Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:16 Hrafn Jökulsson er ánægður með að lögheimilisskráning hans í Árneshrepp standi. vísir/ernir Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Kaupfélagshúsið í Árneshreppi í lok apríl síðastliðnum standi. Áður hafði Þjóðskrá fellt lögheimilisskráningu Hrafns úr gildi en eins og fjallað hefur verið um ákvað stofnunin að taka lögheimilisflutninga átján einstaklinga í Árneshrepp til skoðunar á dögunum. Á föstudag voru tólf lögheimilisskráningar felldar úr gildi, þar á meðal lögheimilisskráning Hrafns. Í fyrradag var sú þréttánda felld úr gildi, ein var samþykkt og einn dró skráninguna til baka. Í gær var svo ein skráning felld úr gildi. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi svo tólf einstaklinga út af kjörskrá í hreppnum í fyrradag í samræmi við ákvörðun Þjóðskrá um að fella lögheimiliskráningarnar úr gildi. Hrafn segist í samtali við Vísi óskaplega glaður með að málinu sé lokið. Hann segist ekki vita betur en að hreppsnefndin fundi í kvöld og fari yfir kjörskrána á ný. Kveðst hann ekki eiga von á öðru en að honum verði bætt aftur inn á hana. „Mér var að berast frá Þjóðskrá Íslands tilkynning um það að þeir hefðu orðið við minni réttmætu kröfu um að lögheimilisflutningur minn standi. Ég er óskaplega glaður yfir því að þessu máli skuli vera lokið og óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt mér lið í þessari mannréttindabaráttu,“ segir Hrafn. Spurður út í hvað hann þurfti að gera til að fá skráningunni breytt til baka segir hann: „Ég hef átt í góðum samskiptum við hið ágæta starfsfólk Þjóðskrár. Þeim hafa borist hin ýmsu gögn bæði frá mér og öðrum máli mínu til staðfestingar og ég vissi alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Það er mikill léttir að geta farið að hugsa um eitthvað annað.“ Hrafn segist feginn hversu hratt og vel málið gekk fyrir sig. „Og ég er ákaflega ánægður hve Þjóðskrá hefur unnið faglega að mínu máli.“Hér fyrir neðan má sjá færslu Hrafns á Facebook frá því fyrr í vikunni um málið. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Kaupfélagshúsið í Árneshreppi í lok apríl síðastliðnum standi. Áður hafði Þjóðskrá fellt lögheimilisskráningu Hrafns úr gildi en eins og fjallað hefur verið um ákvað stofnunin að taka lögheimilisflutninga átján einstaklinga í Árneshrepp til skoðunar á dögunum. Á föstudag voru tólf lögheimilisskráningar felldar úr gildi, þar á meðal lögheimilisskráning Hrafns. Í fyrradag var sú þréttánda felld úr gildi, ein var samþykkt og einn dró skráninguna til baka. Í gær var svo ein skráning felld úr gildi. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi svo tólf einstaklinga út af kjörskrá í hreppnum í fyrradag í samræmi við ákvörðun Þjóðskrá um að fella lögheimiliskráningarnar úr gildi. Hrafn segist í samtali við Vísi óskaplega glaður með að málinu sé lokið. Hann segist ekki vita betur en að hreppsnefndin fundi í kvöld og fari yfir kjörskrána á ný. Kveðst hann ekki eiga von á öðru en að honum verði bætt aftur inn á hana. „Mér var að berast frá Þjóðskrá Íslands tilkynning um það að þeir hefðu orðið við minni réttmætu kröfu um að lögheimilisflutningur minn standi. Ég er óskaplega glaður yfir því að þessu máli skuli vera lokið og óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt mér lið í þessari mannréttindabaráttu,“ segir Hrafn. Spurður út í hvað hann þurfti að gera til að fá skráningunni breytt til baka segir hann: „Ég hef átt í góðum samskiptum við hið ágæta starfsfólk Þjóðskrár. Þeim hafa borist hin ýmsu gögn bæði frá mér og öðrum máli mínu til staðfestingar og ég vissi alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Það er mikill léttir að geta farið að hugsa um eitthvað annað.“ Hrafn segist feginn hversu hratt og vel málið gekk fyrir sig. „Og ég er ákaflega ánægður hve Þjóðskrá hefur unnið faglega að mínu máli.“Hér fyrir neðan má sjá færslu Hrafns á Facebook frá því fyrr í vikunni um málið.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15
Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34
Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56