Hleður íslenska landsliðið lofi og segir það fyrirmynd minni þjóða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 11:47 Kunnugleg sjón úr leiknum í gær. Vísir/Vilhelm „Lúxemborg, Malta, Hong Kong, Skotland og aðrar svipaðar þjóðir, eru þið að fylgjast með? Vegna þess að þetta var enginn heppni.“ Þetta skrifar pistlahöfundurinn John Leicester í pistli sem birtist á vef fréttaveitunnar Associated Press eftir leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hann hleður íslenska landsliðið lofi í pistlinum og segir Ísland vera fyrirmynd annarra minni þjóða í heimsboltanum. „Með því að núlla út tvöfalda heimsmeistara Argentínu, sem var með Messi á vellinum og vindlareykjandi Diego Maradona í VIP-stúkunni og með Páfann sér við hlið ruddi Ísland brautina fyrir minni þjóðir og landsvæði hvarvetna í heiminum,“ skrifar Leiceister. Í pistlinum fer Leiceister yfir jafnteflið í gær og kunnuglegar sögur um hverjar séu ástæður fyrir árangri Íslands á knattspyrnuvellinum. Margir hæfir þjálfarar, fullt af gervigrasvöllum og fleira í þeim dúr. En hann segir einnig að íslenska landsliðið sé ekki „krúttleg saga“ heldur sé það orðið að einhverju mun meira. „Þetta lið er bara að verða betra og betra, ekki lengur krúttleg saga af dugnaðarforkum sem ná meiri árangri en hægt er að krefja þá um, heldur hreinræktað lið sem þarf að taka tillit til. Og það er orðið verulega gott í því að taka stærstu nöfnin í fótboltanum og lækka í þeim rostann,“ skrifar Leiceister. Minnist hann á jafntefli Íslands og Portúgals í opnunarleik EM árið 2016 þar sem Cristiano Ronaldo fékk að kenna á landsliðinu. „Og nú var Messi síðasta stjarnan sem Ísland slökkti í með sterkum íslenskum varnarleik, styrkleika, skipulagningu, liðsanda og sjálfsfórn,“ skrifar Leiceister áður en hann færir sig yfir í lokaorðin. „Ísland. Vá. Króatía og Nígería, hin liðin í D-riðli, passið ykkur.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Lúxemborg, Malta, Hong Kong, Skotland og aðrar svipaðar þjóðir, eru þið að fylgjast með? Vegna þess að þetta var enginn heppni.“ Þetta skrifar pistlahöfundurinn John Leicester í pistli sem birtist á vef fréttaveitunnar Associated Press eftir leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hann hleður íslenska landsliðið lofi í pistlinum og segir Ísland vera fyrirmynd annarra minni þjóða í heimsboltanum. „Með því að núlla út tvöfalda heimsmeistara Argentínu, sem var með Messi á vellinum og vindlareykjandi Diego Maradona í VIP-stúkunni og með Páfann sér við hlið ruddi Ísland brautina fyrir minni þjóðir og landsvæði hvarvetna í heiminum,“ skrifar Leiceister. Í pistlinum fer Leiceister yfir jafnteflið í gær og kunnuglegar sögur um hverjar séu ástæður fyrir árangri Íslands á knattspyrnuvellinum. Margir hæfir þjálfarar, fullt af gervigrasvöllum og fleira í þeim dúr. En hann segir einnig að íslenska landsliðið sé ekki „krúttleg saga“ heldur sé það orðið að einhverju mun meira. „Þetta lið er bara að verða betra og betra, ekki lengur krúttleg saga af dugnaðarforkum sem ná meiri árangri en hægt er að krefja þá um, heldur hreinræktað lið sem þarf að taka tillit til. Og það er orðið verulega gott í því að taka stærstu nöfnin í fótboltanum og lækka í þeim rostann,“ skrifar Leiceister. Minnist hann á jafntefli Íslands og Portúgals í opnunarleik EM árið 2016 þar sem Cristiano Ronaldo fékk að kenna á landsliðinu. „Og nú var Messi síðasta stjarnan sem Ísland slökkti í með sterkum íslenskum varnarleik, styrkleika, skipulagningu, liðsanda og sjálfsfórn,“ skrifar Leiceister áður en hann færir sig yfir í lokaorðin. „Ísland. Vá. Króatía og Nígería, hin liðin í D-riðli, passið ykkur.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Seinkun á flugi strákanna kostaði svefnleysi Skólabókardæmi um góðan varnarleik segir Heimir Hallgrímsson um leikinn gegn Argentínu. 17. júní 2018 12:15
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30