Á ég að gæta bróður míns? Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. júní 2018 07:00 Þverpólitísk fýla ríkir um niðurstöður borgarstjórnarkosninganna. Fánýtar tilraunir til þess að greina hverju kjósendur voru „að kalla eftir“ skipta þó litlu sem engu í stóra samhenginu. Mennskan vann hins vegar óumdeildan kosningasigur þegar Reykvíkingar höfnuðu afgerandi úreltum músarholusjónarmiðum hinna þröngsýnu sem geta ekki sætt sig við að við búum í breyttum heimi. Ísland er ekki lengur einangraður útnári á hjara veraldar heldur hluti kvikrar og síbreytilegrar veraldar. Ekkert fær stöðvað tímans þunga nið. Síst af öllum menn sem garga þvælu í gjallarhorn á götum úti og sveifla drullusokkum. Frambjóðendum Frelsisflokksins og Þjóðfylkingarinnar og þeim 267 hræðum sem kusu þá myndi líða ögn betur í sálinni ef þau fyndu hjá sér döngun til þess að stíga úr skugga óttans. Öll eigum við jafnan rétt til lífs og hamingju óháð því hvaðan við komum, hverju við trúum og hvernig við erum á litinn. Kærleiki í verki er líka oftast endurgoldinn í því sama. Hvað er þá að óttast? Margt má segja um okkur sem þjóð en gestrisni og hjálpsemi er Íslendingum í blóð borin og góðu heilli gengur enn gegn innsta kjarna þjóðarsálarinnar að rétta ekki fólki í neyð hjálparhönd. Fegurðin í því að drjúgur hluti kjósenda hafi í ofanálag tryggt hörundsdökkri, ungri, íslenskri konu sæti í borgarstjórn Reykjavíkur á meðan framboðunum tveimur var hafnað, er svo náttúrlega ljóðræn. Fordómaflokkarnir upphefja sig ekki síst á og er tíðrætt um „kristin gildi“. Pæling að glugga bara kannski aðeins í Biblíuna og kynna sér boðskap Krists. Velta jafnvel fyrir sér sígildri spurningu úr blóði drifnum fyrri hluta bókarinnar. Á ég að gæta bróður míns? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þverpólitísk fýla ríkir um niðurstöður borgarstjórnarkosninganna. Fánýtar tilraunir til þess að greina hverju kjósendur voru „að kalla eftir“ skipta þó litlu sem engu í stóra samhenginu. Mennskan vann hins vegar óumdeildan kosningasigur þegar Reykvíkingar höfnuðu afgerandi úreltum músarholusjónarmiðum hinna þröngsýnu sem geta ekki sætt sig við að við búum í breyttum heimi. Ísland er ekki lengur einangraður útnári á hjara veraldar heldur hluti kvikrar og síbreytilegrar veraldar. Ekkert fær stöðvað tímans þunga nið. Síst af öllum menn sem garga þvælu í gjallarhorn á götum úti og sveifla drullusokkum. Frambjóðendum Frelsisflokksins og Þjóðfylkingarinnar og þeim 267 hræðum sem kusu þá myndi líða ögn betur í sálinni ef þau fyndu hjá sér döngun til þess að stíga úr skugga óttans. Öll eigum við jafnan rétt til lífs og hamingju óháð því hvaðan við komum, hverju við trúum og hvernig við erum á litinn. Kærleiki í verki er líka oftast endurgoldinn í því sama. Hvað er þá að óttast? Margt má segja um okkur sem þjóð en gestrisni og hjálpsemi er Íslendingum í blóð borin og góðu heilli gengur enn gegn innsta kjarna þjóðarsálarinnar að rétta ekki fólki í neyð hjálparhönd. Fegurðin í því að drjúgur hluti kjósenda hafi í ofanálag tryggt hörundsdökkri, ungri, íslenskri konu sæti í borgarstjórn Reykjavíkur á meðan framboðunum tveimur var hafnað, er svo náttúrlega ljóðræn. Fordómaflokkarnir upphefja sig ekki síst á og er tíðrætt um „kristin gildi“. Pæling að glugga bara kannski aðeins í Biblíuna og kynna sér boðskap Krists. Velta jafnvel fyrir sér sígildri spurningu úr blóði drifnum fyrri hluta bókarinnar. Á ég að gæta bróður míns?
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun