Heiðarleiki – nauðsynlegt innihald stjórnmála Soumia Georgsdóttir skrifar 22. maí 2018 08:00 Ég heiti Soumia Georgsdóttir, alltaf kölluð Mía. Ég er fædd í lok árs 1975 í Marrakech í Marokkó. Ég flutti til Íslands árið 2000. Mér var vel tekið frá fyrsta degi og ég er stolt af því að geta kallað mig Íslending í dag. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég hef ekki alltaf skilið íslensk stjórnmál. Samt hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og hvernig stjórnmálamenn eigi að takast á við viðfangsefni samfélagsins. Mig langar til að taka þátt í að byggja upp samfélagið sem tók mér opnum örmum fyrir 18 árum og hefur veitt mér réttindi sem ég þráði í æsku, eins og frelsi, öryggi og mannréttindi. Það er alltaf hægt að gera betur en við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að gæta þess að halda í þessi miklu forréttindi. Ég hef alltaf passað upp á að nýta kosningaréttinn og hef reynt að kjósa „rétt“ eins og flestir reyna að gera. Ég hef líka alltaf viljað styðja stjórnmálaflokk sem virðir alla og helst þann flokk sem tekur fjölbreytileikanum fagnandi. Fjölbreytni er styrkleiki í mínum huga, sérstaklega ef henni er fagnað og hún fær að blómstra á réttan hátt. BF Viðreisn er fjölbreyttur flokkur, í honum eru kennarar, ljósmæður, innflytjendur, fólk á öllum aldri, lögfræðingar, aðstandendur fatlaðra barna og sjálfstætt starfandi einstaklingar. Hópurinn var settur saman af kostgæfni og innan hans getur hver og einn rætt og haft áhrif á málefni sem hann þekkir vel til. Að mínu áliti endurspeglar hópurinn, eins vel og hægt er, samfélagið okkar í Kópavogi. Hjá okkur er ólíkum hópum gefin rödd og tækifæri til að hafa áhrif á mál og málefni útfrá eigin þekkingu og reynslu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég gekk til liðs við BF Viðreisn eru störf og áræðni Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita listans. Theódóra hefur sýnt í störfum sínum sem formaður bæjarráðs Kópavogs að þar er á ferðinni öflug og heiðarleg stjórnmálakona. Theódóra er bæði með yfirgripsmikla sýn á það sem hún vill gera og kemur hlutum í framkvæmd. Í störfum sínum hefur hún lagt áherslu á samráð og samtal við bæjarbúa og hún stendur við orð sín. Heiðarleiki er eiginleiki sem ég kann best að meta.Mía situr í 11 sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég heiti Soumia Georgsdóttir, alltaf kölluð Mía. Ég er fædd í lok árs 1975 í Marrakech í Marokkó. Ég flutti til Íslands árið 2000. Mér var vel tekið frá fyrsta degi og ég er stolt af því að geta kallað mig Íslending í dag. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég hef ekki alltaf skilið íslensk stjórnmál. Samt hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og hvernig stjórnmálamenn eigi að takast á við viðfangsefni samfélagsins. Mig langar til að taka þátt í að byggja upp samfélagið sem tók mér opnum örmum fyrir 18 árum og hefur veitt mér réttindi sem ég þráði í æsku, eins og frelsi, öryggi og mannréttindi. Það er alltaf hægt að gera betur en við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að gæta þess að halda í þessi miklu forréttindi. Ég hef alltaf passað upp á að nýta kosningaréttinn og hef reynt að kjósa „rétt“ eins og flestir reyna að gera. Ég hef líka alltaf viljað styðja stjórnmálaflokk sem virðir alla og helst þann flokk sem tekur fjölbreytileikanum fagnandi. Fjölbreytni er styrkleiki í mínum huga, sérstaklega ef henni er fagnað og hún fær að blómstra á réttan hátt. BF Viðreisn er fjölbreyttur flokkur, í honum eru kennarar, ljósmæður, innflytjendur, fólk á öllum aldri, lögfræðingar, aðstandendur fatlaðra barna og sjálfstætt starfandi einstaklingar. Hópurinn var settur saman af kostgæfni og innan hans getur hver og einn rætt og haft áhrif á málefni sem hann þekkir vel til. Að mínu áliti endurspeglar hópurinn, eins vel og hægt er, samfélagið okkar í Kópavogi. Hjá okkur er ólíkum hópum gefin rödd og tækifæri til að hafa áhrif á mál og málefni útfrá eigin þekkingu og reynslu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég gekk til liðs við BF Viðreisn eru störf og áræðni Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita listans. Theódóra hefur sýnt í störfum sínum sem formaður bæjarráðs Kópavogs að þar er á ferðinni öflug og heiðarleg stjórnmálakona. Theódóra er bæði með yfirgripsmikla sýn á það sem hún vill gera og kemur hlutum í framkvæmd. Í störfum sínum hefur hún lagt áherslu á samráð og samtal við bæjarbúa og hún stendur við orð sín. Heiðarleiki er eiginleiki sem ég kann best að meta.Mía situr í 11 sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar