Þjóðarsjúkrahús að Keldum Jón Hjaltalín skrifar 24. maí 2018 07:00 Fagna ber að hreyfing er loksins komin á byggingu meðferðarkjarna við Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut þótt mikill meirihluti Reykvíkinga og þjóðarinnar telji mun skynsamlegra að byggja þess í stað nýtt Þjóðarsjúkrahús á betri stað eins og á Keldum. Miðflokkurinn hefur lagt fram tillögu á Alþingi um alvöru staðarvalsgreiningu spítala á Keldum eða Vífilsstöðum borið saman við Hringbrautina. Þessi tillaga hefur verið „svæfð“ í velferðarnefnd Alþingis af fulltrúa VG svo umræður og afgreiðsla tillögunnar frestast fram á haustið.Staðarvalsgreining og forhönnun á að taka 12 mánuði Helstu fylgismenn byggingar Landspítala við Hringbraut bera fyrir sig þá þvælu að það muni seinka byggingu spítalans um 10-15 ár að hugleiða annan stað, einkum vegna tíma við staðarvalsgreiningu, deiliskipulag og opinberar leyfisveitingar! Þann 11. maí sl. efndu samtökin Betri spítali á betri stað til málþings um byggingu þjóðarsjúkrahúss og flutti íslenski arkitektinn Hallgrímur Þór Sigurðsson, meðeigandi Nordic arkitektastofunnar í Ósló, þar erindi um staðarvalsgreiningu, hönnun og byggingu 10 spítala í Noregi og Danmörku. En arkitektastofa hans hefur mikla sérfræðiþekkingu með um 50 arkitekta sem vinna eingöngu við staðarvalsgreiningu, hönnun og skipulagningu spítala og heilsutengdra verkefna. Í erindi sínu taldi Hallgrímur upp átta nýleg sjúkrahús sem hafa verið byggð eða sem verið er að byggja í Danmörku og Noregi þar sem heildartími staðarvals, hönnunar og byggingar spítalanna er 5-10 ár eftir stærð þeirra og staðsetningu. Athyglisvert var að allir þessir spítalar hafa verið byggðir á nýjum stað í útjaðri viðkomandi borga í staðinn fyrir við gömlu spítalana í miðborginni. Hallgrímur kynnti sérstaklega verkefni sem hann er að vinna að sem er nýtt háskólasjúkrahús í Stavanger í Noregi sem á að þjóna 360.000 íbúum svæðisins en íbúar Stavanger í dag eru um 140.000 eða svipað og á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sjúkrahúsið verður 205.000 fm með 650 rúmum. Staðarvalsgreining var gerð á þremur stöðum í Stavanger og fór fram árin 2015-2016 sem fólst í 6 mánaða staðarvalsgreiningu og forhönnunarferli og 6 mánaða pólitísku ferli (deiliskipulag og leyfisveitingar). Hönnun og bygging sjúkrahússins á þeim stað sem valinn var tekur sjö ár og verður það tekið í notkun 2023. Staðarvalsgreiningin sýndi fram á að það var tveimur árum skemmri tími og mun ódýrara en að byggja við gömlu spítalana í miðborg Stavanger. Kjósandi góður, hvers vegna tekur staðarvalsgreining sjúkrahúsa, deiliskipulag og leyfisveitingar tíu ár á Íslandi en aðeins eitt ár í Noregi?Höfundur er verkfræðingur og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kosningar 2018 Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fagna ber að hreyfing er loksins komin á byggingu meðferðarkjarna við Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut þótt mikill meirihluti Reykvíkinga og þjóðarinnar telji mun skynsamlegra að byggja þess í stað nýtt Þjóðarsjúkrahús á betri stað eins og á Keldum. Miðflokkurinn hefur lagt fram tillögu á Alþingi um alvöru staðarvalsgreiningu spítala á Keldum eða Vífilsstöðum borið saman við Hringbrautina. Þessi tillaga hefur verið „svæfð“ í velferðarnefnd Alþingis af fulltrúa VG svo umræður og afgreiðsla tillögunnar frestast fram á haustið.Staðarvalsgreining og forhönnun á að taka 12 mánuði Helstu fylgismenn byggingar Landspítala við Hringbraut bera fyrir sig þá þvælu að það muni seinka byggingu spítalans um 10-15 ár að hugleiða annan stað, einkum vegna tíma við staðarvalsgreiningu, deiliskipulag og opinberar leyfisveitingar! Þann 11. maí sl. efndu samtökin Betri spítali á betri stað til málþings um byggingu þjóðarsjúkrahúss og flutti íslenski arkitektinn Hallgrímur Þór Sigurðsson, meðeigandi Nordic arkitektastofunnar í Ósló, þar erindi um staðarvalsgreiningu, hönnun og byggingu 10 spítala í Noregi og Danmörku. En arkitektastofa hans hefur mikla sérfræðiþekkingu með um 50 arkitekta sem vinna eingöngu við staðarvalsgreiningu, hönnun og skipulagningu spítala og heilsutengdra verkefna. Í erindi sínu taldi Hallgrímur upp átta nýleg sjúkrahús sem hafa verið byggð eða sem verið er að byggja í Danmörku og Noregi þar sem heildartími staðarvals, hönnunar og byggingar spítalanna er 5-10 ár eftir stærð þeirra og staðsetningu. Athyglisvert var að allir þessir spítalar hafa verið byggðir á nýjum stað í útjaðri viðkomandi borga í staðinn fyrir við gömlu spítalana í miðborginni. Hallgrímur kynnti sérstaklega verkefni sem hann er að vinna að sem er nýtt háskólasjúkrahús í Stavanger í Noregi sem á að þjóna 360.000 íbúum svæðisins en íbúar Stavanger í dag eru um 140.000 eða svipað og á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sjúkrahúsið verður 205.000 fm með 650 rúmum. Staðarvalsgreining var gerð á þremur stöðum í Stavanger og fór fram árin 2015-2016 sem fólst í 6 mánaða staðarvalsgreiningu og forhönnunarferli og 6 mánaða pólitísku ferli (deiliskipulag og leyfisveitingar). Hönnun og bygging sjúkrahússins á þeim stað sem valinn var tekur sjö ár og verður það tekið í notkun 2023. Staðarvalsgreiningin sýndi fram á að það var tveimur árum skemmri tími og mun ódýrara en að byggja við gömlu spítalana í miðborg Stavanger. Kjósandi góður, hvers vegna tekur staðarvalsgreining sjúkrahúsa, deiliskipulag og leyfisveitingar tíu ár á Íslandi en aðeins eitt ár í Noregi?Höfundur er verkfræðingur og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar