MAST telur meðhöndlun skrautfugla ekki örugga og vill þá úr landi eða aflífaða ella Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. maí 2018 12:14 Fuglarnir eru í sóttkví í Holtagörðum. Sníkjudýrið sem nefnist norræni fuglamítillinn greindist í einum þeirra. Matvælastofnun lsegir meðhöndlun ekki örugga og vill þá úr landi. Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri.Fuglamítill fannst á einum fugli Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins flutti um 360 fugla inn frá Hollandi í febrúar sem voru settir í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofnunar tilkynnti Þórarinn að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á fuglinum var norræni fuglamítillinn. Í marslok gaf MAST svo gæludýraversluninni nokkurra daga frest til að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá ella.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Deila um hvort meðhöndlun sé möguleg Þórarinn Þór hefur frá upphafi haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti. MAST hefur hins vegar hafnað því, ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Við sögðum svo frá því í síðustu viku að Þórarinn Þór hefði sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar. Þá sendi hann yfirdýralækni MAST bréf þar sem kom fram að Dýraríkið hyggðist kæra yfirdýralækninn fyrir brot á lögum um dýravelferð nema hann fyrirskipaði tafarlausa meðferðá fuglunum.Geti valdið miklu tjóni og þurfi því úr landi Matvælastofnun hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins og þar kemur fram að eftir mikla ígrundun hafi stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nægilega tryggt að meðhöndlun beri árangur. Mítillinn geti borist á önnur dýr, fólk og ýmis konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla hér á landi geti það haft alvarlegar afleiðingar hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Vegna þess mikla tjóns sem landnám þessa mítils geti valdið fuglum hér á landi fari Matvælastofnun því fram á að viðkomandi fuglar verði fluttir úr landi eða aflífaðir ella. Dýr Tengdar fréttir Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri.Fuglamítill fannst á einum fugli Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins flutti um 360 fugla inn frá Hollandi í febrúar sem voru settir í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofnunar tilkynnti Þórarinn að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á fuglinum var norræni fuglamítillinn. Í marslok gaf MAST svo gæludýraversluninni nokkurra daga frest til að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá ella.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Deila um hvort meðhöndlun sé möguleg Þórarinn Þór hefur frá upphafi haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti. MAST hefur hins vegar hafnað því, ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Við sögðum svo frá því í síðustu viku að Þórarinn Þór hefði sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar. Þá sendi hann yfirdýralækni MAST bréf þar sem kom fram að Dýraríkið hyggðist kæra yfirdýralækninn fyrir brot á lögum um dýravelferð nema hann fyrirskipaði tafarlausa meðferðá fuglunum.Geti valdið miklu tjóni og þurfi því úr landi Matvælastofnun hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins og þar kemur fram að eftir mikla ígrundun hafi stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nægilega tryggt að meðhöndlun beri árangur. Mítillinn geti borist á önnur dýr, fólk og ýmis konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla hér á landi geti það haft alvarlegar afleiðingar hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Vegna þess mikla tjóns sem landnám þessa mítils geti valdið fuglum hér á landi fari Matvælastofnun því fram á að viðkomandi fuglar verði fluttir úr landi eða aflífaðir ella.
Dýr Tengdar fréttir Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48
Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00
Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00