Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2018 12:01 Benjamín og Sveinn eru spenntir fyrir HM í Rússlandi. KSÍ „Það er eflaust einhver svekktur en hann segir ekkert. Þetta sýnir hvernig Tólfan er. Þetta er samstaða og fallegt apparat,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, um viðbrögð þeirra Tólfuliða sem ekki fengu boðsmiða frá KSÍ til Rússlands til að styðja við bakið á strákunum okkar ytra. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KSÍ að greiða fyrir tíu stuðningsmenn úr Tólfunni til að fara fyrir stuðningsmönnum Íslands á leikjunum ytra. Stuðningsmenn Íslands undir leiðsögn Tólfunnar vöktu athygli um allan heim í Frakklandi fyrir tveimur árum. Tólfuliðar fengu sjálfir það verkefni að finna út úr því hverjir fengu að fara. Úr varð að 29 Tólfur skipta miðunum 30 á milli sín.Tólfan á EM í Frakklandi.vísir/vilhelmVandað valið „Við erum með kjarnahóp og sögðum liðinu að senda okkur umsókn,“ segir Benni. Valið hafi verið útfrá reynslu, hverjir geti unnið saman, pössuðu saman í herbergi og gætu leyst verkefnin sem eru á dagskrá segir Benni í samtali við Vísi. Sveinn Ásgeirsson, annar forkálfur í teymi Tólfunnar, segir að í hverjum hópi þurfi að vera einn trommari. Sömuleiðis einn úr stjórninni til að sinna skipulagningu. Þá séu konur í hverjum hópi og þeir sem geta öskrað hátt.Og þeir sem eiga þetta skilið, hafa verið að aðstoða okkur við þetta í tíu eða ellefu ár. Benni og Svenni eru sammála um að valið hafi verið þrautinni þyngri.Ofurtrommarinn Joey Drummer, til vinstri, á góðri stund hjá Tólfunni.Þrír epískir hópar „Það er ógeðslega erfitt að segja nei. Við fengum um sextíu umsóknir frá okkar kjarnafólki en því miður komast aðeins 30 manns,“ segja þeir félagar. Joey drummer, ofurtrommari með meiru, verður sendur á tvo leiki en aðrir á einn leik. „Þetta voru erfiðir dagar að fara í gegnum þetta, og setja upp. En við trúum því að við séum að fara með þrjá epíska hópa sem munu skila sínu og gott betur,“ segir Benni. Með því að skipta miðunum svona á milli sín verða kjarnahópur á Íslandi á öðrum leikjum. „Þá verður einhver til staðar í Hljómsklálagarðinum,“ segir Benni en þar verða leikirnir sýndir á stórum skjá. „Það verður stuð fyrir alla.“Tólfuliðar voru í spjalli á X-inu í síðustu viku og fóru um víðan völl eins og heyra má hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59 Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45 KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
„Það er eflaust einhver svekktur en hann segir ekkert. Þetta sýnir hvernig Tólfan er. Þetta er samstaða og fallegt apparat,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, um viðbrögð þeirra Tólfuliða sem ekki fengu boðsmiða frá KSÍ til Rússlands til að styðja við bakið á strákunum okkar ytra. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KSÍ að greiða fyrir tíu stuðningsmenn úr Tólfunni til að fara fyrir stuðningsmönnum Íslands á leikjunum ytra. Stuðningsmenn Íslands undir leiðsögn Tólfunnar vöktu athygli um allan heim í Frakklandi fyrir tveimur árum. Tólfuliðar fengu sjálfir það verkefni að finna út úr því hverjir fengu að fara. Úr varð að 29 Tólfur skipta miðunum 30 á milli sín.Tólfan á EM í Frakklandi.vísir/vilhelmVandað valið „Við erum með kjarnahóp og sögðum liðinu að senda okkur umsókn,“ segir Benni. Valið hafi verið útfrá reynslu, hverjir geti unnið saman, pössuðu saman í herbergi og gætu leyst verkefnin sem eru á dagskrá segir Benni í samtali við Vísi. Sveinn Ásgeirsson, annar forkálfur í teymi Tólfunnar, segir að í hverjum hópi þurfi að vera einn trommari. Sömuleiðis einn úr stjórninni til að sinna skipulagningu. Þá séu konur í hverjum hópi og þeir sem geta öskrað hátt.Og þeir sem eiga þetta skilið, hafa verið að aðstoða okkur við þetta í tíu eða ellefu ár. Benni og Svenni eru sammála um að valið hafi verið þrautinni þyngri.Ofurtrommarinn Joey Drummer, til vinstri, á góðri stund hjá Tólfunni.Þrír epískir hópar „Það er ógeðslega erfitt að segja nei. Við fengum um sextíu umsóknir frá okkar kjarnafólki en því miður komast aðeins 30 manns,“ segja þeir félagar. Joey drummer, ofurtrommari með meiru, verður sendur á tvo leiki en aðrir á einn leik. „Þetta voru erfiðir dagar að fara í gegnum þetta, og setja upp. En við trúum því að við séum að fara með þrjá epíska hópa sem munu skila sínu og gott betur,“ segir Benni. Með því að skipta miðunum svona á milli sín verða kjarnahópur á Íslandi á öðrum leikjum. „Þá verður einhver til staðar í Hljómsklálagarðinum,“ segir Benni en þar verða leikirnir sýndir á stórum skjá. „Það verður stuð fyrir alla.“Tólfuliðar voru í spjalli á X-inu í síðustu viku og fóru um víðan völl eins og heyra má hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59 Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45 KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59
Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45
KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent