Gordon tryggði Houston sigurinn og forystuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:15 Gordon í baráttunni við Curry í nótt vísir/getty Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags. Eric Gordon kom af bekknum í nótt og setti samtals 24 stig en mikilvægast af öllu var að hann stal boltanum af Warriors í lokasókn þeirra og tryggði Houston 98-94 sigur. 20 stiga maðurinn og leiðtoginn Chris Paul meiddist aftan í læri á síðustu mínutu leiksins og gæti misst af sjötta leik liðanna sem gæti reynst Houston dýrt. Ef Rockets nær í sigur um helgina slá þeir ekki aðeins út ríkjandi meistara heldur verður það einnig í fyrsta skipti síðan árið 1995 sem Houston kemst í sjálft úrslitaeinvígið.Chris Paul (20 PTS, 6 AST) & Steph Curry (22 PTS, 6 AST) put on a Game 5 point guard duel in Houston! #Rockets#DubNation#NBAPlayoffspic.twitter.com/hsJXJofGfk — NBA (@NBA) May 25, 2018 Kevin Durant setti 29 stig fyrir meistarana og Stephen Curry skoraði 22. „Við höfum ekki verið í þessari stöðu áður, svo þetta er kafli sem við þurfum að átta okkur á til þess að klára söguna,“ sagði Curry en síðustu þrjú ár hefur Golden State farið í úrslitin. Meistararnir byrjuðu leikinn ekki vel og voru undir allan fyrsta fjórðunginn. Það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks að Draymond Green jafnaði metin fyrir Golden State af vítalínunni, staðan 45-45 í hálfleik. Þeir komust yfir í upphafi þriðja leikhluta en það entist ekki lengi. Liðin skiptust á forystunni út leikhlutann og var leikurinn mjög spennandi allan seinni hálfleikinn. Green átti þriggja stiga körfu þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni sem minnkaði muninn í eitt stig. James Harden hitti ekki úr þriggja stiga skoti sínu hinu megin, en hann hitti ekki einn þrist úr 12 tilraunum í nótt. Green missti stjórn á boltanum og Gordon náði að stela loka sókninni, setti niður tvö vítaskot og tryggði fjögurra stiga sigur Houston.James Harden kicked it out to Eric Gordon for the clutch late triple in tonight's #AssistOfTheNight! #Rocketspic.twitter.com/k3ehiUsf2k — NBA (@NBA) May 25, 2018 NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags. Eric Gordon kom af bekknum í nótt og setti samtals 24 stig en mikilvægast af öllu var að hann stal boltanum af Warriors í lokasókn þeirra og tryggði Houston 98-94 sigur. 20 stiga maðurinn og leiðtoginn Chris Paul meiddist aftan í læri á síðustu mínutu leiksins og gæti misst af sjötta leik liðanna sem gæti reynst Houston dýrt. Ef Rockets nær í sigur um helgina slá þeir ekki aðeins út ríkjandi meistara heldur verður það einnig í fyrsta skipti síðan árið 1995 sem Houston kemst í sjálft úrslitaeinvígið.Chris Paul (20 PTS, 6 AST) & Steph Curry (22 PTS, 6 AST) put on a Game 5 point guard duel in Houston! #Rockets#DubNation#NBAPlayoffspic.twitter.com/hsJXJofGfk — NBA (@NBA) May 25, 2018 Kevin Durant setti 29 stig fyrir meistarana og Stephen Curry skoraði 22. „Við höfum ekki verið í þessari stöðu áður, svo þetta er kafli sem við þurfum að átta okkur á til þess að klára söguna,“ sagði Curry en síðustu þrjú ár hefur Golden State farið í úrslitin. Meistararnir byrjuðu leikinn ekki vel og voru undir allan fyrsta fjórðunginn. Það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks að Draymond Green jafnaði metin fyrir Golden State af vítalínunni, staðan 45-45 í hálfleik. Þeir komust yfir í upphafi þriðja leikhluta en það entist ekki lengi. Liðin skiptust á forystunni út leikhlutann og var leikurinn mjög spennandi allan seinni hálfleikinn. Green átti þriggja stiga körfu þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni sem minnkaði muninn í eitt stig. James Harden hitti ekki úr þriggja stiga skoti sínu hinu megin, en hann hitti ekki einn þrist úr 12 tilraunum í nótt. Green missti stjórn á boltanum og Gordon náði að stela loka sókninni, setti niður tvö vítaskot og tryggði fjögurra stiga sigur Houston.James Harden kicked it out to Eric Gordon for the clutch late triple in tonight's #AssistOfTheNight! #Rocketspic.twitter.com/k3ehiUsf2k — NBA (@NBA) May 25, 2018
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira