Kattarþvottur Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. júní 2018 07:00 Kettir eru merkilegar skepnur. Fara sínar eigin leiðir og ekki er á þá að treysta. Síst af öllu í stjórnmálum. Jóhanna Sigurðardóttir veit allt um það eftir að hafa staðið sveitt í því vonlausa puði að smala villiköttum. Hugarfar hundsins er miklu heppilegra þegar stjórnmál eru annars vegar. Flokkarnir og kerfið sem þeir hönnuðu og þrífast á byggir á leiðitömum, slefandi, húsbóndahollum rökkum sem gelta þegar eigandinn sigar þeim á óvininn en þegja þess á milli þegar góðri dúsu er kastað í skoltinn á þeim. Þótt kötturinn nenni ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig þá getur samt verið ómetanlegt að hafa svona eins og einn ómótstæðilegan tækifærissinna í liðinu. Þannig var blaðamannafundur nýs meirihluta í borgarstjórn í Breiðholtinu í vikunni veiðihársbreidd frá því að verða óbærilega klisjukenndur og hallærislegur ef hin fræga Breiðholtslæða Perla hefði ekki stolið senunni. Hún færði fókusinn, með ómótstæðilegum sjarma, af innantómum belgingi tapara í kosningum sem voru mættir til þess að berja sér á brjóst með sorglega lítið atkvæðamagn að baki sér. Og það eina sem Perla tók fyrir greiðann og þessa almannatengslabrellu sem er milljóna virði var knús frá lúserunum. Eitthvað sem þetta fólk mætti hafa í huga og læra af. Kannski væri ráð að knúsa kjósendur af og til og standa við að minnsta kosti eitt loforð um að opna túnfisksdós með 3.000 íbúðum fyrir fólk sem hefur ekki efni á því að borga 250.000 fyrir að leigja kjallaraholu? Breiðholtslæðan Perla og aðrir kettir eiga níu líf en sumir sem tóku hana í fang sér fyrir framan myndavélarnar eru búnir með öll sín pólitísku líf og geta tæpast stólað á svona kattarþvott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Kettir eru merkilegar skepnur. Fara sínar eigin leiðir og ekki er á þá að treysta. Síst af öllu í stjórnmálum. Jóhanna Sigurðardóttir veit allt um það eftir að hafa staðið sveitt í því vonlausa puði að smala villiköttum. Hugarfar hundsins er miklu heppilegra þegar stjórnmál eru annars vegar. Flokkarnir og kerfið sem þeir hönnuðu og þrífast á byggir á leiðitömum, slefandi, húsbóndahollum rökkum sem gelta þegar eigandinn sigar þeim á óvininn en þegja þess á milli þegar góðri dúsu er kastað í skoltinn á þeim. Þótt kötturinn nenni ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig þá getur samt verið ómetanlegt að hafa svona eins og einn ómótstæðilegan tækifærissinna í liðinu. Þannig var blaðamannafundur nýs meirihluta í borgarstjórn í Breiðholtinu í vikunni veiðihársbreidd frá því að verða óbærilega klisjukenndur og hallærislegur ef hin fræga Breiðholtslæða Perla hefði ekki stolið senunni. Hún færði fókusinn, með ómótstæðilegum sjarma, af innantómum belgingi tapara í kosningum sem voru mættir til þess að berja sér á brjóst með sorglega lítið atkvæðamagn að baki sér. Og það eina sem Perla tók fyrir greiðann og þessa almannatengslabrellu sem er milljóna virði var knús frá lúserunum. Eitthvað sem þetta fólk mætti hafa í huga og læra af. Kannski væri ráð að knúsa kjósendur af og til og standa við að minnsta kosti eitt loforð um að opna túnfisksdós með 3.000 íbúðum fyrir fólk sem hefur ekki efni á því að borga 250.000 fyrir að leigja kjallaraholu? Breiðholtslæðan Perla og aðrir kettir eiga níu líf en sumir sem tóku hana í fang sér fyrir framan myndavélarnar eru búnir með öll sín pólitísku líf og geta tæpast stólað á svona kattarþvott.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar