„Vinstrið er að fá rassskellingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 11:17 Líf bregður á leik í sjónvarpssal í gær. Hún telur mikilvægt að Vinstri græn komi að meirihlutaviðræðum, sem verða vart haldnar án aðkomu Eyþórs Arnalds eða Dags B. Eggertssonar, sem sjást með henni á mynd. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, var eini frambjóðandi flokksins sem náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum í gær. Hún segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn, auk þess sem nýir flokkar njóti líklega góðs af „nýjum spilum“. Þá telur Líf mikilvægt að flokkurinn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í sveitastjórnarkosningunum í gær. Vinstri græn hlutu 4,6% atkvæða og tapar 3,7% prósentustigum frá því í síðustu kosningum, þar sem flokkurinn fékk 8,3% atkvæða.Nýir flokkar taka fylgi Líf segir í samtali við Vísi að niðurstaðan sé óverðskulduð. „Að sjálfsögðu eru þetta ótrúlega mikil vonbrigði og ég ætla að segja eins og er að þetta er algjörlega óverðskuldað, finnst mér, af því að við höfum komið til leiðar mjög mörgum framfaramálum í borginni á kjörtímabilinu,“ segir Líf. „En vinstrið er að fá rassskellingu,“ bætir hún við. Þá telur hún augljóst að nýir flokkar eins og Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn hafi tekið fylgi af Vinstri grænum, auk smáframboða á borð við Kvennahreyfinguna. Líf segir nýju flokkanna mögulega njóta góðs af reynsluleysi í borgarstjórn. „Þessir flokkar sem byrja með nýtt spil eiga kannski eftir að vera í sömu stöðu og við í Vinstri grænum einn daginn,“ segir Líf. Sárir vinstrimenn vilja líka refsa Ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið umdeilt, sérstaklega meðal flokksfélaga innan Vinstri grænna. Þegar Líf er innt eftir því hvort fylgistapið megi e.t.v. rekja til ríkisstjórnarsamstarfsins segir hún að niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna sé engum að kenna. „Við erum bara búin að vera í ríkisstjórn í fimm mánuði, við erum ekki farin að sjá öll góðu verkin sem þessi ríkisstjórn er að leiða í gegn. Það er ekki komin reynsla á þetta ríkisstjórnarsamstarf og menn eru kannski enn í sárum, okkar kjósendur,“ segir Líf. „Og ég held að þegar vinstri menn verða sárir, vegna þess að þeir eru að drepast úr réttlætiskennd og ég elska það, þá vilja þeir líka refsa.“ Um mögulega aðkomu Vinstri grænna að meirihluta í nýkjörinni borgarstjórn segir Líf að engar þreifingar séu enn hafnar af sinni hálfu. Hún segist þó vera að meta samningsstöðu flokksins og telur mikilvægt að hann komi að samningsborðinu. „Aldrei að vanmeta Vinstri græn,“ segir Líf. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, var eini frambjóðandi flokksins sem náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum í gær. Hún segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn, auk þess sem nýir flokkar njóti líklega góðs af „nýjum spilum“. Þá telur Líf mikilvægt að flokkurinn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í sveitastjórnarkosningunum í gær. Vinstri græn hlutu 4,6% atkvæða og tapar 3,7% prósentustigum frá því í síðustu kosningum, þar sem flokkurinn fékk 8,3% atkvæða.Nýir flokkar taka fylgi Líf segir í samtali við Vísi að niðurstaðan sé óverðskulduð. „Að sjálfsögðu eru þetta ótrúlega mikil vonbrigði og ég ætla að segja eins og er að þetta er algjörlega óverðskuldað, finnst mér, af því að við höfum komið til leiðar mjög mörgum framfaramálum í borginni á kjörtímabilinu,“ segir Líf. „En vinstrið er að fá rassskellingu,“ bætir hún við. Þá telur hún augljóst að nýir flokkar eins og Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn hafi tekið fylgi af Vinstri grænum, auk smáframboða á borð við Kvennahreyfinguna. Líf segir nýju flokkanna mögulega njóta góðs af reynsluleysi í borgarstjórn. „Þessir flokkar sem byrja með nýtt spil eiga kannski eftir að vera í sömu stöðu og við í Vinstri grænum einn daginn,“ segir Líf. Sárir vinstrimenn vilja líka refsa Ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið umdeilt, sérstaklega meðal flokksfélaga innan Vinstri grænna. Þegar Líf er innt eftir því hvort fylgistapið megi e.t.v. rekja til ríkisstjórnarsamstarfsins segir hún að niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna sé engum að kenna. „Við erum bara búin að vera í ríkisstjórn í fimm mánuði, við erum ekki farin að sjá öll góðu verkin sem þessi ríkisstjórn er að leiða í gegn. Það er ekki komin reynsla á þetta ríkisstjórnarsamstarf og menn eru kannski enn í sárum, okkar kjósendur,“ segir Líf. „Og ég held að þegar vinstri menn verða sárir, vegna þess að þeir eru að drepast úr réttlætiskennd og ég elska það, þá vilja þeir líka refsa.“ Um mögulega aðkomu Vinstri grænna að meirihluta í nýkjörinni borgarstjórn segir Líf að engar þreifingar séu enn hafnar af sinni hálfu. Hún segist þó vera að meta samningsstöðu flokksins og telur mikilvægt að hann komi að samningsborðinu. „Aldrei að vanmeta Vinstri græn,“ segir Líf.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44