1.100 milljarðar skipta máli Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Eftir þrjár vikur verður ákveðið hvar heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2026 verður haldið. Þetta er fyrsta kosningin eftir að upp komst um umfangsmikla spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og stendur valið á milli Marokkó og sameiginlegrar umsóknar Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Fulltrúar allra aðildarsambanda fá í fyrsta sinn að kjósa og hafði FIFA áður lagt mat á umsóknir samkvæmt skýrt skilgreindum matsþáttum. Sem dæmi má nefna að 6% niðurstöðunnar byggðu á mati á aðstöðu fyrir leikmenn og dómara og 3% á gæðum fyrirhugaðra stuðningsmannasvæða. Væntanlegur hagnaður FIFA af mótinu vó 30 prósent af heildarmatinu. Hugmyndin er að gera valið faglegra og eftir því hefur svo sannarlega verið kallað. Bandarísk yfirvöld áætla að umfang mútugreiðslna hjá FIFA undanfarin ár nemi um 15 milljörðum króna og valið á Katar og Rússlandi sem gestgjöfum HM hefur verið harðlega gagnrýnt. Nú reynir því á knattspyrnuhreyfinguna. Alls 211 aðildarsambönd kjósa 13. júní og talið er að mjótt verði á mununum. Bandarísk knattspyrnuyfirvöld tefldu fram afar sterku trompi á dögunum. Því var lofað að færi HM vestur um haf yrði hagnaður FIFA af mótinu um 1.100 milljarðar króna, svipað samanlögðum hagnaði sambandsins af HM 2006, 2010, 2014 og 2018. Aftur á móti er knattspyrnusamband Afríku stærst aðildarsambanda FIFA og reiknað er með að öll aðildarlöndin 53 styðji Marokkó. Það hefur kannski verið skipt um mann í brúnni en hagsmunir ráða enn hvernig aðildarsamböndin haga atkvæðum sínum. Það er ólíklegt að gæði stuðningsmannasvæða hafi áhrif, en 1.100 milljarðarnir hafa þó mikil áhrif á forsvarsmenn FIFA, sem í liðinni viku fengu neikvæð viðbrögð frá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, varðandi tvö ný mót sem skila áttu sambandinu um 2.500 milljörðum króna í kassann. Þó FIFA sé rekið án hagnaðarsjónarmiða höfum við fyrir löngu áttað okkur á mikilvægi peninga í starfsemi þess. Þessir 1.100 milljarðar koma svo sannarlega til með að skipta máli.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Eftir þrjár vikur verður ákveðið hvar heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2026 verður haldið. Þetta er fyrsta kosningin eftir að upp komst um umfangsmikla spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og stendur valið á milli Marokkó og sameiginlegrar umsóknar Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Fulltrúar allra aðildarsambanda fá í fyrsta sinn að kjósa og hafði FIFA áður lagt mat á umsóknir samkvæmt skýrt skilgreindum matsþáttum. Sem dæmi má nefna að 6% niðurstöðunnar byggðu á mati á aðstöðu fyrir leikmenn og dómara og 3% á gæðum fyrirhugaðra stuðningsmannasvæða. Væntanlegur hagnaður FIFA af mótinu vó 30 prósent af heildarmatinu. Hugmyndin er að gera valið faglegra og eftir því hefur svo sannarlega verið kallað. Bandarísk yfirvöld áætla að umfang mútugreiðslna hjá FIFA undanfarin ár nemi um 15 milljörðum króna og valið á Katar og Rússlandi sem gestgjöfum HM hefur verið harðlega gagnrýnt. Nú reynir því á knattspyrnuhreyfinguna. Alls 211 aðildarsambönd kjósa 13. júní og talið er að mjótt verði á mununum. Bandarísk knattspyrnuyfirvöld tefldu fram afar sterku trompi á dögunum. Því var lofað að færi HM vestur um haf yrði hagnaður FIFA af mótinu um 1.100 milljarðar króna, svipað samanlögðum hagnaði sambandsins af HM 2006, 2010, 2014 og 2018. Aftur á móti er knattspyrnusamband Afríku stærst aðildarsambanda FIFA og reiknað er með að öll aðildarlöndin 53 styðji Marokkó. Það hefur kannski verið skipt um mann í brúnni en hagsmunir ráða enn hvernig aðildarsamböndin haga atkvæðum sínum. Það er ólíklegt að gæði stuðningsmannasvæða hafi áhrif, en 1.100 milljarðarnir hafa þó mikil áhrif á forsvarsmenn FIFA, sem í liðinni viku fengu neikvæð viðbrögð frá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, varðandi tvö ný mót sem skila áttu sambandinu um 2.500 milljörðum króna í kassann. Þó FIFA sé rekið án hagnaðarsjónarmiða höfum við fyrir löngu áttað okkur á mikilvægi peninga í starfsemi þess. Þessir 1.100 milljarðar koma svo sannarlega til með að skipta máli.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar