Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 13:15 Vindmyllan í Vigri er rúmlega 150 ára gömul. Davíð Ólafsson Miklir tekjumöguleikar eru sagðir í boði fyrir hvern þann sem festir kaup á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eigendur Vigurs til tæps aldarfjórðungs hafa sett eyjuna á sölu en á bilinu tíu til ellefu þúsund ferðamenn sækja hana heim á hverju ári. Vigur var auglýstur til sölu í morgun og segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, að fyrirspurnir hafi þegar borist. Eyjan hefur verið í eigu bændanna Salvars Baldurssonar og Hugrúnar Magnúsdóttur frá árinu 1994. Þau ætla að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Húsakosturinn í Vigri. Viktoríuhúsið er hluti af gulu byggingunni á miðri myndinni, lengst til vinstri.Davíð ÓlafssonVigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Hluti af Vigur er friðland en þar er líflegt fuglalíf og æðarvarp. Þrátt fyrir það og friðuð húsin segir Davíð að engar kvaðir verði á kaupanda eyjunnar. „Það má byggja þarna og það má bæta húsakost,“ segir hann. Brunabótamat á húsakostinum í Vigur en Davíð vill ekki ljóstra upp um mögulegt kaupverð á eyjunni. Óskað sé eftir tilboðum. „Eyjan er mikils virði og gefur mikla tekjumöguleika,“ segir hann.Áttæringurinn Vigur-Breiður er talinn hátt í tvö hundruð ára gamall. Hann var notaður til fjárflutningaDavíð Ólafsson Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Miklir tekjumöguleikar eru sagðir í boði fyrir hvern þann sem festir kaup á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eigendur Vigurs til tæps aldarfjórðungs hafa sett eyjuna á sölu en á bilinu tíu til ellefu þúsund ferðamenn sækja hana heim á hverju ári. Vigur var auglýstur til sölu í morgun og segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, að fyrirspurnir hafi þegar borist. Eyjan hefur verið í eigu bændanna Salvars Baldurssonar og Hugrúnar Magnúsdóttur frá árinu 1994. Þau ætla að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Húsakosturinn í Vigri. Viktoríuhúsið er hluti af gulu byggingunni á miðri myndinni, lengst til vinstri.Davíð ÓlafssonVigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Hluti af Vigur er friðland en þar er líflegt fuglalíf og æðarvarp. Þrátt fyrir það og friðuð húsin segir Davíð að engar kvaðir verði á kaupanda eyjunnar. „Það má byggja þarna og það má bæta húsakost,“ segir hann. Brunabótamat á húsakostinum í Vigur en Davíð vill ekki ljóstra upp um mögulegt kaupverð á eyjunni. Óskað sé eftir tilboðum. „Eyjan er mikils virði og gefur mikla tekjumöguleika,“ segir hann.Áttæringurinn Vigur-Breiður er talinn hátt í tvö hundruð ára gamall. Hann var notaður til fjárflutningaDavíð Ólafsson
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira