Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Sjálfstæðismenn hafa stýrt í Vestmannaeyjum í tólf ár. Vísir/pjetur Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey. Hársbreidd munaði að Sjálfstæðismenn fengju fjóra menn kjörna á laugardaginn og héldu þannig meirihluta. Hann fór þó að lokum til Heimaeyjarframboðsins og Eyjalistinn tapaði líka einum manni. Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu RÚV að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig hreinum meirihluta. Þess vegna hefði verið ákveðið að telja aftur. Íris Róbertsdóttir, oddviti Heimaeyjarframboðsins, er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og eiga margir sem að framboðinu stóðu rætur að rekja þangað. Stofnað var til framboðsins eftir að ákveðið var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til prófkjörs í Vestmannaeyjum til að stilla upp á lista. Íris RóbertsdóttirÞá hefur Íris sagt við Fréttablaðið að hún vilji auka beint lýðræði. Meðal annars eigi íbúar í Vestmannaeyjum að fá að koma betur að þeirri ákvörðun hvort bærinn taki yfir rekstur Herjólfs. Íris var að funda með stuðningsfólki listans þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Eins og úrslitin gefa til kynna þá erum við búin að óska eftir því að hitta Eyjalistann. Það verða fyrstu skrefin,“ sagði Íris um komandi meirihlutaviðræður flokkanna. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, segir framboðið ætla að ræða við báða aðila í dag og meta stöðuna eftir það. Hann bendir þó á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með hreinan meirihluta í tólf ár. „Kosningarnar eru ákveðinn dómur á þann meirihluta. Við fáum líka okkar skell og missum mann og töpum einhverjum atkvæðum, þó þau séu ekki mörg. Ég held að Heimaeyjarframboðið sé svolítið með byrinn í seglin og kosningarnar gefa það til kynna að fólk vill breytingar,“ segir hann. Bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson, segir að ef niðurstaðan verði sú að hann gangi frá borði, þá sé hann sáttur. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri í tólf ár og það er ágætt á starfsferilskrána að hafa tekið við einu verst setta sveitarfélaginu og skilað af sér einu því best setta.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey. Hársbreidd munaði að Sjálfstæðismenn fengju fjóra menn kjörna á laugardaginn og héldu þannig meirihluta. Hann fór þó að lokum til Heimaeyjarframboðsins og Eyjalistinn tapaði líka einum manni. Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu RÚV að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig hreinum meirihluta. Þess vegna hefði verið ákveðið að telja aftur. Íris Róbertsdóttir, oddviti Heimaeyjarframboðsins, er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og eiga margir sem að framboðinu stóðu rætur að rekja þangað. Stofnað var til framboðsins eftir að ákveðið var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til prófkjörs í Vestmannaeyjum til að stilla upp á lista. Íris RóbertsdóttirÞá hefur Íris sagt við Fréttablaðið að hún vilji auka beint lýðræði. Meðal annars eigi íbúar í Vestmannaeyjum að fá að koma betur að þeirri ákvörðun hvort bærinn taki yfir rekstur Herjólfs. Íris var að funda með stuðningsfólki listans þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Eins og úrslitin gefa til kynna þá erum við búin að óska eftir því að hitta Eyjalistann. Það verða fyrstu skrefin,“ sagði Íris um komandi meirihlutaviðræður flokkanna. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, segir framboðið ætla að ræða við báða aðila í dag og meta stöðuna eftir það. Hann bendir þó á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með hreinan meirihluta í tólf ár. „Kosningarnar eru ákveðinn dómur á þann meirihluta. Við fáum líka okkar skell og missum mann og töpum einhverjum atkvæðum, þó þau séu ekki mörg. Ég held að Heimaeyjarframboðið sé svolítið með byrinn í seglin og kosningarnar gefa það til kynna að fólk vill breytingar,“ segir hann. Bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson, segir að ef niðurstaðan verði sú að hann gangi frá borði, þá sé hann sáttur. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri í tólf ár og það er ágætt á starfsferilskrána að hafa tekið við einu verst setta sveitarfélaginu og skilað af sér einu því best setta.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09
Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17
Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent