Segjast hafa fundið nöfn 47 manna sem Rússar vilja feiga Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2018 23:44 Babchenko er hér fyrir miðju. Lutsenko er hægra megin við hann. Vísir/AP Yfirvöld Úkraínu vinna nú að því að sannfæra bandamenn sína um að þörf hafi verið á því að sviðsetja morð rússnesks blaðamann sem flúði frá Rússlandi til Úkraínu. Aðgerðin er sögð hafa leitt til uppgötvunar lista yfir 47 nöfn manna sem yfirvöld Rússlands vilji feiga í Evrópu. Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í gær þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af.Sjá einnig: Horfði á fréttir af eigin „morði“ úr líkhúsiYuriy Lutsenko, æðsti saksóknari Úkraínu, fundaði í dag með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum Úkraínu, þar sem hann fór yfir málið með þeim.Eftir fundinn sagði Lutsenko að sviðsetningin hefði verið nauðsynleg og hún hefði gert rannsakendum kleift að öðlast upplýsingar um hver það væri sem vildi Babchenko feigan. Hann sagði rannsakendur hafa fundið lista með 47 nöfnum manna sem væru í hættu og sagði að þar á meðal væru bæði blaðamenn frá Úkraínu og Rússlandi. Þar að auki sagði hann sönnunargögn um aðkomu leyniþjónsta Rússlands að málinu. Þau sönnunargögn yrðu opinberuð síðar. Erindreki Evrópusambandsins, sem sótti fundinn og ræddi við Reuters undir nafnleynd, sagði Lutsenko hafa fært góð rök fyrir aðgerðinni umdeildu. „Ég er ánægður, aðrir eru ánægðari en þeir voru. Í myndi segja að þetta hefði verið rétt gert hjá þeim. Hann sagði Lutsenko hafa viðurkennt að viðbrögð fjölmiðla hefðu komið þeim á óvart og að yfirvöld Úkraínu hefðu ekki haldið rétt á spöðunum varðandi fjölmiðla. Tveir sjónvarpsþulir sem starfa í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeim hafi borist upplýsingar frá yfirvöldum um að þeir væru á áðurnefndum lista. Mennirnir, sem eru frá Úkraínu og Rússlandi, segjast nú vera í felum og undir vernd ríkisins. Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að um áróðursherferð sé að ræða. Trúverðugleiki er þó Úkraínumönnum mikilvægur þar sem þeir hafa reitt sig á mikla fjárhagslega hjálp frá Bandaríkjunum, ESB og öðrum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu og studdu uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu á undanförnum árum. Úkraína Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46 Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu vinna nú að því að sannfæra bandamenn sína um að þörf hafi verið á því að sviðsetja morð rússnesks blaðamann sem flúði frá Rússlandi til Úkraínu. Aðgerðin er sögð hafa leitt til uppgötvunar lista yfir 47 nöfn manna sem yfirvöld Rússlands vilji feiga í Evrópu. Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í gær þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af.Sjá einnig: Horfði á fréttir af eigin „morði“ úr líkhúsiYuriy Lutsenko, æðsti saksóknari Úkraínu, fundaði í dag með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum Úkraínu, þar sem hann fór yfir málið með þeim.Eftir fundinn sagði Lutsenko að sviðsetningin hefði verið nauðsynleg og hún hefði gert rannsakendum kleift að öðlast upplýsingar um hver það væri sem vildi Babchenko feigan. Hann sagði rannsakendur hafa fundið lista með 47 nöfnum manna sem væru í hættu og sagði að þar á meðal væru bæði blaðamenn frá Úkraínu og Rússlandi. Þar að auki sagði hann sönnunargögn um aðkomu leyniþjónsta Rússlands að málinu. Þau sönnunargögn yrðu opinberuð síðar. Erindreki Evrópusambandsins, sem sótti fundinn og ræddi við Reuters undir nafnleynd, sagði Lutsenko hafa fært góð rök fyrir aðgerðinni umdeildu. „Ég er ánægður, aðrir eru ánægðari en þeir voru. Í myndi segja að þetta hefði verið rétt gert hjá þeim. Hann sagði Lutsenko hafa viðurkennt að viðbrögð fjölmiðla hefðu komið þeim á óvart og að yfirvöld Úkraínu hefðu ekki haldið rétt á spöðunum varðandi fjölmiðla. Tveir sjónvarpsþulir sem starfa í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeim hafi borist upplýsingar frá yfirvöldum um að þeir væru á áðurnefndum lista. Mennirnir, sem eru frá Úkraínu og Rússlandi, segjast nú vera í felum og undir vernd ríkisins. Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að um áróðursherferð sé að ræða. Trúverðugleiki er þó Úkraínumönnum mikilvægur þar sem þeir hafa reitt sig á mikla fjárhagslega hjálp frá Bandaríkjunum, ESB og öðrum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu og studdu uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu á undanförnum árum.
Úkraína Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46 Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46
Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05