta átt Sveinn Arnarsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Í Reykjavík eru nærri tveir af hverjum þremur borgarfulltrúum konur. Vísir/ernir Fleiri konur en nokkru sinni fyrr náðu kjöri til sveitarstjórna í kosningum helgarinnar. Konur eru nú um 47 prósent sveitarstjórnarmanna en voru um 44 prósent fyrir fjórum árum. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, er að vonum ánægð ef hlutfall kynjanna er að jafnast enn frekar í sveitarstjórnum landsins. „Samkvæmt fyrstu skoðun virðist vera að draga saman með kynjunum en það er afar jákvætt að heildarhlutfallið er að jafnast. Þetta er því að þokast í rétta átt,“ segir Katrín Björg. „Hins vegar munum við fara ítarlega ofan í þessar tölur og skoða hvernig þetta lítur út í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Kynjaskiptingin er auðvitað mismunandi eftir sveitarfélögunum.“ Katrín segir jafna stöðu kynjanna innan sveitarfélaga auðvitað æskilega. „Þó við séum auðvitað ánægð með þetta munum við einnig skoða stöðu sveitarstjóra vítt og breitt um landið. Þar er heilmikið sem þarf að horfa til en einn af hverjum fjórum sveitarstjórum á síðasta kjörtímabili var kona. Það verður að segjast að það hlutfall er ekki eins ákjósanlegt og hlutfall kvenna inni í sveitarstjórnunum sjálfum,“ bætir Katrín Björg við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi. 27. maí 2018 20:15 Konur 65 prósent borgarfulltrúa Síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994. 27. maí 2018 09:20 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Fleiri konur en nokkru sinni fyrr náðu kjöri til sveitarstjórna í kosningum helgarinnar. Konur eru nú um 47 prósent sveitarstjórnarmanna en voru um 44 prósent fyrir fjórum árum. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, er að vonum ánægð ef hlutfall kynjanna er að jafnast enn frekar í sveitarstjórnum landsins. „Samkvæmt fyrstu skoðun virðist vera að draga saman með kynjunum en það er afar jákvætt að heildarhlutfallið er að jafnast. Þetta er því að þokast í rétta átt,“ segir Katrín Björg. „Hins vegar munum við fara ítarlega ofan í þessar tölur og skoða hvernig þetta lítur út í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Kynjaskiptingin er auðvitað mismunandi eftir sveitarfélögunum.“ Katrín segir jafna stöðu kynjanna innan sveitarfélaga auðvitað æskilega. „Þó við séum auðvitað ánægð með þetta munum við einnig skoða stöðu sveitarstjóra vítt og breitt um landið. Þar er heilmikið sem þarf að horfa til en einn af hverjum fjórum sveitarstjórum á síðasta kjörtímabili var kona. Það verður að segjast að það hlutfall er ekki eins ákjósanlegt og hlutfall kvenna inni í sveitarstjórnunum sjálfum,“ bætir Katrín Björg við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi. 27. maí 2018 20:15 Konur 65 prósent borgarfulltrúa Síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994. 27. maí 2018 09:20 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi. 27. maí 2018 20:15
Konur 65 prósent borgarfulltrúa Síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994. 27. maí 2018 09:20
Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25