Rússneskir hrekkjalómar göbbuðu breska utanríkisráðherrann Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 14:30 Breska utanríkisráðuneytið segir að Johnson hafi strax áttað sig á að um gabb væri að ræða. Símtalið stóð engu að síður yfir í átján mínútur. Vísir/AFP Boris Johnson, utanríkisráðherra, Bretlands ræddi um Vladímír Pútín og Sergei Skrípal í átján mínútna löngu símtali við mann sem hann hélt að væri nýr forsætisráðherra Armeníu. Tveir rússneskir hrekkjalómar sem grunur leikur á að tengist þarlendri leyniþjónustu stóðu hins vegar að baki símtalinu. Mennirnir tveir birtu upptöku af símtalinu sem átti sér stað í síðustu viku, að sögn The Guardian. Annar þeirra lést vera Níkol Pasjinjan, nýr forsætisráðherra Armeníu. Spurði hann Johnson meðal annars hvers hann ætti að eiga við Pútín Rússlandsforseta og bað hann um upplýsingar um viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal. Hrekkjalómarnir fengu hins vegar lítið bitastætt upp úr Johnson. Hann sagði þeim meðal annars að bresk stjórnvöld myndu halda áfram að auka þrýsting á ólígarkana í kringum Pútín þar sem það hafi reynst árangursríkasta aðferðin til að eiga við Rússa. Sagði Johnson að bresk stjórnvöld væru „næstum 100% viss“ um að Rússar hafi staðið að tilræðinu við Skrípal og bauð viðmælanda sínum að fá að sjá frekari gögn sem hafa ekki verið gerð opinber því til stuðnings. „Ef ég hefði skilaboð til Pútín þá væri þau að við viljum ekki kalt stríð en við viljum sjá að Rússar bæti hegðun sína,“ sagði Johnson.Neita tengslum við leyniþjónustuna Hrekkjalómarnir tveir, Alexei Stoljarov og Vladímír Kuznetsov, eru þekktir undir nöfnunum Lexus og Vovan. Þeir hafa áður náð að láta aðra ráðamenn bíta á agnið. Þannig þóttust þeir vera Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, í símtali við Recep Erdogan, leiðtoga Tyrklands, og töluðu við söngvarann Elton John sem Vladímír Pútín. Þeir hafa neitað því að tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Hrekkir þeirra hafa þó oft kallast á við yfirlýsingar stjórnvalda í Kreml. Þá þykir sú staðreynd að þeir hafi ítrekað náð tali af þjóðarleiðtogum benda til þess að þeir gætu notið aðstoðar. Háttsettur breskur embættismaður segir við The Guardian að hrekkurinn virðist nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda til að bjarga andliti vegna alþjóðlega fordæmingu á árásinni á Skrípal. „Það er sorglegt að sjá meiriháttar heimsveldi leggjast svo lágt að stunda misheppnaða hrekki sem maður sér vanalega aðeins í Trigger Happy TV,“ sagði embættismaðurinn og vísaði til bresks sjónvarpsþáttar sem er þekktur fyrir hrekki. Armenía Bretland Rússland Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra, Bretlands ræddi um Vladímír Pútín og Sergei Skrípal í átján mínútna löngu símtali við mann sem hann hélt að væri nýr forsætisráðherra Armeníu. Tveir rússneskir hrekkjalómar sem grunur leikur á að tengist þarlendri leyniþjónustu stóðu hins vegar að baki símtalinu. Mennirnir tveir birtu upptöku af símtalinu sem átti sér stað í síðustu viku, að sögn The Guardian. Annar þeirra lést vera Níkol Pasjinjan, nýr forsætisráðherra Armeníu. Spurði hann Johnson meðal annars hvers hann ætti að eiga við Pútín Rússlandsforseta og bað hann um upplýsingar um viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal. Hrekkjalómarnir fengu hins vegar lítið bitastætt upp úr Johnson. Hann sagði þeim meðal annars að bresk stjórnvöld myndu halda áfram að auka þrýsting á ólígarkana í kringum Pútín þar sem það hafi reynst árangursríkasta aðferðin til að eiga við Rússa. Sagði Johnson að bresk stjórnvöld væru „næstum 100% viss“ um að Rússar hafi staðið að tilræðinu við Skrípal og bauð viðmælanda sínum að fá að sjá frekari gögn sem hafa ekki verið gerð opinber því til stuðnings. „Ef ég hefði skilaboð til Pútín þá væri þau að við viljum ekki kalt stríð en við viljum sjá að Rússar bæti hegðun sína,“ sagði Johnson.Neita tengslum við leyniþjónustuna Hrekkjalómarnir tveir, Alexei Stoljarov og Vladímír Kuznetsov, eru þekktir undir nöfnunum Lexus og Vovan. Þeir hafa áður náð að láta aðra ráðamenn bíta á agnið. Þannig þóttust þeir vera Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, í símtali við Recep Erdogan, leiðtoga Tyrklands, og töluðu við söngvarann Elton John sem Vladímír Pútín. Þeir hafa neitað því að tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Hrekkir þeirra hafa þó oft kallast á við yfirlýsingar stjórnvalda í Kreml. Þá þykir sú staðreynd að þeir hafi ítrekað náð tali af þjóðarleiðtogum benda til þess að þeir gætu notið aðstoðar. Háttsettur breskur embættismaður segir við The Guardian að hrekkurinn virðist nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda til að bjarga andliti vegna alþjóðlega fordæmingu á árásinni á Skrípal. „Það er sorglegt að sjá meiriháttar heimsveldi leggjast svo lágt að stunda misheppnaða hrekki sem maður sér vanalega aðeins í Trigger Happy TV,“ sagði embættismaðurinn og vísaði til bresks sjónvarpsþáttar sem er þekktur fyrir hrekki.
Armenía Bretland Rússland Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45
Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00
Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03
Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02