Ungt fólk, fyrstu kaupendur og nýjar stúdentaíbúðir Ragna Sigurðardóttir og Sonja Björg Jóhannsdóttir skrifar 22. maí 2018 22:03 Borgin hefur í samstarfi við Félagsstofnun stúdenta farið í umfangsmikla uppbyggingu á stúdentaíbúðum. Þær íbúðir rísa nú í stórum stíl. Af þeim verkefnum sem teljast ný eru Oddagarðar við Sæmundargötu og Skjólgarðar við Brautarholt sem opnuðu árið 2016. Nú eru stærstu stúdentagarðar landsins að rísa sem telja 244 íbúðareiningar á reit Vísindagarða í Vatnsmýrinni. Það mun skipta stúdenta miklu máli að uppbygging stúdentagarða haldi áfram af enn meiri krafti. Næsta stúdentagarðaverkefni er á reitnum við Gamla garð sem kallað hefur verið eftir víðtæku samráði um og við viljum að fari af stað sem allra fyrst. HR og Byggingafélag námsmanna Fram undan eru svo fleiri reitir á háskólasvæðinu sem eru fráteknir fyrir stúdentaíbúðir og gætu farið í uppbyggingu á næstu misserum. Á næstunni munu fyrstu áfangar 400 íbúða uppbyggingu fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík fara af stað við rætur Öskjuhlíðar. Eins er Byggingafélag námsmanna að fara að reisa 100 íbúðir á reit Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Byggingafélagið hefur einnig fengið vilyrði fyrir frekari uppbyggingu á Stýrimannaskólareit. Enn frekari uppbygging er til skoðunar þannig að heildarfjöldi nýrra íbúða Byggingafélags námsmanna verður 250-300 á næstu árum. Hvernig komum við ungu fólki inn á húsnæðismarkaðinn? Með því að taka frá lóðir sem eru í eigu borgarinnar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur getum við fjölgað íbúðum sérstaklega fyrir þann hóp sem markaðurinn nær ekki að sinna. Alls er á áætlun að þúsund íbúðir rísi fyrir þennan hóp ungs fólks á næstu árum. Lóðirnar sem borgin hefur þegar tekið frá í sérstakt verkefni þess efnis eru í Gufunesi, Skerjafirði, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi III, á Veðurstofuhæð og lóð Stýrimannaskólans. Með því að beita því afli sem borgin hefur til að auðvelda ungu fólki og fyrstu kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð getum við haft mikil og góð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni. Allar þessar lóðir verða afhentar með því skilyrði að byggðar verði á þeim íbúðir sem eru á færi ungs fólks og fyrstu kaupenda. Höfundar eru Ragna Sigurðardóttir 9. sæti og Sonja Björg Jóhannsdóttir 22. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Borgin hefur í samstarfi við Félagsstofnun stúdenta farið í umfangsmikla uppbyggingu á stúdentaíbúðum. Þær íbúðir rísa nú í stórum stíl. Af þeim verkefnum sem teljast ný eru Oddagarðar við Sæmundargötu og Skjólgarðar við Brautarholt sem opnuðu árið 2016. Nú eru stærstu stúdentagarðar landsins að rísa sem telja 244 íbúðareiningar á reit Vísindagarða í Vatnsmýrinni. Það mun skipta stúdenta miklu máli að uppbygging stúdentagarða haldi áfram af enn meiri krafti. Næsta stúdentagarðaverkefni er á reitnum við Gamla garð sem kallað hefur verið eftir víðtæku samráði um og við viljum að fari af stað sem allra fyrst. HR og Byggingafélag námsmanna Fram undan eru svo fleiri reitir á háskólasvæðinu sem eru fráteknir fyrir stúdentaíbúðir og gætu farið í uppbyggingu á næstu misserum. Á næstunni munu fyrstu áfangar 400 íbúða uppbyggingu fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík fara af stað við rætur Öskjuhlíðar. Eins er Byggingafélag námsmanna að fara að reisa 100 íbúðir á reit Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Byggingafélagið hefur einnig fengið vilyrði fyrir frekari uppbyggingu á Stýrimannaskólareit. Enn frekari uppbygging er til skoðunar þannig að heildarfjöldi nýrra íbúða Byggingafélags námsmanna verður 250-300 á næstu árum. Hvernig komum við ungu fólki inn á húsnæðismarkaðinn? Með því að taka frá lóðir sem eru í eigu borgarinnar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur getum við fjölgað íbúðum sérstaklega fyrir þann hóp sem markaðurinn nær ekki að sinna. Alls er á áætlun að þúsund íbúðir rísi fyrir þennan hóp ungs fólks á næstu árum. Lóðirnar sem borgin hefur þegar tekið frá í sérstakt verkefni þess efnis eru í Gufunesi, Skerjafirði, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi III, á Veðurstofuhæð og lóð Stýrimannaskólans. Með því að beita því afli sem borgin hefur til að auðvelda ungu fólki og fyrstu kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð getum við haft mikil og góð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni. Allar þessar lóðir verða afhentar með því skilyrði að byggðar verði á þeim íbúðir sem eru á færi ungs fólks og fyrstu kaupenda. Höfundar eru Ragna Sigurðardóttir 9. sæti og Sonja Björg Jóhannsdóttir 22. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar