„Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2018 22:07 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði stjórnina ríkisstjórn sérhagsmuna og kallaði hana „íhaldsstjórn“ og „ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka.“ Þingmaðurinn gerði meðal annars að umtalsefni mikla styrkingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. „Vaxandi ójafnvægi er nú í þjóðarbúskapnum og hagvöxtur ekki lengur knúinn áfram af útflutningsgreinum okkar heldur vaxandi einkaneyslu og útgjöldum hins opinbera. Þetta er kunnugleg sjón. Þegar raungengi íslensku krónunnar er jafn hátt og nú er, kennir sagan okkur að skuldadagar eru skammt undan. Þetta er hrjóstrugt umhverfi fyrir allt atvinnulíf í landinu, hvort heldur sem litið er til sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar eða tækni- og þekkingarfyrirtækja. Það er ekkert sem kemur á óvart í þessari þróun. Þetta er endurtekin „íslensk sveifla“ í boði íslensku krónunnar. Því miður hafa stjórnvöld hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn og vona að „þetta reddist“,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að við aðstæður sem þessar væri styrk stjórn efnahagsmála mikilvæg; sýna þyrfti ráðdeild í rekstri hins opinbera og skapa svigrúm svo hægt væri að lækka vexti til að hjálpa atvinnulífinu í auknum þrengingum. Ríkisstjórnin kysi hins vegar að láta aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og blési til stórsóknar í auknum ríkisútgjöldum. „Vandi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri málamiðlun sem ríkisstjórnarsamstarfið byggir á. Gjarnan hefur verið vísað til sögulegra sátta í ljósi þess að flokkarnir þrír spanna hægri/vinstri ásinn ágætlega. En ríkisstjórnin er ekki mynduð um málamiðlun á þeim ás. Breytt er yfir skoðanamun flokkanna með þeirri banvænu málamiðlun að stórauka ríkisútgjöld á sama tíma og skattalækkanir eru boðaðar. Það er brúarsmíði stjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði stjórnina myndaða um það sem sameinaði flokkana þrjá og það væri andstaðan við nauðsynlegar úrbætur á íslensku samfélagi. Undir lok ræðunnar lýsti Þorsteinn ríkisstjórninni svo á þennan hátt: „Hér er á ferðinni ríkisstjórn sérhagsmuna, íhaldsstjórn, ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka. Og það verður ekki betur séð en að flokkunum líði bara nokkuð vel í samstarfinu.“ Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði stjórnina ríkisstjórn sérhagsmuna og kallaði hana „íhaldsstjórn“ og „ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka.“ Þingmaðurinn gerði meðal annars að umtalsefni mikla styrkingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. „Vaxandi ójafnvægi er nú í þjóðarbúskapnum og hagvöxtur ekki lengur knúinn áfram af útflutningsgreinum okkar heldur vaxandi einkaneyslu og útgjöldum hins opinbera. Þetta er kunnugleg sjón. Þegar raungengi íslensku krónunnar er jafn hátt og nú er, kennir sagan okkur að skuldadagar eru skammt undan. Þetta er hrjóstrugt umhverfi fyrir allt atvinnulíf í landinu, hvort heldur sem litið er til sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar eða tækni- og þekkingarfyrirtækja. Það er ekkert sem kemur á óvart í þessari þróun. Þetta er endurtekin „íslensk sveifla“ í boði íslensku krónunnar. Því miður hafa stjórnvöld hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn og vona að „þetta reddist“,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að við aðstæður sem þessar væri styrk stjórn efnahagsmála mikilvæg; sýna þyrfti ráðdeild í rekstri hins opinbera og skapa svigrúm svo hægt væri að lækka vexti til að hjálpa atvinnulífinu í auknum þrengingum. Ríkisstjórnin kysi hins vegar að láta aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og blési til stórsóknar í auknum ríkisútgjöldum. „Vandi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri málamiðlun sem ríkisstjórnarsamstarfið byggir á. Gjarnan hefur verið vísað til sögulegra sátta í ljósi þess að flokkarnir þrír spanna hægri/vinstri ásinn ágætlega. En ríkisstjórnin er ekki mynduð um málamiðlun á þeim ás. Breytt er yfir skoðanamun flokkanna með þeirri banvænu málamiðlun að stórauka ríkisútgjöld á sama tíma og skattalækkanir eru boðaðar. Það er brúarsmíði stjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði stjórnina myndaða um það sem sameinaði flokkana þrjá og það væri andstaðan við nauðsynlegar úrbætur á íslensku samfélagi. Undir lok ræðunnar lýsti Þorsteinn ríkisstjórninni svo á þennan hátt: „Hér er á ferðinni ríkisstjórn sérhagsmuna, íhaldsstjórn, ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka. Og það verður ekki betur séð en að flokkunum líði bara nokkuð vel í samstarfinu.“
Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19
Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44