Íslenskir óperuhöfundar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 17:45 Hugi (t.v.) og Daníel (t.h.) eru tilnefndir fyrir óperuverk. Daníel Bjarnason/Dagur Sigurðsson Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson voru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir óperuverk þeirra í dag. Verðlaunin verða afhent í október en ellefu aðrir tónlistarmenn frá Norðurlöndunum eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Norsku óperunni 30. október þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum, að því er segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Verkin sem tilnefnt er fyrir verða kynnt á tónlistar- og leiklistarhátíð í Björgvin í Noregi í dag. Daníel er tilnefndur fyrir óperuna „Bræður“ en hún byggir á samnefndri kvikmynd sem Susanne Bier leikstýrði. Óperan er samin fyrir kór, hljómsveit og taka fimm karlar og fjórar konur þátt í verkinu. Verkið verður sýnt hjá Íslensku óperunni í samstarfi við Sinfoníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur 9. júní. „Tónlist Daníels hentar forminu frábærlega þar sem hann leikur sér með samspil einstakra radda, hljómsveitar og kórs og skapar sannfærandi heim með sinni sérstöku tónlistarrödd. Tónlist hans tekst að miðla andrúmslofti og krafti sögunnar með fjölmörgum blæbrigðum og tækni úr heimi óperunnar,“ segir í umsögn um verkið á vef Norðurlandaráðs. Hugi er tilnefndur fyrir kammeróperuna „Hamlet in Absentia“ sem hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir í fyrra. „Hugi sameinar greinilega skilgreint form og hið óhefðbundna í fylgistefum og sönglesi, aríum og kór í vægast sagt frumlegri tónlist sinni. Tónlistin fangar bæði alvöru og kímni í texta Jakobs Weiss og hljóðfærin taka undir með kórröddunum á snilldarlegan hátt. Léttri og óformlegri útsetningu óperunnar tekst að hrífa áheyrendur og halda þeim föngnum frá upphafi til enda,“ segir Norðurlandaráð um verkið. Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson voru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir óperuverk þeirra í dag. Verðlaunin verða afhent í október en ellefu aðrir tónlistarmenn frá Norðurlöndunum eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Norsku óperunni 30. október þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum, að því er segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Verkin sem tilnefnt er fyrir verða kynnt á tónlistar- og leiklistarhátíð í Björgvin í Noregi í dag. Daníel er tilnefndur fyrir óperuna „Bræður“ en hún byggir á samnefndri kvikmynd sem Susanne Bier leikstýrði. Óperan er samin fyrir kór, hljómsveit og taka fimm karlar og fjórar konur þátt í verkinu. Verkið verður sýnt hjá Íslensku óperunni í samstarfi við Sinfoníuhljómsveit Íslands á Listahátíð Reykjavíkur 9. júní. „Tónlist Daníels hentar forminu frábærlega þar sem hann leikur sér með samspil einstakra radda, hljómsveitar og kórs og skapar sannfærandi heim með sinni sérstöku tónlistarrödd. Tónlist hans tekst að miðla andrúmslofti og krafti sögunnar með fjölmörgum blæbrigðum og tækni úr heimi óperunnar,“ segir í umsögn um verkið á vef Norðurlandaráðs. Hugi er tilnefndur fyrir kammeróperuna „Hamlet in Absentia“ sem hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir í fyrra. „Hugi sameinar greinilega skilgreint form og hið óhefðbundna í fylgistefum og sönglesi, aríum og kór í vægast sagt frumlegri tónlist sinni. Tónlistin fangar bæði alvöru og kímni í texta Jakobs Weiss og hljóðfærin taka undir með kórröddunum á snilldarlegan hátt. Léttri og óformlegri útsetningu óperunnar tekst að hrífa áheyrendur og halda þeim föngnum frá upphafi til enda,“ segir Norðurlandaráð um verkið.
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira