Jafnréttisvæðum borgina! Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 21. maí 2018 22:56 Jafnréttisskóli Reykjavíkur er frábært fyrirbæri og þar hefur verið unnið gott starf að innleiðingu jafnréttismenntunar í skólum borgarinnar. Margir grunn- og leikskólar vinna með jafnréttishugsjónina í sínu starfi og það er vel. En betur má ef duga skal. Það er kveðið á um jafnréttismenntun á öll skólastigi í landslögum og í námskrám, þar sem einn af grunnþáttum menntunar er jafnrétti. Það má leiða að því líkum að stærsta einstaka aðgerðin í jafnréttismálum, væri að innleiða markvissa jafnréttismenntun á öll skólastig. Þannig væru allir kennarar leiðtogar í jafnréttismenntun, og myndu vinna með jafnrétti í vali á námsgögnum, í samskiptum við nemendur og í aðferðum við kennslu. Vitaskuld eru margir kennarar að gera einmitt þetta, en til að árangurinn verði sem mestur, þurfa allir kennarar að hafa forsendur til þess arna. Að bjóða starfsfólki, kennurum og stjórnedum uppá ráðgjöf og menntun í jafnréttisfræðum þannig að skólar vinni að eflingu jafnréttisvitundar í öllu sínu starfi, innan og utan kennslustofunnar. Reykjavíkurborg ætti að vera leiðandi afl í innleiðingu jafnréttismenntunar í leik- og grunnskólum borgarinnar með Jafnréttisskóla Reykjavíkur í broddi fylkingar. Kvennahreyfingin vill ráða 10-15 sérfræðinga til Jafnréttisskólans til að vinna að innleiðingu jafnréttis í skólum borgarinnar í samvinnu við kennara og stjórnendur. Þessir sérfræðingar þurfa að vera núverandi kennurum og skólastjórnendum til halds og trausts, hanna fræðslu og námsefni fyrir öll skólastig og taka þátt í henni eftir þörfum. Börn þurfa fræðslu um skaðleg áhrif staðalmynda og hvernig hægt er að verjast þeim. Þau þurfa að fá miklu ítarlegri fræðslu um mörk og virðingu í nánum samskiptum og þau þurfa þjálfun í að greina og gagnrýna þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim stöðugt um tilhlýðilega hegðun. Með góðri jafnréttisfræðslu getum við stuðlað að hamingjusamari og sterkari börnum og fjölbreyttari viðhorfum í samfélaginu. Fjárfestum í framtíðinni með jafnréttisvæðingu grunn- og leikskóla – nemendum og samfélaginu öllu til heilla.Höfundur skipar 4. sæti Kvennahreyfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Jafnréttisskóli Reykjavíkur er frábært fyrirbæri og þar hefur verið unnið gott starf að innleiðingu jafnréttismenntunar í skólum borgarinnar. Margir grunn- og leikskólar vinna með jafnréttishugsjónina í sínu starfi og það er vel. En betur má ef duga skal. Það er kveðið á um jafnréttismenntun á öll skólastigi í landslögum og í námskrám, þar sem einn af grunnþáttum menntunar er jafnrétti. Það má leiða að því líkum að stærsta einstaka aðgerðin í jafnréttismálum, væri að innleiða markvissa jafnréttismenntun á öll skólastig. Þannig væru allir kennarar leiðtogar í jafnréttismenntun, og myndu vinna með jafnrétti í vali á námsgögnum, í samskiptum við nemendur og í aðferðum við kennslu. Vitaskuld eru margir kennarar að gera einmitt þetta, en til að árangurinn verði sem mestur, þurfa allir kennarar að hafa forsendur til þess arna. Að bjóða starfsfólki, kennurum og stjórnedum uppá ráðgjöf og menntun í jafnréttisfræðum þannig að skólar vinni að eflingu jafnréttisvitundar í öllu sínu starfi, innan og utan kennslustofunnar. Reykjavíkurborg ætti að vera leiðandi afl í innleiðingu jafnréttismenntunar í leik- og grunnskólum borgarinnar með Jafnréttisskóla Reykjavíkur í broddi fylkingar. Kvennahreyfingin vill ráða 10-15 sérfræðinga til Jafnréttisskólans til að vinna að innleiðingu jafnréttis í skólum borgarinnar í samvinnu við kennara og stjórnendur. Þessir sérfræðingar þurfa að vera núverandi kennurum og skólastjórnendum til halds og trausts, hanna fræðslu og námsefni fyrir öll skólastig og taka þátt í henni eftir þörfum. Börn þurfa fræðslu um skaðleg áhrif staðalmynda og hvernig hægt er að verjast þeim. Þau þurfa að fá miklu ítarlegri fræðslu um mörk og virðingu í nánum samskiptum og þau þurfa þjálfun í að greina og gagnrýna þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim stöðugt um tilhlýðilega hegðun. Með góðri jafnréttisfræðslu getum við stuðlað að hamingjusamari og sterkari börnum og fjölbreyttari viðhorfum í samfélaginu. Fjárfestum í framtíðinni með jafnréttisvæðingu grunn- og leikskóla – nemendum og samfélaginu öllu til heilla.Höfundur skipar 4. sæti Kvennahreyfingar.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar