Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 5. júní 2018 08:00 Þegar Fréttablaðið bar að garði voru dyr Iðnó læstar. Hluti af barnum virðist hafa verið færður til en hluti er enn til staðar í anddyrinu. Vísir/ERNIR Iðnó er friðlýst og allar breytingar sem gerðar eru á húsinu þarf að fá leyfi fyrir hjá Minjastofnun. Fyrir nokkrum mánuðum var bar komið fyrir í anddyri hússins án samráðs og leyfis frá Minjastofnun. Páll V. Bjarnason arkitekt hannaði endurbygginguna á Iðnó að innan fyrir 21 ári. Hann hefur einnig verið viðloðandi ráðgjöf og fleira. „Ég komst að því síðastliðið haust að búið væri að setja bar í anddyrið. Rekstraraðilar svara fyrir þetta með þeim rökum að barinn sé á hjólum og sé ekki naglfastur, innan gæsalappa. Þetta er á mjög gráu svæði þar sem þetta er friðlýst hús,“ segir Páll. „Þegar þetta kom upp á kallaði ég Pétur Ármannsson frá Minjastofnun til og fulltrúa frá borginni og við Pétur vorum sammála um að þetta gæti ekki gengið svona.“Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Páll segir að tillaga hafi verið gerð í kjölfarið að bar sem væri í hliðarherbergjum og lítið mál væri að koma fyrir þar svo ekki myndaðist flöskuháls í anddyri. „Það var svo ekkert gert í þeim tillögum og ég hef ekki skipt mér af þessu í bili, en þetta blundar í manni,“ segir Páll. „Ég er ekki sáttur og mér finnst þetta ekki passa í svona virðulegt hús.“ Pétur Ármannsson hjá Minjastofnun tekur í sama streng. Barinn hafi verið settur upp án samráðs við stofnunina. „Þetta virðist vera mubla sem hægt er að færa en okkur fannst hún hvorki vel útfærð né staðsett. Við komum hins vegar fram athugasemdum um það og lögðum til aðra valkosti,“ segir Pétur. „Við gáfum þeim rúman tíma til breytinga, en það hafa ekki verið nein útspil frá þeim enn þá.“ Pétur segist ekki telja að nokkur spjöll hafi verið unnin á húsinu en áhyggjurnar séu vissulega til staðar. „Þetta er kannski ekki varanleg breyting á húsinu en þeir vita að við erum ekki ánægð með þennan bar.“Iðnó lokað í bili Iðnó var synjað um rekstrarleyfi 18. maí síðastliðinn en bráðabirgðaleyfi rann út í janúar. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir taldi rekstraraðili málið vera misskilning og að staðurinn væri rekinn á bráðabirgðaleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það hins vegar að hvorki hefði verið gefið út rekstrarleyfi né bráðabirgðaleyfi vegna starfseminnar. Starfsemi hélt hins vegar áfram og var staðurinn því rekinn án leyfis. Í kjölfar þess að Fréttablaðið hafði samband við Iðnó var dyrunum lokað og hafa viðburðir verið færðir að mestu í Tjarnarbíó. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Iðnó er friðlýst og allar breytingar sem gerðar eru á húsinu þarf að fá leyfi fyrir hjá Minjastofnun. Fyrir nokkrum mánuðum var bar komið fyrir í anddyri hússins án samráðs og leyfis frá Minjastofnun. Páll V. Bjarnason arkitekt hannaði endurbygginguna á Iðnó að innan fyrir 21 ári. Hann hefur einnig verið viðloðandi ráðgjöf og fleira. „Ég komst að því síðastliðið haust að búið væri að setja bar í anddyrið. Rekstraraðilar svara fyrir þetta með þeim rökum að barinn sé á hjólum og sé ekki naglfastur, innan gæsalappa. Þetta er á mjög gráu svæði þar sem þetta er friðlýst hús,“ segir Páll. „Þegar þetta kom upp á kallaði ég Pétur Ármannsson frá Minjastofnun til og fulltrúa frá borginni og við Pétur vorum sammála um að þetta gæti ekki gengið svona.“Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Páll segir að tillaga hafi verið gerð í kjölfarið að bar sem væri í hliðarherbergjum og lítið mál væri að koma fyrir þar svo ekki myndaðist flöskuháls í anddyri. „Það var svo ekkert gert í þeim tillögum og ég hef ekki skipt mér af þessu í bili, en þetta blundar í manni,“ segir Páll. „Ég er ekki sáttur og mér finnst þetta ekki passa í svona virðulegt hús.“ Pétur Ármannsson hjá Minjastofnun tekur í sama streng. Barinn hafi verið settur upp án samráðs við stofnunina. „Þetta virðist vera mubla sem hægt er að færa en okkur fannst hún hvorki vel útfærð né staðsett. Við komum hins vegar fram athugasemdum um það og lögðum til aðra valkosti,“ segir Pétur. „Við gáfum þeim rúman tíma til breytinga, en það hafa ekki verið nein útspil frá þeim enn þá.“ Pétur segist ekki telja að nokkur spjöll hafi verið unnin á húsinu en áhyggjurnar séu vissulega til staðar. „Þetta er kannski ekki varanleg breyting á húsinu en þeir vita að við erum ekki ánægð með þennan bar.“Iðnó lokað í bili Iðnó var synjað um rekstrarleyfi 18. maí síðastliðinn en bráðabirgðaleyfi rann út í janúar. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir taldi rekstraraðili málið vera misskilning og að staðurinn væri rekinn á bráðabirgðaleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti það hins vegar að hvorki hefði verið gefið út rekstrarleyfi né bráðabirgðaleyfi vegna starfseminnar. Starfsemi hélt hins vegar áfram og var staðurinn því rekinn án leyfis. Í kjölfar þess að Fréttablaðið hafði samband við Iðnó var dyrunum lokað og hafa viðburðir verið færðir að mestu í Tjarnarbíó.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði