Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 13:00 Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. Vísir/Getty Faith Rogers hefur kært R&B söngvarann R. Kelly. Hún segir að hann hafi beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi auk þess sem hann á að hafa vitandi vits smitað hana af Herpes-veirunni. Hún lýsir meintu kynferðisofbeldi sem „ekki með samþykki, sárt og ofbeldisfullt.“ Þá greinir hún frá því að rapparinn hafi án hennar samþykkis myndað hana í „afbrigðilegum og vafasömum kynferðislegum aðstæðum“. Að því er fram kemur á vef Guardian hefur Kelly ekki enn svarað ásökunum sem bornar eru á hendur honum en í hvert sinn sem kona hefur stigið fram og greint frá reynslu sinni af R. Kelly hefur hann staðfastlega neitað sök. Hann kallar ásakanir á hendur sér „gráðugt, meðvitað og illgjarnt samsæri ætlað til að lítillækka sig, fjölskyldu sína og konurnar sem hann umgengst“. Rogers segir Kelly hafa læst sig inn í ýmsum herbergjum og bílum til þess að refsa henni fyrir að hafa ekki náð að „fullnægja honum kynferðislega og fyrir að ætluð brot á siðareglum sem hann skrifaði“. Tarana Burke er upphafskona Metoo byltingarinnar. Hún vill að umheimurinn þaggi niður í R. Kelly. Frásögn Rogers svipar mjög til fjölda frásagna kvenna sem var haldið gegn vilja sínum í „sértrúarsöfnuði“ söngvarans. Fjöldi kvenna steig fram í fyrrasumar með ásakanir á hendur R. Kelly. Honum var gefið að sök að hafa heilaþvegið konur, beitt þær harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Hann er sagður skipa þeim að slíta á öll tengsl við fjölskyldu og vini. Sjá frétt Vísis um hóp kvenna sem steig fram með ásakanir á hendur R. Kelly hér. Upphafskona Metoo byltingarinnar, Tarana Burke, segir að ástæðan fyrir því að almenningur hafi ekki lokað á söngvarann sé sú að meintir brotaþolar eru svartar konur. Ava DuVerney, leikstjóri kvikmyndarinnar A Wrinkle in Time, tekur stöðu með kynsystrum sínum og segir velgengni R. Kellys velta á ósýnileika svartra kvenna og stúlkan í samfélaginu. Svartar konur séu þjóðfélagsstétt sem hafi löngum hvorki átt skilið vernd né umhyggju. Svartar konur hafa efnt til byltingar undir myllumerkinu þöggum niður í R. Kelly eða #muterkelly. Sjá frétt Vísis um baráttu svartra kvenna hér. Eitthvað virðist hafa þokast áfram í baráttu svartra kvenna fyrir réttlæti því tónlistarveitan Spotify ákvað á dögunum að fjarlægja lög söngvarans af lagalistum sínum. Talsmenn Spotify segja að lagalistar veitunnar eigi að endurspegla gildi fyrirtækisins. Ákvörðunin byggir á nýrri stefnu veitunnar um „hatursefni og hatursfulla hegðun“. Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32 R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Faith Rogers hefur kært R&B söngvarann R. Kelly. Hún segir að hann hafi beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi auk þess sem hann á að hafa vitandi vits smitað hana af Herpes-veirunni. Hún lýsir meintu kynferðisofbeldi sem „ekki með samþykki, sárt og ofbeldisfullt.“ Þá greinir hún frá því að rapparinn hafi án hennar samþykkis myndað hana í „afbrigðilegum og vafasömum kynferðislegum aðstæðum“. Að því er fram kemur á vef Guardian hefur Kelly ekki enn svarað ásökunum sem bornar eru á hendur honum en í hvert sinn sem kona hefur stigið fram og greint frá reynslu sinni af R. Kelly hefur hann staðfastlega neitað sök. Hann kallar ásakanir á hendur sér „gráðugt, meðvitað og illgjarnt samsæri ætlað til að lítillækka sig, fjölskyldu sína og konurnar sem hann umgengst“. Rogers segir Kelly hafa læst sig inn í ýmsum herbergjum og bílum til þess að refsa henni fyrir að hafa ekki náð að „fullnægja honum kynferðislega og fyrir að ætluð brot á siðareglum sem hann skrifaði“. Tarana Burke er upphafskona Metoo byltingarinnar. Hún vill að umheimurinn þaggi niður í R. Kelly. Frásögn Rogers svipar mjög til fjölda frásagna kvenna sem var haldið gegn vilja sínum í „sértrúarsöfnuði“ söngvarans. Fjöldi kvenna steig fram í fyrrasumar með ásakanir á hendur R. Kelly. Honum var gefið að sök að hafa heilaþvegið konur, beitt þær harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Hann er sagður skipa þeim að slíta á öll tengsl við fjölskyldu og vini. Sjá frétt Vísis um hóp kvenna sem steig fram með ásakanir á hendur R. Kelly hér. Upphafskona Metoo byltingarinnar, Tarana Burke, segir að ástæðan fyrir því að almenningur hafi ekki lokað á söngvarann sé sú að meintir brotaþolar eru svartar konur. Ava DuVerney, leikstjóri kvikmyndarinnar A Wrinkle in Time, tekur stöðu með kynsystrum sínum og segir velgengni R. Kellys velta á ósýnileika svartra kvenna og stúlkan í samfélaginu. Svartar konur séu þjóðfélagsstétt sem hafi löngum hvorki átt skilið vernd né umhyggju. Svartar konur hafa efnt til byltingar undir myllumerkinu þöggum niður í R. Kelly eða #muterkelly. Sjá frétt Vísis um baráttu svartra kvenna hér. Eitthvað virðist hafa þokast áfram í baráttu svartra kvenna fyrir réttlæti því tónlistarveitan Spotify ákvað á dögunum að fjarlægja lög söngvarans af lagalistum sínum. Talsmenn Spotify segja að lagalistar veitunnar eigi að endurspegla gildi fyrirtækisins. Ákvörðunin byggir á nýrri stefnu veitunnar um „hatursefni og hatursfulla hegðun“.
Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32 R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37
R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32
R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47