Borgarlína, nei takk? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Meirihluti Reykvíkinga ferðast einn um í bíl. Annar stærsti kostnaðarliður heimilanna er samgöngur. Samkvæmt FÍB kostar rekstur lítils fólksbíls yfir milljón á ári og mörg heimili reka fleiri en einn. Beinn kostnaður borgarinnar af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári. Tekjur borgarinnar af bílum eru engar umfram bílastæðagjöld. Borgin er skipulögð í kringum bíla og hlutfall samgöngumannvirkja af landnotkun er 48%. Þrátt fyrir að bíllinn sé í forgangi og að stofnbrautir kljúfi borgina og hverfi borgarinnar og þrátt fyrir að mislæg gatnamót greiði fyrir umferð inni í borginni þá hægist á umferð á háannatíma. Það hægist á umferð þar sem stór hluti fólks ferðast sömu leiðir til og frá vinnu á sama tíma, hver og einn í sínum bíl. Til þess að bílarnir komist leiðar sinnar höfum við 4-8 akreina hraðbrautir sem liggja milli úthverfa Reykjavíkur, nágrannasveitarfélaga og borgarinnar þar sem stór hluti stundar nám eða vinnu. Ferðatími fólks í borginni hefur lengst um 1-2 mínútur í hverri ferð á seinustu árum. Umferðin hefur þyngst og fólk er 1-2 mínútum lengur í bílnum í hverri ferð. Aðspurður vill meirihluti Reykvíkinga setja borgarlínu, strætó og hjólreiðar í forgang þegar spurt er út í umbætur á samgöngukerfi borgarinnar. Þriðjungur nefnir stofnvegakerfið. Stofnkostnaður við borgarlínu felst í að leggja og reka forgangsakreinar og gera skýlin rúmgóð, hlý og þægileg og aðgengileg öllum. Þessar forgangsreinar, ef notaðar undir almenna umferð, myndu kosta jafnmikið en hafa mjög takmörkuð áhrif á umferðarflæði og ferðatíma. Rekstrarkostnaður borgarlínu mun vera vegna rekstrar rafmagnsvagna sem keyra á 5-10 mínútna tíðni óhindrað eftir helstu samgönguleiðum borgarinnar. Farþegar borgarlínu munu taka þátt í þeim rekstrarkostnaði með farþegagjöldum. Kostnaður við einkabílinn leggst þyngst á heimilin, sem greiða fleiri milljónir á ári fyrir rekstur einkabíla og finnst þau ekki hafa val um annað. Kostnaður borgarinnar við rekstur vegakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári og við það leggst svo rekstur stofnbrauta sem er hjá ríkinu. Samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa er gríðarlegur og áætlað er að rekja megi 80 dauðsföll á ári til svifryksmengunar. Með því að segja já við borgarlínu og horfa til framtíðar þá munum við sjá styttri ferðatíma, minni samöngukostnað fyrir heimilin, hagkvæmari rekstur samgöngukerfis borgarinnar, minni mengun og meira frelsi fólks til að ferðast um höfuðborgina. Því segi ég Borgarlína, já takk!Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Kosningar 2018 Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Reykvíkinga ferðast einn um í bíl. Annar stærsti kostnaðarliður heimilanna er samgöngur. Samkvæmt FÍB kostar rekstur lítils fólksbíls yfir milljón á ári og mörg heimili reka fleiri en einn. Beinn kostnaður borgarinnar af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári. Tekjur borgarinnar af bílum eru engar umfram bílastæðagjöld. Borgin er skipulögð í kringum bíla og hlutfall samgöngumannvirkja af landnotkun er 48%. Þrátt fyrir að bíllinn sé í forgangi og að stofnbrautir kljúfi borgina og hverfi borgarinnar og þrátt fyrir að mislæg gatnamót greiði fyrir umferð inni í borginni þá hægist á umferð á háannatíma. Það hægist á umferð þar sem stór hluti fólks ferðast sömu leiðir til og frá vinnu á sama tíma, hver og einn í sínum bíl. Til þess að bílarnir komist leiðar sinnar höfum við 4-8 akreina hraðbrautir sem liggja milli úthverfa Reykjavíkur, nágrannasveitarfélaga og borgarinnar þar sem stór hluti stundar nám eða vinnu. Ferðatími fólks í borginni hefur lengst um 1-2 mínútur í hverri ferð á seinustu árum. Umferðin hefur þyngst og fólk er 1-2 mínútum lengur í bílnum í hverri ferð. Aðspurður vill meirihluti Reykvíkinga setja borgarlínu, strætó og hjólreiðar í forgang þegar spurt er út í umbætur á samgöngukerfi borgarinnar. Þriðjungur nefnir stofnvegakerfið. Stofnkostnaður við borgarlínu felst í að leggja og reka forgangsakreinar og gera skýlin rúmgóð, hlý og þægileg og aðgengileg öllum. Þessar forgangsreinar, ef notaðar undir almenna umferð, myndu kosta jafnmikið en hafa mjög takmörkuð áhrif á umferðarflæði og ferðatíma. Rekstrarkostnaður borgarlínu mun vera vegna rekstrar rafmagnsvagna sem keyra á 5-10 mínútna tíðni óhindrað eftir helstu samgönguleiðum borgarinnar. Farþegar borgarlínu munu taka þátt í þeim rekstrarkostnaði með farþegagjöldum. Kostnaður við einkabílinn leggst þyngst á heimilin, sem greiða fleiri milljónir á ári fyrir rekstur einkabíla og finnst þau ekki hafa val um annað. Kostnaður borgarinnar við rekstur vegakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári og við það leggst svo rekstur stofnbrauta sem er hjá ríkinu. Samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa er gríðarlegur og áætlað er að rekja megi 80 dauðsföll á ári til svifryksmengunar. Með því að segja já við borgarlínu og horfa til framtíðar þá munum við sjá styttri ferðatíma, minni samöngukostnað fyrir heimilin, hagkvæmari rekstur samgöngukerfis borgarinnar, minni mengun og meira frelsi fólks til að ferðast um höfuðborgina. Því segi ég Borgarlína, já takk!Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar