Gríðarleg spenna í Eyjum að mati Elliða: Við erum að fara inn í „overtime“ núna Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2018 22:37 Elliði hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá árinu 2006. Vísir/Eyþór Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir það gaman að fylgjast með úrslitum kosninganna. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki Elliða, virðist hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðismönnum miðað við fyrstu tölur. Samkvæmt þeim næði Elliði ekki kjöri, en hann skipar fimmta sæti listans. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 45,6 prósenta fylgi og fjóra bæjarfulltrúa, Fyrir Heimaey með 33,8 prósent og tvo fulltrúa og Eyjalistinn með 20,6 prósent og einn bæjarfulltrúa. „Spennan er gríðarlega mikil núna og gaman að fylgjast með,“ sagði Elliði í beinni útsendingu á RÚV fyrir stuttu og greip til líkingamáls úr heimi íþróttanna. „Við erum að fara inn í „overtime“ og kannski svona fjórar mínútur eftir á klukkunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Elliði segir það áhugavert að sjá að samanlagt fylgi Sjálfstæðismanna og H-listans sé mjög svipað og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Aðspurður hvort bæjarstjórastóllinn hangi ekki á bláþræði, sagði hann það vissulega vera svo. „En þetta er auðvitað mikið stærra en ég,“ segir hann. „Þessi auma persóna sem gegnir þessari stóru stöðu.“ Elliði sagði flokkinn jafnframt tilbúinn að vinna í minnihluta á næsta kjörtímabili, sé það vilji kjósenda.Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans.„Við erum rosalega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ sagði Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, í sama viðtali á RÚV. „Það var klárlega meðbyr fyrir nýju framboði.“ Íris sagðist telja að málefnin hefðu að mestu ráðið góðu gengi hins nýja framboðs, frekar en sú atburðarás sem varð til þess að listinn bauð fram. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans. Eyjalistinn missir annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum miðað við þessar fyrstu tölur. Njáll Ragnarsson, oddviti listans, segir flokkinn halda í vonina um að ná öðrum manni inn en að fyrstu tölur séu vissulega vonbrigði. „Ég get ekki verið sáttur við það,“ segir Njáll. „Það var svo sem á brattan að sækja en þetta eru vonbrigði.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53 Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34 Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir það gaman að fylgjast með úrslitum kosninganna. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki Elliða, virðist hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðismönnum miðað við fyrstu tölur. Samkvæmt þeim næði Elliði ekki kjöri, en hann skipar fimmta sæti listans. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 45,6 prósenta fylgi og fjóra bæjarfulltrúa, Fyrir Heimaey með 33,8 prósent og tvo fulltrúa og Eyjalistinn með 20,6 prósent og einn bæjarfulltrúa. „Spennan er gríðarlega mikil núna og gaman að fylgjast með,“ sagði Elliði í beinni útsendingu á RÚV fyrir stuttu og greip til líkingamáls úr heimi íþróttanna. „Við erum að fara inn í „overtime“ og kannski svona fjórar mínútur eftir á klukkunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Elliði segir það áhugavert að sjá að samanlagt fylgi Sjálfstæðismanna og H-listans sé mjög svipað og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Aðspurður hvort bæjarstjórastóllinn hangi ekki á bláþræði, sagði hann það vissulega vera svo. „En þetta er auðvitað mikið stærra en ég,“ segir hann. „Þessi auma persóna sem gegnir þessari stóru stöðu.“ Elliði sagði flokkinn jafnframt tilbúinn að vinna í minnihluta á næsta kjörtímabili, sé það vilji kjósenda.Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans.„Við erum rosalega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ sagði Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, í sama viðtali á RÚV. „Það var klárlega meðbyr fyrir nýju framboði.“ Íris sagðist telja að málefnin hefðu að mestu ráðið góðu gengi hins nýja framboðs, frekar en sú atburðarás sem varð til þess að listinn bauð fram. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans. Eyjalistinn missir annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum miðað við þessar fyrstu tölur. Njáll Ragnarsson, oddviti listans, segir flokkinn halda í vonina um að ná öðrum manni inn en að fyrstu tölur séu vissulega vonbrigði. „Ég get ekki verið sáttur við það,“ segir Njáll. „Það var svo sem á brattan að sækja en þetta eru vonbrigði.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53 Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34 Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53
Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34
Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30